Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 10
10 14. mars 2008 FÖSTUDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið BRUSSEL, AP Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseti lagði mikið upp úr því að fá samþykki annarra leiðtoga Evrópusambandsríkjanna við áformum um stofnun svonefnds Miðjarðarhafssambands, banda- lags ESB og grannríkja við sunn- an- og austanvert Miðjarðarhaf, á leiðtogafundi ESB sem hófst í Brussel í gær. Áætlunin hefur reyndar tekið talsverðum breytingum frá því Sarkozy viðraði hugmyndina fyrst, en þá gekk hún út á að Frakkar hefðu forystu um að „byggja brýr“ til múslimalandanna sem eru næstu nágrannar Evrópu í suðri. Þjóðverjar og fleiri ESB- þjóðir settu sig upp á móti upp- runalegu áætluninni þar sem hún fól í raun í sér að Frakkar ykju alþjóðapólitísk áhrif sín en hinar ESB-aðildarþjóðirnar borguðu brúsann. Sarkozy kynnti áformin fyrir ESB-kollegum sínum yfir vinnu- kvöldverði í Brussel í gær og sagði þar meðal annars, að með því að hrinda þeim í framkvæmd væri ESB „að efna til nýs stigs sam- starfs“ við grannríkin í suðri. Sarkozy hyggst gera áætlunina að forgangsmáli franska ESB-for- mennskumisserisins á síðari helm- ingi þessa árs. Í áformunum er gert ráð fyrir að fyrir hinu nýja bandalagi fari tveir forsetar, annar frá ESB og hinn frá Miðjarðarhafsríkjunum utan ESB. Þeim til aðstoðar verði tuttugu manna fastalið embættis- manna. Annað varðandi stofnana- uppbyggingu og fjármögnun þessa nýja samstarfsvettvangs er enn að mestu á reiki. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, krafðist þess að öll ESB- ríkin hefðu jafna aðkomu að sam- starfinu, einkum og sér í lagi ef ætti að fjármagna það úr sameig- inlegum sjóðum ESB. Ráðamenn annarra ESB-ríkja, þar á meðal Bretlands, Ítalíu, Austurríkis og Spánar, lýstu pirringi yfir því sem þeir álíta vera tilraun Sarkozy til að keyra í gegn áætlun sem þeir sjá litla þörf fyrir, með tilliti til þess að þegar er í gildi samstarfs- áætlun ESB við Miðjarðarhafs- grannríkin sem andvirði 200 millj- arða króna renna til árlega. audunn@frettabladid.is Sarkozy þrýst- ir á kollegana Franski forsetinn kynnti fyrir leiðtogum hinna ESB- landanna í gær áform um stofnun Miðjarðarhafs- sambands. Ólíkar skoðanir eru uppi um þörfina á því. ALÞINGI Guðbjartur Hannesson, Samfylkingunni, vill að sérstak- lega verði fylgst með hvar ríkisstofnanir staðsetja störf á sínum vegum og vill ræða málið við ríkisstjórn. Enn fremur vill hann að sérstakar heimildir þurfi til að færa störf utan af landi til höfuðborgar- svæðisins. Guðbjartur lýsti þessari skoðun sinni í kjölfar gagnrýni þingmanna Framsóknarflokksins á að stjórnarflokkarnir, og þá sér í lagi Samfylkingin, stæðu ekki við fyrirheit um að störf yrðu flutt út á land. - bþs Guðbjartur Hannesson: Fylgst með stað- setningu starfa GUÐBJARTUR HANNESSON VIÐSKIPTI Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður hefur ekki enn fengið svar við spurningum sem hann beindi til Eignarhalds- félags Samvinnutrygginga í fyrra. Sigurður spurði um rekstur félags- ins og heimildir manna til þess að sýsla með fjármuni sem tryggj- endur lögðu til sem viðskiptavinir árið 1987 og 1988. Gift fjárfestingarfélag, sem stofnað var utan um eignir, skuldir og skuldbindingar Eignarhalds- félags Samvinnutrygginga í fyrra, er þriðji stærsti eigandi Existu hf., með 5,4 prósenta hlut, og fimmti stærsti eigandi Kaupþings, með 3,4 prósenta hlut. Verðmæti eigna félagsins nemur því tugum milljarða. „Ég sé ekki alveg að takmarkað- ur hópur manna, sem með ein- hverjum ráðum hefur komist yfir Eignarhaldsfélag Samvinnutrygg- inga, geti ákveðið að stofna fjár- festingarfélag upp úr því. Í mínum huga hefði verið eðlilegra að kom- ast að því hverjir eru eigendur félagsins áður en farið er út í að stofna fjárfestingarfélag,“ segir Sigurður G. Guðjónsson. „Ég bíð svara við spurningum mínum en þeim er ætlað að skýra stöðu fyrir fólki sem skipti við Samvinnu- tryggingar, og ég er að vinna fyrir.“ - mh Lítið sem ekkert vitað um hver á Gift fjárfestingarfélag: Spurningum um Gift ósvarað SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Margt óljóst varðandi Eignarhaldsfélag Samvinnu- trygginga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BROSAÐ Í BRUSSEL Sarkozy (í miðju) heilsar ráðherrum formennskuríkisins Slóveníu, Janez Jansa og Dmitri Rupel, við komuna á leiðtogafundinn í gær. NORDICPHOTOS/AFP ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 15 49 0 3 /0 8 + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug aðra leiðina, flugvallarskattar og gjöld. Sölutímabil: 13.–16. mars. Ferðatímabil: 1.–30. apríl. KAUPMANNAHÖFN Verð frá 8.800 kr.* Vortilboð: TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.