Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 36
24 12. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Caput-hópurinn frumflytur verkið Niður-þytur-brak eftir Hauk Tóm- asson á Háskólatónleikum í dag. Tónverkið er samið við ljóð eftir Sjón. Tónskáldið Haukur Tómasson nam tónlist í Reykjavík, Amsterdam, Köln og við Kaliforníuháskóla í San Diego. Meðal helstu verka hans eru óperan Fjórði söngur Guðrúnar, hljómsveitarverkin Strati, Storka, Ardente og Dyr að draumum, Fiðlukonsert, Skíma og flautukons- ertar. Haukur hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, til að mynda fékk hann Bjartsýnisverðlaun Bröstes 1996 og Íslensku tónlistarverð- launin fyrir hljómsveitarverkið Ardente. Hann hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004 fyrir Fjórða söng Guðrúnar. Tónlist hans er að mestu útgefin af sænsku útgáfunni BIS og Íslenskri tónverkamiðstöð. Haukur samdi verkið Niður-þytur-brak á árunum 2000-2006 við ljóð úr bók- inni Myrkar fígúrur eftir Sjón sem út kom 1998. Caput-hópurinn var stofnaður árið 1987 af ungum íslenskum tónlist- armönnum í því skyni að flytja nýja tónlist. Hópurinn hefur allar götur síðan verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi og er á meðal fremstu tónlistarhópa Evrópu sem fást við flutning nýrrar tónlistar. Caput hefur gefið út fjórtán hljómdiska í Danmörku, Svíþjóð, Ítalíu, Banda- ríkjunum og á Íslandi og eru fleiri hljóðritanir væntanlegar. Tónleikarnir fara fram í hátíðarsal Háskóla Íslands og hefjast kl. 12.30. Aðgangseyrir er 1.000 kr., 500 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og nema en nemendur Háskóla Íslands fá frítt inn. Frumflutningur í hádeginu HAUKUR TÓMASSON Verk hans Niður-þytur-brak verður frumflutt í hádeg- inu í dag. Íslensk málnefnd, Rithöfundasam- band Íslands og Bandalag íslenskra listamanna standa á föstudag fyrir afar áhugaverðu málþingi um stöðu íslenskunnar í bókmenntum og list- um. Á málþinginu verður leitast við að svara spurningum sem brenna á áhugafólki um íslenska tungu. Til að mynda verður rætt hvort mál- vöndun sé andstæð nýsköpun í bók- menntum, hvort íslenskur bók- menntaarfur sé aðgengilegur íslenskum lesendum og hvort Þjóð- leikhúsið sé musteri íslenskrar tungu. Einnig verður staða íslensk- unnar í nýrri miðlum og í dægur- menningu skoðuð. Í því sambandi verður rætt hvers vegna ensk nöfn kvikmynda eru ekki lengur þýdd á íslensku, um mikilvægi þess fyrir tungumálið að efla íslenska kvik- mynda- og dagskrárgerð og hvort íslenskan sé við það að hverfa úr dægurlagatextum. Frummælendur á málþinginu eru Hilmar Oddsson kvikmyndaleik- stjóri og rithöfundarnir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Sigurður Páls- son og Þórunn Valdimarsdóttir. Stuttar fyrirspurnir verða að loknu hverju erindi en almennar umræð- ur í lokin. Málþingið er hið fimmta í röð ell- efu málþinga sem Íslensk málnefnd stendur fyrir á vormisseri 2008 um ýmislegt er lýtur að íslenskri mál- stefnu, en nefndin vinnur nú að til- lögu að málstefnu fyrir mennta- málaráðuneytið. Málþingið fer fram í Gunnars- húsi, Dyngjuvegi 8, á föstudag frá kl. 14 til 17. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. - vþ Tjáð og túlkað á íslensku Merkir tónleikar fara fram í Salnum í Kópavogi í kvöld. Þar kemur fram hinn ungi enski píanóleikari Simon Smith og flytur heildarverk tónskáldsins Hafliða Hall- grímssonar fyrir píanó. