Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 14. mars 2008 — 73. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Elín Sigurðardóttir rope yoga-kennari veitir uppskrift að ljúffengu og næringarríku kjúkl- ingasalati fyrir fjóra til se dráttur í líkamanum og maður viarefni úr f ð Saðsamt páskasalat Elín að störfum í eldhúsinu ásamt húsbóndanum á heimilinu, Sigurbirni Dúa Baldvinssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HOLLT FYRIR BÖRNINEbba Guðný Guðmundsdóttir kennir foreldrum að búa til næringarríkan mat handa börnum sínum úr alls konar ávöxtum, grænmeti, korni og fræjum. MATUR 2 SMÁBÍLAR Eigendur smábíla þurfa ekki að eyða eins miklu í bensín auk þess sem þeir geta í sumum tilfellum fengið frí bílastæði í miðborginni. BÍLAR 3 SKÍÐABOGAR www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akurey i Eyrarvegur 29 800 S lf Allar upplýsingar um er að finna á vef Stillingar www.stilling.is VEÐRIÐ Í DAG ELÍN SIGURÐARDÓTTIR Mikilvægt hvað er borðað og hvernig matur bílar Í MIÐJU BLAÐSINS HEILSA OG LÍFSSTÍLL Sundkennsla, klifur og kynfræðsla SÉRBLAÐ UM HEILSU OG LÍFSTÍL FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. da gar til paska i 9 heilsa og lífsstíll FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 FRÉTTA BLA Ð IÐ /A N TO N Aldrei of seint að læra sundtökin!Sundkennsla fyrir full-orðna BLS. 6 Kóngur hjólar í kóng Kúrekinn Johnny King er ósáttur við Bubba Morth ens. FÓLK 50 Stóra stundin Afmælistónleikar Sálarinnar eru í kvöld. Stebbi Hilmars bíður með öndina í hálsinum eftir því hvort safnkassi sveitarinnar komist til landsins í tæka tíð. FÓLK 42 Mikil hátíðahöld í tilefni dagsins Fella- og Hólakirkja fagnar tuttugu ára vígsluafmæli. TÍMAMÓT 28 BJART SYÐRA Í dag verða norðan 10-15 m/s úti við suður- og suð- austurströndina, annars hægari. Bjartviðri á landinu sunnan- og vestanverðu, annars snjókoma og síðar él. VEÐUR 4 -1 -1 1 3 1 Óskar aðstoðar Guðmund Óskar Bjarni Óskars- son var í gær ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálf- ari í handknatt- leik. ÍÞRÓTTIR 44 EFNAHAGSMÁL „Þetta er að detta inn, því miður, að lánin séu orðin jafn há og markaðsverð eignarinnar,“ segir Guðbergur Guðbergsson, löggiltur fasteignasali. Hann segir nokkur dæmi um slíkt og óttast að þeim eigi eftir að fjölga. Fréttablaðinu er kunnugt um íbúð í útjaðri höfuðborgarsvæðis- ins þar sem ásett verð er 29 millj- ónir króna. Á henni hvíla 28,6 millj- ónir. Eftir því sem fasteignasalar segja dugar mismunurinn ekki fyrir söluþóknun. Fleiri dæmi séu um slíkt. Blaðið þekkir ennfremur til dæmis úr miðbæ Reykjavíkur, þar sem lánið er orðið hærra en sem nemur markaðsvirði. „Það er mjög algengt að eignirn- ar dekki ekki skuldirnar,“ segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- anna. Mörg dæmi séu um að fólk hafi selt eignir til að eiga fyrir skuldum. Fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu lækkaði að jafnaði um 0,9 prósent í síðasta mánuði, sam- kvæmt nýjum tölum frá Fasteigna- mati ríkisins, en lítið hefur verið um fasteignaviðskipti undanfarnar vikur. Sé miðað við síðustu þrjá mánuði hefur fasteignaverðið þó hækkað lítillega. Undanfarin rúm tvö ár hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu hækkað um fjórðung. Hækkan- ir eru hins vegar mismunandi eftir hverfum og öllu minni í sumum úthverfum Reykjavíkur. Það getur haft