Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 2
2 14. mars 2008 FÖSTUDAGUR Gísli, ætlar borgin að stuðla að andardrætti? „Við vonum að minnsta kosti að þetta endi ekki með andarteppu.“ Borgaryfirvöld leita nú leiða til að fjölga andarungum við Reykjavíkurtjörn til að bæta afkomu anda. Gísli Marteinn Baldursson er formaður umhverfisráðs. LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði þegar hafið rannsókn á inn- flutningi fíkniefna í gegnum hrað- flutningaþjónustufyrirtæki þegar lögregla og tollgæsla fundu rúm fimm kíló af amfetamíni og kóka- íni í bíl á vegum hraðflutninga- fyrirtækisins UPS 15. nóvember síðastliðinn. Rannsóknin beindist meðal annars að tveimur sakborn- ingum sem nú sitja í gæsluvarð- haldi vegna málsins. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefna- deildar. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að innflutningur fíkniefna í gegnum hraðflutningaþjónustu- fyrirtækið hafi staðið yfir að minnsta kosti frá vormánuðum 2005. Telur lögreglan að töluvert magn fíkniefna hafi komið til landsins með þessum hætti. Hún hefur unnið að því að rannsaka tölvubúnað sem lagt var hald á og jafnframt unnið úr banka- og símagögnum. Starfsmaður UPS, Tómas Kristj- ánsson, mun sitja í gæsluvarð- haldi vegna málsins, að minnsta kosti til 18. apríl. Samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins er talið að hann hafi séð um að halda ákveðinni leið opinni fyrir inn- flutning fíkniefna. Leiðin hafi verið notuð áður, oftar en einu sinni á ári, og til hafi staðið að nota hana á ný. Tómas er talinn lykil- maður í smyglinu. Annþór Kristján Karlsson situr einnig inni vegna málsins. Lög- reglan telur að hann tengist fjár- mögnun brotsins, skipulagningu og móttöku fíkniefnanna. Athygli vekur að hann var dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldisverk árið 2005 og sat því inni hluta af þeim tíma sem hraðsendingasmyglið átti sér stað. Er rökstuddur grunur um að hann hafi stýrt innflutningi fíkniefna úr fangelsinu meðan hann var í afplánun. Annþór hefur neitað sök. Lög- reglu mun hins vegar þykja fram- burður hans mjög ótrúverðugur og mun hann hafa orðið margsaga um einstök atvik málsins. Þá hefur lögreglan unnið að rannsókn á fjármálum hans. Sú vinna hefur þegar leitt í ljós að Annþór eigi fjölda eigna sem hann hafi skráð á annað fólk í því skyni að blekkja yfirvöld. Hann hafi hins vegar ekki viljað tjá sig um fjárhag sinn og eignastöðu í yfirheyrslum. Rannsókn málsins er umfangs- mikil og segir lögregla henni flýtt eftir föngum. Talinn hafa stýrt smygli úr fangelsi Rökstuddur grunur leikur á að Annþór Karlsson hafi stýrt fíkniefnasmygli í gegn- um hraðflutningaþjónustufyrirtæki inn í landið meðan hann afplánaði dóm í fangelsi. Sú aðferð hefur verið notuð síðan 2005 og oftar en einu sinni á ári. HRAÐFLUTNINGAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKIÐ Starfsmaður UPS, Tómas Kristjánsson, situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Talið er að hans þáttur í smyglmálinu hafi verið sá að sjá um að halda ákveðinni leið opinni fyrir innflutning fíkniefna. Tómas er talinn lykilmaður í smyglinu. