Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 34
22 12. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ertu veikur? Þ-það er í gangi! Nei! Rakara- óhapp! Svo það er allt í lagi þín vegna ef ég leggst í gólfið og veina úr hlátri? Ef þú vilt! Þú líka? Ég hélt kannski að við sem erum dálítið þunnhærðir gætum staðið saman? Dream on, Flipper! Pabbi! Viltu koma út og... Sjitt! Stanis- law! Við löguðum rúgbrauðið! Afar und- arlegt Nú skil ég hvað gerðist Við skrifum bréf til blaðs- ins Mótor um þetta! Geymdu hann ef við þurfum að gera þetta aftur. Þegar gómurinn minn datt hérna niður varð skammhlaup svo að vélin fór í gang Góður strákur! sitt! Kyrr! Sitt, Lalli litli Sniglar eru miklu betri gæludýr en hundar! Sjáðu bara..! Þetta lærði hann á stundinni. Frábært hnus!- Hnu s! Trúðu mér, það voru mistök Ókei, hver hérna er með tyggjó? - Hnus! hnus! - Hver leyfði þér að nota sjampóið okkar? Ókindin - 60 árum síðar... Í dag er för minni heitið til lands skriffinnskunn- ar. Þar sem ég hef haft hina megnustu óbeit á öllu sem eyðublöð og þrírit heita frá því að ég kom fyrst inn í banka sundlaði mig af hryllingi þegar ég áttaði mig á því að vikuskrepp til borgar heilags Péturs kallaði á vega- bréfsáritun. Eftir hálftíma djúpönd- un lyfti ég síma og hringdi í sendi- ráðið til að öðlast innsýn í hvað ég þyrfti að hafa meðferðis (í hversu mörgum eintökum og með hversu mörgum undirskriftum) til að geta sótt um slíkan pappír. Snögg yfir- ferð leiddi í ljós að til að safna því saman þyrfti ég að hrista fram úr erminni eitt stykki faxtæki, fara í tvo bíltúra og verða mér úti um íslenska seðla –- sem ég hef vart séð síðan mér áskotnaðist debetkort hér um árið. Í þessu erfiða ferli fékk ég að heyra margar hryllingssögur af við- ureignum við sendiráð í svipuðum erindagjörðum. Í þeim komu við sögu illgjarnir verðir, kuldaskjálfti, langar raðir, frestanir og ein algjör- lega misheppnuð tilraun til að múta móttökuritara með tveggja hæða konfektkassa. Þetta er allt ansi óheppilegt þegar maður ákveður að vera ekkert að stressa sig á því að sækja um áritunina fyrr en tveimur vikum fyrir brottför og þar sem ég er auðtrúa með eindæmum mætti ég svitastorkin af stressi í sendiráð- ið einn fallegan febrúarmorgun. Þar tók brosmildur starfsmaður á móti mér opnum örmum, stafaði umsókn- ina ofan í mig, bugtaði sig og beygði og bauð mér svo að koma aftur viku síðar. Ég kvaddi hann með eina orð- inu sem ég kann á rússnesku – spasiba (takk) – og hann svaraði með því að biðja mig að giftast sér. Held ég. Það hljómaði í það minnsta svona: Przjjnjzzsjst. Ég held alla vega til Rússlands með bros á vör og vegabréfsáritun upp á vasann. Af samskiptum mínum við landsmenn hingað til er ekki annað að sjá en að förin verði hin far- sælasta. Ef ég sný ekki aftur er það því örugglega af því að ég verð orðin harðgift babúska í blokk með hjóna- bandsvottorð í þríriti innrammað uppi á vegg. Lifi skriffinnskan. STUÐ MILLI STRÍÐA Hryllingssögur og heilagur Pétur SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR HEFUR LÁTIÐ HEILLAST AF LANDI SKRIFFINNSKUNNARPáskaferð til Krakár Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli ásamt morgunverði og einum kvöldverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Skoðunarferðir ekki innifaldar. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 72.700 kr. Verð á mann í tvíbýli 19.–26. mars Fararstjóri: Valgeir BjarnasonFí t o n / S Í A Nýtt! Gras.is beint á skjáborðið þitt! Gras.is hefur sett upp vefþjónustu (Gagdet) sem t engir þig beint við fréttirnar, án þess að þurfa opna vafrann þinn! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.