Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 38
Á sdís og Kolfinna kynnt- ust þegar þær störfuðu hjá Ríkissjónvarpinu fyrir tíu árum. Sú fyrrnefnda sem ritstjóri unglingaþáttarins Ó og sú síðarnefnda í Dagsljósi. Í haust lágu leiðir þeirra saman á sjón- varpsstöð Ingva Hrafns Jónsson- ar, ÍNN, þar sem Ásdís var með viðtalsþátt en Kolfinna með þátt um innflytjendamál. Í jólaboði hjá Ingva Hrafni kom upp sú hug- mynd að spinna þeim saman og gera þátt í anda „The View“ þar sem Whoopi Goldberg og Bar- bara Walters tala mjög opinskátt saman á sjónvarpsstöðinni ABC. „Persónulega hélt ég að þetta væri ekki hægt því ég taldi að Íslend- ingar gætu ekki tjáð sig opinber- lega um sín hjartans mál en annað hefur komið í ljós,“ segir Kolf- inna og segir að þær hafi langað til að brjóta upp þetta staðlaða við- talsform. „Mér fannst vanta per- sónulega vinkla á viðtöl og lang- aði að bæta úr því. Og svo finnst mér allt í lagi að þáttastjórnend- ur hafi skoðanir og láti þær uppi og í raun réttlætismál að áhorf- endur viti hvaðan við komum – það er hvort sem er ekki til neitt hlutleysi,“ segir Ásdís. Það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa horft á þáttinn að skoðanir þeirra skarast og þá verður fjör í sett- inu. Þær lögðu einnig upp með það að konurnar sem koma reglulega í þáttinn hefðu ólíkan bakgrunn, kæmu úr ólíkum geirum með ólík sjónarmið. Konurnar sem koma reglulega í þáttinn eru þær Ellý Ármanns, fyrrverandi þula, Björk Jakobsdóttir leikkona, Kol- brún Bergþórsdóttir blaðamað- ur, Katrín Júlíusdóttir alþingis- kona, Elísabet Jökulsdóttir skáld, Sigríður Klingenberg spákona og Guðrún Bergmann svo einhverj- ar séu nefndar. Auk þeirra koma reglulega aðrir gestir í þáttinn. Ásdís og Kolfinna segja að það sé ekki neitt mál að fá konur í þátt- inn og það sem einkenni þess- ar konur er hvað þær eru sterk- ar. „Þær vildu allar vera með og hafa komið okkur skemmtilega á óvart því þær hafa verið miklu persónulegri en okkur grunaði í byrjun. Það myndast yfirleitt frá- bær stemning í settinu og ósjálf- rátt verða allar svo einlægar og yndislegar,“ segir Ásdís en í þátt- unum hefur margt athyglisvert komið fram. Guðrún Bergmann sagði frá því að hún hefði verið misnotuð þegar hún var sex ára, Elísabet Jökulsdóttir sagði að hún væri inni á geðdeild en hefði bara fengið leyfi til að skreppa og koma í þáttinn, Ellý Ármanns sagði frá því að henni hefði verið hafnað af föður sínum. Þegar hún fór að tala um það kom í ljós að Björk Jakobs hefði líka lent í því. Í einum þætt- inum sagði Kolfinna frá því að hún hefði stolið maskara í Bónus og svo mætti lengi telja. Brjóta múra Þegar þær eru spurðar að því hvort þær fái aldrei bömmer eftir þáttinn segja þær svo ekki vera. „Jú, við erum vissulega að þenja mörkin og spyrja hvað má ræða og hvað ekki og þá hvers vegna. Mér finnst til dæmis sjálfsagt að spyrja alls konar spurninga og láta fólki eftir hvort og hvernig það svarar. Í einum þætti spurði ég stelpurnar hvort þær hefðu verið með konu. Kolfinna var sú eina sem svaraði játandi og fékk mikla athygli út á það í marga þætti,“ segir Ásdís. Kolfinna kippir sér ekkert upp við þetta. Þær eru báðar einhleyp- ar, en Ásdís er nýskilin við leik- arann Karl Ágúst Úlfsson. Fyrr á árinu var sagt frá skilnaðnum á forsíðu Séð og Heyrt. Þær töluðu um skilnaðinn í þættinum sínum. „Það var ekki hægt annað,“ segir Kolfinna. Þær segja að þátturinn eigi að brjóta múra og þá séu þær sjálfar ekki