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Fljótlegt og gott 30% afsláttur 139 kr.kg. Ungnautahamborgarar 120 g VIÐSKIPTI Geir H. Haarde forsætis- ráðherra lagði áherslu á að íslensku bankarnir stæðu styrkum fótum þrátt fyrir óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í ræðu sinni á ráðstefnu Íslensk-ameríska versl- unarráðsins um bankana og íslenskt efnahagslíf í New York í gær. Eiginfjárhlutfall bankanna væri hátt, lausafjárstaða góð og þeir stæðust álagspróf Fjármála- eftirlitsins. „Allt bendir til að rekst- ur íslensku bankanna sé heilbrigð- ur og ég er sannfærður um að þeir munu standa af sér núverandi óveður á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum,“ sagði Geir. Forsætisráðherra sagði það fræðilega spurningu hvað ríkið ætti að gera til að aðstoða bankana ef illa færi. Miðað við stöðu þeirra nú væru litlar líkur á því. Hins vegar myndi ríkisstjórnin bregðast við af ábyrgð, eins og aðrar ríkis- stjórnir, ef eitthvað brygði út af. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, Lárus Welding, forstjóri Glitnis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbank- ans, kynntu stöðu sinna banka. Allir lögðu áherslu á hóflegan vöxt í náinni framtíð. Lárus sagði Ísland og Noreg þau svæði sem Glitnir legði áherslu á. Sjávarútvegur og orkugeirinn væru ekki að minnka og þar væru sóknarfæri. Fólk sæktist eftir fiski og olíuverð færi hækkandi. Það gerði endurnýjanlegar orkuauð- lindir hlutfallslega verðmætari. Hreiðar lagði áherslu á aukinn hlut innlána í fjármögnun bankans. Þau væru ekki jafn viðkvæm fyrir slæmum fréttum og margir héldu. Til dæmis hefði það ekki haft nein áhrif að Moody‘s færði niður láns- hæfismat Kaupþings fyrir stuttu. Sigurjón sagði að Landsbankinn hefði farið varlega og ekki fjárfest í undirmálslánum sem margir væru nú að súpa seyðið af. Lausa- fjárstaða bankans væri um þrettán milljarðar Bandaríkjadala og á árinu væri um einn milljarður dala á gjalddaga. Staða bankans væri því sterk. - bg Ráðstefna um stöðu íslensku bankanna og efnahagslífs í New York í gær: Munu standa af sér óveðrið FORSÆTISRÁÐHERRA Í NEW YORK Geir Haarde var í viðtölum við fjölmarga bandaríska fjölmiðla í gær um íslenskt efnahagslíf. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRGVIN DÓMSMÁL Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í hálfs árs óskilorðs- bundið fangelsi og sektaður um 140 þúsund krónur. Maðurinn var í afplánun á Vernd þegar lögregla hugðist hafa afskipti af honum vegna fíkniefna- aksturs.Hann réðst á lögreglu- manninn og tók hann hálstaki. Maðurinn játaði brot sín greiðlega en hann á að baki allmikinn sakaferil. Var hann til að mynda dæmdur í sjö ára fangelsi árið 2003 fyrir alvarleg ofbeldis- brot og brot gegn valdstjórninni. Var tekið tillit til þess við ákvörð- un refsingar. - jss Réðst á lögreglumann: Fékk hálft ár án skilorðs DÝRALÍF Tveir selir komu sér vel fyrir í smábátahöfninni í Vest- mannaeyjum í fyrrakvöld og létu mannaferðir ekkert trufla sig nema síður væri. „Sonur minn var þarna á rölti þegar hann gekk eiginlega í flasið á öðrum selnum,“ segir Gylfi Sigurðsson, sem var ekki lengi að fara niður á bryggju að heilsa upp á kvöldgestina. „Þeir voru alveg ótrúlega gæfir. Menn segja mér að tveir selir hafi verið á þessum stað í fyrra, það er spurning hvort þetta sé sama fjölskyldan,“ segir hann. „Þegar ég nálgaðist annan til að taka af honum mynd skellti hann sér bara á bakið,“ segir Óskar Friðriksson, sem einnig vitjaði gestanna. - jse Tveir gæfir selir í Eyjum: Selskapur við höfnina GÓÐUR SELSKAPUR Selnum var ekkert illa við að Gylfi Sigurðsson skyldi koma nálægt honum. