Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 42
30 12. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Landsbankaleikar á skíðum 15. mars Landsbankaleikarnir, barnaskíðamót Ármanns, fara fram laugardaginn 15. mars næstkomandi. Mótið er ætlað öllum börnum á aldrinum 5-10 ára sem finnst gaman á skíðum, ekki bara keppnisfólki. Skráning á mótið fer fram á vef landsbankans, www.landsbanki.is, út föstudaginn 14. mars næstkomandi. Mótið verður haldið við Skíðaskála Ármanns sem er í Suðurgili í Bláfjöllum. Ekkert þátttökugjald. Samhliðasvigbrautir verða fyrir alla til að spreyta sig á móti félögum sínum á meðan fjölskylduskemmtunin stendur yfir. Foreldrar, systkini og allir þátttakendur í leikunum eru hvattir til að vera með. • Á meðan leikarnir standa yfir verður boðið upp á andlitsmálun fyrir þátttakendur. • Allir þátttakendur fá afhentar gjafir og viðurkenningu frá Landsbankanum. skráning á www.landsbanki.is Dagskrá 10.00–11.00 Afhending númera í Ármannsskála og andlitsmálun. 11.00–11.30 Brautarskoðun í fylgd Sprota og trúðanna. 11.30–12.30 Leikjabraut fyrir byrjendur. Yngstu börnin byrja. 12.30–13.30 Braut fyrir lengra komna. Yngstu börnin byrja. ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 41 52 9 03 .2 0 0 8 Katrín Jónsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, mun spila sinn 70. A-landsleik þegar Ísland mætir Finnum í dag í leik um 7. sætið á Algarve Cup. Katrín jafnaði met Ást- hildar Helgadóttur í sigurleik gegn Portúgal á mánudaginn. „Þetta er búið að ganga mjög vel en allar þessar þrjár þjóðir sem við erum búnar að spila við eru neðar en við á styrk- leikalistanum og eru því þjóðir sem við eigum að vinna. Það er mjög gott að geta staðist pressuna því það er ekki alltaf sjálfgefið,“ segir Katrín. Katrín spilar vanalega á miðjunni með Val en í landsliðinu er hún í vörninni. „Ég hef oft spilað vörn með landslið- inu og spilaði sem dæmi alltaf bakvörð í mínum fyrstu landsleikjum. Maður hleypur minna þegar maður spilar miðvörðinn en það reynir ennþá meira á hausinn. Ég hef verið að spila mikið við hliðina á Gunnu [Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur] og mér finnst við ná mjög vel saman,“ segir Katrín, en íslenska liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í þremur leikjum á Algarve Cup. Katrín er ánægð með innkomu ungra leikmanna á mótinu. „Það hafa verið mjög sterkir leikmenn og miklir karakterar að detta út úr hópnum og það hafa því aðrir í liðinu verið að taka á sig meiri ábyrgð. Sara [Björk Gunnarsdóttir], Rakel [Hönnudóttir] og Hallbera [Gísladóttir] eru allar búnar spila mjög mikið og hafa spilað vel,“ segir Katrín, sem sjálf ætlar sér að spila fleiri landsleiki þótt að hún sé ekki farin að stefna á 100 leiki. „Markmið númer er eitt, tvö og þrjú hjá landsliðinu er að komast í úrslitakeppni á stórmóti. Það er það sem maður er að hugsa um en ég er ekki mikið að hugsa um fjölda leikja. Það verður bara að koma í ljós hvað leikirnir hjá mér verða margir,“ segir Katrín og það er gaman hjá landsliðinu í Portúgal. „Í svona langri ferð verður náttúrulega að vera smá fíflagangur innan um alla alvöruna. Þegar kemur að æfingum og leikjum þá eru allir með hugann við það en inn á milli er hægt að grínast því annars myndi maður aldrei halda út tíu