þau áhrif að höfuðstóll lána fari yfir verðsetningarhlutfallið eða jafnvel yfir markaðsverðið. „Í fasteignaspá okkar er gert ráð fyrir því að næstu tvö árin aukist verðbólgan meira en sem nemur hækkun fasteignaverðs. Fasteignir lækka þá í verði að raunvirði og eigið fé í húsnæði minnkar þar af leiðandi. Við spáum þó ekki hruni á fasteignamarkaðnum,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðu maður Greiningar- deildar Kaupþings. Höfuðstóll verðtryggðra lána heimilanna hefur hækkað um ríf- lega 200 milljarða króna undan- farin fjögur ár, vegna verðbólgu. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að laun hefðu að jafnaði hækkað umfram verðlag undanfarin fjögur ár. Þetta á þó alls ekki við um alla. Samkvæmt haustskýrslu hagdeild- ar Alþýðusambands Íslands varð kjararýrnun hjá fjórum af hverjum tíu launþegum á árunum 2005 til 2007. Á þeim tíma hafa verðtryggð- ar skuldir hækkað umfram launa- hækkanir hjá þessu fólki. - ikh Fasteignaverð fer lækkandi Dæmi eru um að áhvílandi lán á íbúðum nálgist markaðsverð þeirra eða fari jafnvel fram úr því. Fasteignaverð í höfuðborginni lækkaði í febrúar. VORIÐ ÞJÓFSTARTAÐI Í HÖFUÐBORGINNI Ekki þarf mikið til að mannlífið fari í vorstellingar í miðborginni. Eftir harðan vetur hefur viðmót veðurguðanna heldur hlýnað undanfarna daga og sátu kaffigestir undir berum himni á Austurvelli í gær líkt og á sumardegi. Það var líka eins gott fyrir borgarbúa að nýta sér tækifærið því í dag fengju menn líklegast kvef ef þeir léku þetta eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/ VIÐSKIPTI „Þótt þarna hafi komið óvænt inn um 270 milljarðar breytir það líklega ekki því að við erum enn skuldugasta þjóð heims. Kannski er þetta Íslandsmet í reikniskekkju,“ segir Gylfi Magnús son, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Seðlabankinn birti nýlega tölur á vefsíðu sinni þar sem sagði að erlend staða þjóðarbúsins hefði verið neikvæð um 1.845 milljarða króna í fyrra. Seðlabankinn leið- rétti tölurnar á miðvikudag og segir réttu töluna vera 1.584 millj- arða. „Þetta er auðvitað óheppi- legt og segir manni kannski það að yfirsýnin er stundum ekki mjög trúverðug. Það geta auðvit- að allir gert mistök en hundruð milljarða til eða frá geta skipt töluverðu máli,“ segir Gylfi. - mh Rangar tölur Seðlabankans um erlendar skuldir: Íslandsmet í reikniskekkju LÖGREGLAN Lögreglufélag Suður- nesja, Tollvarðafélag Íslands, stéttarfélagið SFR og Félag flug- málastarfsmanna stóðu fyrir fjöl- mennum fundi í gærkvöldi í Reykjanesbæ vegna fyrirhugaðs niðurskurðar hjá embætti Lög- reglu- og tollstjórans á Suður- nesjum. Félagsmenn hafa haft verulegar áhyggjur af áhrifum niðurskurðarins. „Ályktunin sem sett var fram er einfaldlega sú að það þarf að tryggja rekstrargrundvöll emb- ættisins vegna þessa mikla vanda sem steðjar að löggæslu á Suður- nesjum,“ segir María Pálsdóttir, ritari Lögreglufélags Suðurnesja. Hún segir að tæplega 150 manns hafi verið á fundinum. Á fundinum voru meðal ann- arra sveitarstjórnarmenn frá Suðurnesjum og alþingismenn Suðurkjördæmis. - jse Lögreglufélag Suðurnesja fundaði um fyrirhugaðan niðurskurð: Fjölmennur fundur í Keflavík FRÁ FUNDINUM Í REYKJANESBÆ Fjölmennt var á fundinum í gærkvöldi þar sem rætt var um rekstrarvanda hjá embætti Lögreglu- og tollstjórans á Suðurnesjum. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.