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON DÓMSMÁL Karlmaður í Reykjavík hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að ráðast á konu í Melabúðinni. Í ákæru segir að maðurinn hafi þrifið til konunnar og hrint henni þannig að hún féll aftur fyrir sig á gólf verslunarinnar með þeim afleiðingum að hún tognaði á hálsi og í baki, hlaut heilahristing og fékk taugaáfall. Maðurinn bar að konan hefði sparkað eða kýlt í bifreið sína fyrir utan verslunina. Konunni var vísað til sálfræð- ings eftir atvikið. Í niðurstöðum hans sagði að hún þjáðist af áfallastreituröskun og verulegu þunglyndi í kjölfar árásarinnar. Dómurinn skilorðsbatt refsingu mannsins. - jss Karl dæmdur til refsingar: Réðst á konu og slasaði í verslun NOREGUR, AP Martha Lovísa Noregsprinsessa og eiginmaður hennar, rithöfundurinn Ari Behn, eiga von á þriðja barni sínu að því er talsmenn hirðarinnar í Ósló greindu frá í gær. Von er á nýju prinsess- unni eða prinsinum í október. Martha Lovísa er elsta barn Haraldar V Noregskonungs og Sonju drottningar, en yngri bróðir hennar Hákon er krónprins þar sem ríkiserfðir gengu aðeins í karllegg samkvæmt þeim lögum sem um það giltu á þeim tíma sem þau fæddust. Jafnrétti til ríkis- erfða var komið á með stjórnar- skrárbreytingu árið 1990, en hún var ekki gerð afturvirk. - aa Norska konungsfjölskyldan: Martha þung- uð í þriðja sinn MARTHA LOVÍSA PRINSESSA SAMKEPPNISMÁL Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins yfir Eimskipafélagi Íslands. Eimskipafélaginu var í desember gert að greiða 310 milljónir í stjórnvalds- sekt fyrir að misnota ráðandi stöðu sína á sjóflutn- ingamarkaði. Áfrýjunarnefndin lækkar sektina í 230 milljónir, sem þó er hæsta sekt sem fyrirtæki hefur verið gert að greiða fyrir sambærilegt brot. Brotin áttu sér stað á árunum 2001 til 2002 og beindust einkum gegn Samskipum, sem Samkeppn- iseftirlitið fullyrðir að Eimskip hafi ætlað að bola út af markaðnum. Þá gerði Eimskip fjölda svokallaðra einkakaupsamninga við viðskiptavini, sem tryggðu að þeir skiptu aðeins við Eimskip. Eimskipafélagið áfrýjaði niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar þar sem það taldi að rannsókninni hefði verið ranglega beint að því. Eimskipafélagið væri í dag allt annað fyrirtæki en það sem bar sama nafn fyrir fimm árum, eftir flóknar skipulags- og eignarhaldsbreytingar. Auk þess var ágreiningur uppi um það hvort fyrirtækið hefði á þessum tíma verið markaðsráðandi. Áfrýjunarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að málinu hafi réttilega verið beint að félaginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður málinu áfrýjað til dómstóla. - sh Áfrýjunarnefnd lækkar stjórnvaldssekt Eimskipafélagsins í 230 milljónir: Samkeppnisbrot Eimskips staðfest STJÓRNMÁL Sjöhundruð milljónir verða veittar í viðbótarframlag við samgönguáætlun vegna vegaframkvæmda víðs vegar um landið. Þetta kom fram á fundi Kristjáns Möller samgönguráð- herra og Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra í gær. Hafist verður handa við gerð Vaðlaheiðarganga og tvöföldun Suðurlandsvegar á næsta ári. Báðar framkvæmdir verða boðnar út í einkaframkvæmd. Nefnd verður stofnuð um umferð á höfuðborgarsvæðinu. - sjá síðu 16 Samgönguáætlun til 2010: 700 milljónir í viðbótarframlag SJÓFLUTNINGAR Í niðurstöðu samkeppnisyfirvalda eru brotin sögð mjög alvarleg. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.