daga þar sem væri alvara allan tímann,“ sagði Katrín að lokum. KATRÍN JÓNSDÓTTIR, FYRIRLIÐI LANDSLIÐSINS: BÆTIR LEIKJAMET A-LANDSLIÐS KVENNA Í DAG Smá fíflagangur í gangi innan um alla alvöruna > George Byrd í Ármann/Þrótt 1. deildarlið Ármanns/Þróttar í körfubolta hefur skipt um Kana. Maurice Ingram stakk af og í hans stað hefur liðið fengið George Byrd. Ingram stóð sig vel með Ármanni/Þrótti í 1. deildinni og brotthvarf hans kom því mikið á óvart. Pétur Ingvarsson, núverandi þjálfari Ármanns/Þróttar, þjálfaði Byrd í eitt og hálft ár hjá Hamri og þekkir því vel til hans en með þennan stóra og sterka miðherja innanborðs er Ármann/Þróttur til alls líklegt í komandi úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. Byrd hætti að spila með Hamri um áramótin og reyndi fyrir sér í Sviss en var látinn fara þaðan. FÓTBOLTI KR-ingar hafa komist að samkomulagi við norska liðið Lill- eström um að leigja besta leik- mann Íslandsmótsins 2006, Viktor Bjarka Arnarsson, í sumar og mun hann því spila með Vesturbæjar- liðinu í Landsbankadeildinni út tímabilið 2008. „Viktor er væntanlegur í Vestur- bæinn í lok mars þar sem hann hittir fyrrum félaga sínum hjá Vík- ingi, KR-ingnum Grétari Sigfinni,“ segir á heimasíðu KR í gær en þar segir að gengið hafi verið frá sam- komulagi við bæði Lilleström sem og leikmanninn sjálfan. - óój Landsbankadeild karla í fótbolta sumarið 2008: Viktor Bjarki með KR HANDBOLTI Akureyri vann sætan tveggja marka sigur á Stjörnunni í N1-deild karla í gær, 34-32. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmti- legur. Akureyringar náðu undir- tökunum um miðbik hálfleiksins og héldu þriggja marka forystu lengst af, meðal annars í hálfleikn- um þegar staðan var 19-16. Akureyringar juku við forskot sitt í síðari hálfleiknum og leiddu mest með fimm mörkum, þegar fimmtán mínútur lifðu leiks. Það bil brúuðu Stjörnumenn bilið jafnt og þétt og munurinn var eitt mark þegar fimm mínútur voru eftir. Það hefur loðað við Akureyr- inga í vetur að spila vel en fara illa að ráði sínu undir lokin. Það hefðu þeir hæglega getað gert í gær en í stað þess héldu þeir haus og Stjörnumenn klúðruðu fínu færi á að ná í stig með óskynsemi undir lokin. Þó skal ekkert tekið af Akur- eyri sem lék vel. „Okkur er ekki illa við dram- a tíkina,“ gantaðist glaðbeittur Rúnar Sigtryggsson eftir leikinn. „Okkur hefur skort sjálfstraust í leikjum til að halda haus og klára leikina en það tókst í dag og það var kominn tími á þetta. Við höfum oft verið nálægt svona sætum sigr- um. Þetta var mik- ilvægt til að forð- ast sjöunda sætið og mjög ánægju- legt. Nú söfnum við bara stigum áfram, það er nóg eftir af mótinu,“ sagði Rúnar. Sveinbjörn markmaður stóð sig vel líkt og Magnús Stefánsson og hinn ungi Oddur Grétarsson sem enn er í þriðja flokki. „Sammála því og mér fannst Einar Logi einnig góður. Ég gagn- rýni Einar fyrir áramót og þá kom hann bara sterkur upp. Hann spilar frábærlega fyrir liðið,“ sagði Rúnar. Kristján Halldórsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með leik sinna manna. „Þegar við erum að koma inn í leikinn undir lokin brotnum við og héldum ekki haus. Við látum reka okkur útaf fyrir eitthvað kjaftæði og menn eins og Heimir og fleiri eiga að hafa haus í að klára svona leiki. Það gefur auga leið