Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 6
6 14. mars 2008 FÖSTUDAGUR flugfelag.is Ferðalag er góð fermingargjöf Pantaðu gjafabréf í síma 570 3030 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA HELSTU SKILYRÐI FYRIR BYGGINGU ÁLVERS OG STAÐAN Í HELGUVÍK Umhverfismat Vinna þarf mat á umhverfis- áhrifum álversins. Matið hefur verið unnið. Landvernd kærði niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að ekki þurfi að setja álverið, rafmagnslínur og virkjanir sameigin- lega í umhverfismat. Ráðherra hefur ekki úrskurðað um kæruna en reiknar með úrskurði fyrir mánaðamót. Framkvæmdaleyfi Sveitarélag þarf að veita leyfi til þess að byggingar- framkvæmdir megi hefjast. Starfsleyfi Umhverfisstofnun þarf að veita nýju álveri starfsleyfi áður en starfsemi hefst. Land Álver þarf landsvæði með góða hafnar- aðstöðu. Skipulag Breyta þarf aðal- og deiliskipulagi til að gera ráð fyrir álveri. Losunarheimildir Mengandi stóriðja þarf heimildir til losunar gróðurhúsa- lofttegunda. Orka Semja þarf við orkufram- leiðendur um kaup á orku til að knýja álverið. Rafmagnslínur Leggja þarf raf- magnslínur frá raforkuverum til álversins. Reykjanesbær og Sveitar félagið Garður veittu framkvæmdaleyfi síðastliðinn miðvikudag. Umhverfisstofnun hefur sent drög að starfsleyfi, en endanleg umsókn um starfsleyfi bíður nú afgreiðslu hjá stofnuninni. Samkvæmt upplýsingum frá Norðuráli stendur til að auglýsa starfsleyfið fyrir páska og gefa þá frest til að skila athugasemdum. Norðurál fékk lóð á mörkum Reykja- nesbæjar og Garðs, steypuskáli og kerskálar verða í Garði en hafnar- aðstaðan og súrálstankar verða í Reykjanesbæ. Breytt skipulag Reykja- nesbæjar og Garðs hefur verið samþykkt og auglýst. Sótt var um árið 2007 en umsókn hafnað þar sem verk- efnið þótti ekki nægilega langt komið. Sótt verður aftur um á árinu þegar auglýst verður eftir úmsóknum. Samið hefur verið við Orkuveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja. Búið er að tryggja orku til fyrsta áfanga álversins, en samningar um frekari orkukaup eru háðir því að leyfi fáist til að virkja jarðvarma. Línurnar þurfa að fara í umhverfismat, breyta þarf skipu- lagi, veita framkvæmdaleyfi og fleira. – Samið var við Landsnet um raforkuflutning á síðasta ári. Nú er unnið að útfærslu með alls níu sveitarfélögum. Skilyrði uppfyllt Skilyrði uppfyllt að hluta Eftir að uppfylla skilyrði IÐNAÐUR „Norðurál hefur dregið að veita umbeðnar upplýsingar vegna kæru Landverndar á umhverfis- mati vegna álvers í Helguvík, að því er virðist til að málið komist sem lengst áður en ráðherra úrskurð- ar,“ segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Þessu hafnar Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli. Hann segir slíkar ásakanir koma á óvart, Norðurál hafi skilað umbeðnum upplýsingum eins hratt og hægt hafi verið. Í tilkynningu frá Norðuráli kemur fram að félagið hafi í hvívetna farið að lögum og reglum við undir- búning álvers í Helguvík og undirbúningur gangi samkvæmt áætlun. Landvernd kærði þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að ekki þyrfti að vinna umhverfismat fyrir fram- kvæmdir tengdar álverinu, svo sem raflínur og orku- öflun, samhliða mati vegna álversins. Norðurál telur að vísa hafi átt kæru Landverndar frá þar sem ekki sé hægt að kæra vegna þessa álita- efnis, auk þess sem kæran sé of seint fram komin. Í tilkynningunni er vísað í bréf umhverfisráðu- neytisins til Norðuráls frá 22. nóvember, þar sem segir að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfis- áhrifum álversins sæti ekki kæru til ráðherra. Því hafi kæran ekki áhrif á útgáfu framkvæmdaleyfis. „Það eru þeirra hagsmunir að tefja þetta sem lengst, úr því að menn ætla sér að halda áfram með þessum hætti, og standa fyrir vafasömum