undanskildar. Eru þið ekkert hræddar við að lenda á forsíðunni á Séð og heyrt trekk í trekk þegar þið látið allt flakka? „Við nennum ekki að eyða lífinu í að vera hræddar og við erum alls ekki hræddar við að verða for- dæmdar. Ég held að konurnar sem eru í þessu setti hafi heldur aldrei hræðst neitt slíkt. Þær eru fegnar að fá að taka þátt í því að brjóta niður þessa múra,“ segir Ásdís. Algerlega óttalausar Hvernig verður maður óttalaus? „Með því að fara á námskeið,“ segir Kolfinna og þær fara að skellihlæja því henni finnst Ásdís vera allt of dugleg við að sækja námskeið. „Hún þarf að fara á námskeið til að læra að vera til, hvernig hún á að verða hamingju- söm, hvernig hún á að fá það og allt þetta. En ég tel að hún geti komist að þessu öllu sjálf án þess að sækja námskeið. Því um leið og þú ert komin á námskeið þá ertu komin í eitthvert hólf og mér finnst námskeið vera svolítið í ætt við sértrúarsöfnuði,“ segir Kolf- inna. „Kolfinna heldur nefnilega að ef maður heyrir eitthvað þá verði maður að taka það inn sem sann- leika en ég er búin að fatta að ég get heyrt alls konar hugmyndir og viðhorf og svo sortera ég úr hvað ég fíla og hvað ekki,“ segir Ásdís. Aðspurðar hvað sé mesta kikk- ið við að vera með svona djarf- an sjónvarpsþátt nefna þær laun- in og fara að skellihlæja. „Þetta er skemmtilegri vinna en hvað annað,“ segir Ásdís en Kolfinna segir að kikkið sé kannski ákveð- in þerapía. „Þegar ég kem út úr settinu er ég full af adrenalíni og til í allt. Við sitjum heilan klukku- tíma, fjórar til fimm konur, og þú getur ímyndað þér hvernig það er. Þegar við förum úr settinu að lokn- um þætti er stundum eins og við höfum lokið sálfræðisessjóninni,“ segir Kolfinna og Ásdís bætir því við að hún hafi mikla þörf fyrir að spyrja spurninga um samfélagið. Ásdís Olsen og Kolfinna Baldvinsdóttir hafa vakið mikla athygli fyrir sjónvarpsþátt þeirra, Mér finnst ..., á sjónvarpstöðinni ÍNN. Þær þora að tala um alla hluti og fá gesti sína til að opna sig upp á gátt. Þær sögðu Mörtu Maríu Jónasdóttur frá ást sinni á persónulegum vinklum í sjónvarpsþáttum. Besti tími dagsins: Kolfinna: Nóttin. / Ásdís: Morgnarnir eru ljúfir, hádegin skemmtileg og kvöldin notaleg. Líkamsræktin: Á.: Skokka, skíða og jóga. / K.: Reykjafjall – en ég bý við rætur þess. Diskurinn í spilaranum: Á.: Tónlistin úr leikritinu Gosa sem dóttur mín syngur og leikur í. / K.: Klapa Crikvenica frá Króatíu. Við hvaða aðstæður fáið þið gæsahúð: Á.: Þegar ég heyri ljúfar sögur og tón- list sem hreyfir við mér. / K.: Þegar ég les um, sé eða verð vitni að því að rétt- lætinu sé framfylgt. Uppáhaldsmaturinn: Á.: Hreindýrasteikin hans Inga og gæsin hennar Rögnu. / K.: Mozzarella. Hvað mynduð þið kaupa ef frúin í Hamborg gæfi ykkur milljón? Á.: Helgar- ferð til Barcelona fyrir mig og börnin. / K.: Hús yfir munaðarleysingjana í Líb- eríu. Hvað langar ykkur í? Á.: Humm. Einhvern til að hugsa um mig því ég hef ekki tíma til þess sjálf þessa dagana. / K.: Ég skil ekki spurninguna. Eftirminnilegasta sumarfríið: Á.: Vikudvöl með fjölskyldunni í Esalen, hippa- sumarbúðum á ströndvið San Fransiskó. Þetta var ótrúleg upplifun. Stelpurnar tíndu avokadó af trjánum, mjólkuðu geitina og við horfðum á leðurblökurnar út um gluggann á kvöldin. / K.: Þegar ég lenti í byltingunni í Ekvador. Ekki hræddar við neitt Útsala -Útsala Allir brúðarkjólar á 50% afslætti Laugavegi 101, sími 5521260 8 • FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.