að við vorum óskynsamir undir lokin. Ég tek ekkert af Akureyri en við erum hálf vængbrotnir þessa dagana og það sást í þess- um leik,“ sagði Kristján en það skal einnig tekið fram að dómar- ar leiksins stóðu sig með mikl- um sóma. - hþh Akureyringar lögðu Stjörnumenn fyrir norðan í N1-deild karla í gærkvöldi: Það var kominn tími á þetta GÓÐUR Magn- ús Stefánsson átti fínan leik gegn Stjörn- unnu. PEDRO- MYNDIR/ÞÓRIR FÓTBOLTI Það verða fjögur ensk lið í pottinum þegar dregið verið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu því Liverpool sló í gær út ítölsku meistarana í Inter með því að vinna seinni leikinn í Mílanó 1-0 í gær. Liverpool vann fyrri leikinn 2-0 á Anfield og þar með 3-0 sam- anlagt. Það var Spánverjinn frá- bæri, Fernando Torres sem gerði endanlega út um möguleika Inter með því að skora á 63. mínútu. Andrúmsloftið var rafmagnað á Guiseppe Meazza leikvanginum og hávaðinn mikill enda var Roberto Mancini, stjóri Liverpool, búinn að biðla til sinna stuðnings- manna að öskra Liverpool-menn- ina í kaf. Leikaðferð hans gekk hins vegar ekki upp í gær. Liverpool byrjaði ágætlega og þátt fyrir að Inter hafi verið meira með boltann gekk heimamönnum illa að opna Liverpool-vörnina. Liverpool-liðið spilaði skynsam- lega og spilaði boltanum af yfir- vegun út úr vörninni og náði inn á milli góðum sóknum. Bæði lið fengu mjög góð færi eftir hálftíma leik, fyrst slapp Fernando Torres inn í teiginn eftir slæm varnarmistök Esteban Cambiasso en Jlulio Cesar varði frá honum úr þröngu færi og svo skömmu síðar átti Zlatan Ibrahim- ovic stórkostlega sendingu inn fyrir á Julio Ricardo Cruz sem fór illa með dauðafæri einn á móti markverði. Julio Ricardo Cruz var manna ágengastur upp við mark Liverpool og reyndi nokkrum sinnum á Pepe Reina í markinu. Það var markalaust í hálfleik og Inter-liðið vantaði tilfinnanlega ferska anda inn í liðið. Mancini breytti hins vegar engu í hléinu. Möguleikar Inter urði síðan að engu í upphafi seinni hálfleik því líkt og í fyrir leiknum urðu Inter- menn manni færri þegar Nicolas Burdisso fékk sitt annað gula spjald á 49. mínútu. Skömmu síðar fékk Zlatan dauðafæri en skaut framhjá og þetta virtist ekki ætla að verða dagur heimamanna. Fernando Torres skoraði síðan frábært mark á 63. mínútu efrir laglega sendingu Fabio Aurelio sem átti mjög góðan leik í vinstri bakverðinum. Torres tók við bolt- anum, sneri sér á punktinum og afgreiddi boltann í markið af víta- línunni. Eftir markið þurfti Inter að skora fjögur mörk manni færri sem var aldrei að fara gerast gegn vel skipulögðu liði Liverpool. Mílanó-liðið varð því að sætta sig við að tapa á heimavelli gegn ensku liði og detta út úr 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en í 8 liða úrslitunum verða auk Liverpool: Arsenal, Chelsea, Man. United, Fenerbahce, Barcelona, Roma og Schalke. ooj@frettabladid.is Liverpool vann í Mílanó Liverpool varð fjórða enska liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Inter í Mílanó í gærkvöldi. Fernando Torres skoraði sigurmarkið með glæsilegum hætti á 63. mínútu leiksins. FÖGNUÐUR Fernando Torres og Steven Gerrard fagna sigurmarki þess fyrrnefnda sem hann skoraði með frábærum hætti á 63. mínútu eins og sést hér til hægri. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.