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Tíbrá. Hafliði Hallgrímsson er meðal fremstu tónskálda Íslands og er tónverkaskrá hans ein sú viða- mesta og glæsilegasta sem íslenskt tónskáld getur státað af. Það má því teljast tónlistarsögulegur við- burður þegar tónlistarunnendum gefst nú loks tækifæri til að heyra öll píanóverk Hafliða á einum tón- leikum og þar af eru fjögur sem aldrei hafa hljómað hér á landi fyrr. Hafliði er menntaður sellóleikari og naut mikillar velgengni sem slíkur í mörg ár á Íslandi og í London. Hann lék með mörgum þekktum kammersveitum, svo sem Ensku kammersveitinni, Monteverdi Orchestra og Menuhin Festival Orchestra. Á ferli sínum sem sellóleikari kom hann fram á tónleikum með hljómsveitum, kammerhópum og sem einleikari í yfir fjörutíu löndum. Árið 1977 var Hafliði ráðinn fyrsti sellóleik- ari Skosku kammersveitarinnar og settist að í Edinborg. Hafliði samdi ávallt tónlist auk spilamennskunnar og stundaði tónsmíðanám í London. Fór svo að árið 1983 ákvað hann að helga sig algjörlega tónsmíðum. Hafliði hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs, sem hann hlaut fyrir fiðlukonsertinn Poemi árið 1986. Stærstu verk Hafliða eru óratorían Passía og óperan Die Wält der Zwischenfälle. Hann var nýverið ráðinn staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands til næstu þriggja ára og mun starfa náið með hljómsveitinni á tíma- bilinu. Hafliði kemur til með að semja verk sérstaklega fyrir hljómsveitina, auk þess sem eldri verk hans verða tekin til flutn- ings. Píanóleikarinn Simon Smith er ekki síður mikill hæfileikamaður. Hann hefur valið sér það hlutverk að flytja tónlist eftir minna þekkt tónskáld og veita þannig áheyr- endum sínum tækifæri til að kynnast ýmsu nýju. Smith býr í Edinborg í Skotlandi, starfar sem píanóleikari og tónskáld og sinnir ýmsum verkefnum fyrir Boosey and Hawkes og Stockhausen útgáfufyrirtækin. Hann er félagi í Hebrides-Ensamble, en það er hópur sem sérhæfir sig í flutn- ingi nýrrar tónlistar í Skotlandi. Þess má til gamans geta að helstu áhugamál Smith, önnur en tónlist, eru menning og tungumál Pól- lands, hljómplötusöfnun og kett- ir. Tónleikarnir fara fram í Saln- um, Hamraborg 6, í kvöld kl. 20. Miðaverð er 2.000 kr. vigdis@frettabladid.is Píanóverk Hafliða leikin HÖFUNDUR OG FLYTJANDI Hafliði Hallgrímsson og Simon Smith. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HILMAR ODDSSON LEIKSTJÓRI Einn af frummælendum á málþingi um stöðu íslenskunnar í bókmenntum og listum. Kl. 20 Lesið verður upp úr framúrskar- andi fræðiritum sem tilnefnd eru til viðurkenningar Hagþenkis í Te og kaffi í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi í kvöld kl. 20. Meðal þeirra rita sem lesið verður úr eru Sverris saga, Byggðasaga Skagafjarðar IV og Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi 1275-1550. > Ekki missa af... Síðustu sýningu á leikritinu norway.today, en hún fer fram í Kassanum, Lindargötu 7, kl. 20 í kvöld. Leikritið var frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði fyrr í vetur og hefur síðan ferðast um landið og hvarvetna hlotið góðar viðtök- ur áhorfenda og gagnrýnenda. Miða á sýninguna má nálgast í miðasölu Þjóðleikhússins og er miðaverð 1.500 kr. Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Ívanov e. Anton Tsjekhov sýn. mið. 12/3, fim 13/3 sun 16/3 örfá sæti laus Allra síðustu sýningar Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. lau. 15/3 örfá sæti laus Sólarferð e. Guðmund Steinsson sýn. fös 14/3, lau. 15/3 uppselt Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. fim 6/3, fös 7/3 örfá sæti laus norway.today e. Igor Bauersima Síðasta sýning í kvöld

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.