Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 51
„Af hverju það er eins og það er. Af hverju hegðar fólk sér svona en ekki hinsegin? Mér finnst þetta vera ögrandi á þann hátt. Þarna leyfist að spyrja alls konar spurn- inga og fá alls konar fólk í heim- sókn,“ segir Ásdís. Karlmenn hafa ekki verið tíðir gestir í þættinum en þó hefur einn og einn dottið inn. „Karlmenn eru velkomnir í þáttinn en þeir svíkj- ast svolítið mikið undan. Ég veit ekki hvort þeir eru hræddir við okkur,“ segir Kolfinna en um- ræðuefnin í þáttunum hafa hingað til verið svolítið kvenlæg. Mikið talað um píkur og kræklótt leg. „Í byrjun vorum við meira að ræða um píkur og kynlíf, en núna erum við farnar að róast aðeins,“ segir Kolfinna en Ásdís er efins um það. „Ég er ekki viss um það, ég held að við séum bara orðnar svo vanar þessari opinskáu umræðu.“ Þær eru þó alls ekki á þeim buxunum að skipta um umræðuefni. „Einu sinni tókum við einn þátt þar sem við töluðum bara um leikhús og bókmenntir og mér fannst það ekki ganga upp,“ segir Kolfinna. Í þættinum er alltaf boðið upp á ávexti og te en Ásdís viðurkenn- ir að sumar séu alltaf með rauðvín eða bjór í bollunum sínum. Þurfa konur að vera undir áhrifum til að opna sig? Fá fullt af athygli Að vinna í sjónvarpi kallar á at- hygli. Finnið þið fyrir aukinni at- hygli frá karlpeningnum? „Þeir hlaupa töluvert mikið meira á eftir manni,“ segir Kolfinna og hlær en Ásdís segir að það sé ekki farið að reyna á það. „Ég er ekki byrjuð að fara út á lífið eftir skilnaðinn,“ segir Ásdís. Kolfinna segir að það verði gaman þegar hún byrji á því. Sjálf er hún part- íljónið í hópnum. „Ég hef það að lífsmottói að lifa lífinu lifandi. Ég eyði kvöldunum sjaldnast heima í sófanum og er dugleg að stunda alla menningarstarfsemi á Ís- landi,“ segir Kolfinna og bætir við með brosi „Svo hefur maður varla undan að svara öllum sím- tölunum frá aðdáendunum. Ég virðist heilla aðallega sjóarana,“ segir Kolfinna og hlær. Þegar þær eru ekki að stýra sjónvarpsþættinum, Mér finnst..., eru þær önnum kafnar. Ásdís er aðjúnkt við Kennaraháskóla Ís- lands í lífsleikni en Kolfinna er að gera heimildarmynd um inn- flytjendamál og að snapast eins og hún kallar það. „Ég er með fullt af verkefnum en þetta kallast víst að hórast og það er spurning hvort sá bransi sé betur borgaður,“ segir Kolfinna og er orðið heitt í hamsi. „Það var frétt um íslenska vænd- iskonu í blöðunum um daginn sem hljómaði svo vel að ég held ég myndi bara snúa mér að því ef ég væri atvinnulaus,“ segir Kolfinna og bætir því við að fréttin hafi verið svo jákvæð að hún hafi eig- inlega hljómað eins og það væri verið að kynna nýjan starfsvett- vang. Í fyrra flutti Kolfinna heim eftir að hafa verið á flakki um heiminn í tíu ár. Hún segir að það hafi verið svolítið skrítið að koma aftur til Íslands því það hafi margt breyst á þessum árum. „Frjáls- hyggjan og einstaklingshyggjan hafa tekið yfir og peningahyggjan er að drepa okkur. Hér eru allir að tala um vexti og sérhver er gúrú í fjármálaheiminum. Þegar ég var búin að vera í hálft ár hér var ég eiginlega orðin samdauna ástand- inu hérna en ég verð að viður- kenna að það var miklu skemmti- legra að vera nýkomin með glöggt gestsaugað,“ segir Kolfinna. 14. MARS 2008 FÖSTUDAGUR • 9 MORGUNMATURINN: Nýbakað „pain au chocolat“ úr næsta bakaríi er auð- vitað himneskt en það er líka hrein dásemd að fara á kaffihúsið Le pain qoutidien þar sem boðið er upp á ilm- andi brauð með heimalöguðu marm- elaði. SKYNDIBITINN: Um miðjan dag gerði ég stundum hlé á sólbaðinu til að fara í lúgusjoppu sem lét lítið yfir sér í gamla hverfinu. Þar fást baguette með tún- fiski, eggjum, tómötum og einhverju fleiru afskaplega hollu og góðu. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: La petite maison er yndislegur staður í gamla hverfinu. Hann er í fínni kantinum og býður til dæmis upp á ýmsa sér-Nice- verska rétti. Þarna átti ég eitt sinn dás- amlega kvöldstund með eiginmann- inum. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Markað- irnir eru skemmtilegastir hvort held- ur sem um er að ræða fiskmarkaðinn (þá morgna vaknaði ég við mávahlát- ur), antík- eða hinn sögufræga blóma- markað í Cours Saleya. Ekki að mér hafi leiðst að bregða mér í Paradísar- götu – eða rue Paradis – en þar halda meðal annars þau Chanel, Armani og Max Mara til. Þaðan er heldur ekki langt í hann Louis minn Vuitton. LÍKAMSRÆKTIN: Línuskautaferð eftir Promenade des Ang- lais sem liggur með- fram ströndinni. Best er að fara sem fyrst á morgnana til að eiga brautina út af fyrir sig og koma síðan við í góðu bakaríi á leiðinni heim. BEST GEYMDA LEYNDARMÁL- IÐ: Í seilingar- fjarlægð frá Nice eru fallegustu baðstrendur heims sem nánast er hægt að hafa út af fyrir sig. Þar er líka hægt að rekast á dásamleg lítil veitingahús sem bjóða jafn- vel aðeins upp á einn rétt í há- deginu eldaðan af húsmóð- urinni. Ekki er heldur langt í yndislega litla bæi svo sem Menton þar sem rithöfund- urinn Katherine Mansfi- eld reyndi að hrista af sér berklana hér um árið eða fjallaþorpið Éze þar sem Nietzsche skrifaði einn hluta af Svo mælti Sara- þústra. borgin mín NICE GERÐUR KRISTNÝ rithöfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.