leyfisveit- ingum,“ segir Bergur. Hann segir félagið taka undir gagnrýni umhverfis- ráðherra á sveitarstjórnir Reykjanesbæjar og Garðs, sem hafi veitt framkvæmdaleyfi áður en ráðherra hafi úrskurðað um kæru Landverndar. „Þetta er einhvers konar sýndarleikur sem útgef- endur leyfisins standa fyrir, væntanlega með það fyrir augum að láta líta svo út að málið sé í höfn. Það er bara svo langt frá því að vera rétt,“ segir Bergur. Til dæmis sé ofsagt að búið sé að tryggja álverinu orku. Þannig hafi bæjarstjóri Grindavíkur sagt í við- tali við Víkurfréttir að félagið Suðurlindir muni ekki leggja stein í götu álvers í Helguvík, en orka af svæð- inu verði nýtt til uppbyggingar í Grindavík, ekki Helguvík. Hitaveita Suðurnesja muni þó væntanlega geta fengið orku annars staðar til að selja til álvers- ins. Rafmagnslínur vegna álversins þurfa að fara í gegnum alls níu sveitarfélög. Bergur segir Reykja- nesbæ og Garð beita önnur sveitarfélög ómaklegum þrýstingi til að leyfa línurnar. Ýmislegt sé eftir vegna línulagna, svo sem skipulagsbreytingar og umhverfis- mat. brjann@frettabladid.is Hart deilt um stöðu álversins í Helguvík Landvernd sakar Norðurál um að tefja kæru samtakanna á umhverfismati vegna álvers í Helguvík. Fráleit ásökun, segir forsvarsmaður Norðuráls. Útgef- endur framkvæmdaleyfis í sýndarleik, segir framkvæmdastjóri Landverndar. HELGUVÍK Fyrirhugað álver Norðuráls verður á mörkum sveitar- félagsins Garðs og Reykjanesbæjar. Steypuskáli og kerskálar verða í Garði en súrálstankar og hafnaraðstaða í Reykjanesbæ. IÐNAÐUR Yfirlýsingar sveitar- stjórnarmanna í Reykjanesbæ og Garði eru fyrst og fremst áróðursbragð til að afla álveri Norðuráls í Helguvík fylgis í miðjum tíðindum um kólnun í efnahagslífi, segir í yfirlýsingu frá Græna netinu, samtökum umhverfisverndarsinna í tengslum við Samfylkinguna. Jafnframt segir að álver í Helguvík hafi neikvæð áhrif í efnahagsmálum; seinki vaxta- lækkun Seðlabankans og lækkun verðbólgu. Þá muni álversfram- kvæmdir síst draga úr vanda byggðanna kringum landið. - bj Grænt net Samfylkingar: Áróðursbragð til að afla fylgis STJÓRNMÁL Inn- og útflutningur á hráu kjöti verður leyfður þegar Ísland lögfestir matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Unnið er að smíði frumvarps í sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu og hefur löggjöf Evr- ópusambandsins verið kynnt nefndarmönnum í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Matvælalöggjöf Evrópusam- bandsins er mikil að vöxtum og hafa Íslendingar þegar innleitt þá kafla hennar sem snúa að sjávar- útvegi en landbúnaðarkaflinn er eftir. Meðal þess sem breytist við upptöku löggjafarinnar er að margvíslegt eftirlit eykst til muna og er áætlað að eftirlits- kostnaður sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytisins og stofn- ana þess geti aukist árlega um allt að tugi milljóna króna. Þá verður inn- og útflutningur á ýmsum landbúnaðarvörum heim- ilaður en stjórnvöld geta eftir sem áður lagt tolla á vörurnar. Til dæmis verður heimilt að flytja inn hrátt kjöt en slíkur innflutn- ingur er nú óheimill. Arnbjörg Sveinsdóttir, for- maður sjávarútvegs- og landbún- aðarnefndar, segir óvíst hvort takist að leggja frumvarp um inn- leiðingu matvælalöggjafarinnar fram á þinginu sem nú stendur enda málið viðamikið og ýmsir endar þess enn óhnýttir. - bþs Tugmilljóna eftirlitskostnaður fylgir innleiðingu matvælalöggjafar Evrópusambandsins: Innflutningur á hráu kjöti heimilaður ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR Hefur þú áhyggjur af niður- skurði hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum? Já 78% Nei 22% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú búin(n) að kaupa páska- egg? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.