Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 86
50 14. mars 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. dropa 6. járnstein 8. gap 9. hvoftur 11. tveir eins 12. stoð 14. öl 16. fisk 17. meiðsli 18. hreinn 20. þessi 21. treysta. LÓÐRÉTT 1. dægurs 3. eftir hádegi 4. eldsneyti 5. einkar 7. litbrigði 10. ferskur 13. fát 15. litlaus 16. stefna 19. óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2. leka, 6. al, 8. hol, 9. gin, 11. ll, 12. stýfa, 14. brugg, 16. ál, 17. mar, 18. tær, 20. sá, 21. trúa. LÓÐRÉTT: 1. dags, 3. eh, 4. kolagas, 5. all, 7. litblær, 10. nýr, 13. fum, 15. grár, 16. átt, 19. rú. Bæði Friðrik Ómar og Regína Ósk eru komin í stífa einkaþjálfun í World Class í Laugum. Þau ætla að vera í sem allra bestu formi þegar þau koma fram sem fulltrúar þjóðarinnar í Belgrad 22. maí. „Það eru akkúrat tveir mánuðir þangað til við förum út svo það er að duga eða drepast,“ segir Frið- rik Ómar, sem nú púlar 5-6 sinnum í viku hjá einkaþjálfaranum Yesmine Olsson. „Það er ekkert nema skyr og gulrætur alla daga og ég er búinn að vera að drepast úr harðsperrum. Þetta fór ferlega í taugarnar á mér til að byrja með. En þetta er allt að koma. Ég er svakalegur nammigrís en mun hafa þetta af. Ég ætla samt ekkert að missa mig í þessu. Mitt markmið er nú bara að ég passi í fötin.“ „Það er gott að hafa svona gulrót eins og Euro- vision, en ég held nú markmiðunum mínum fyrir sjálfa mig,“ segir Regína Ósk. „Þegar maður er svona mikið fyrir framan alla finnst mér nauðsyn- legt að mér líði sem allra best. Ef manni líður vel þá geislar maður meira.“ Regína hamast hjá Lindu Jónsdóttur einka- þjálfara. „Ég hef verið hjá henni annað slagið í gegn- um árin. Það munar miklu að hafa einkaþjálfara. Maður nær pottþétt árangri og það er gott að hafa einhvern sem bíður eftir manni. Ég mæti til hennar þrisvar í viku en fer stundum sjálf að brenna, oft í nýju stöðina í Turninum í Kópavogi. Það er mjög þægileg stöð.“ Þótt Regína og Friðrik æfi á sama stað æfa þau á ólíkum tíma og hittast sjaldan í Laugum. „Við vinnum nú svo mikið saman að það er gott að fá frí frá hvoru öðru í ræktinni. Svona til að halda neistanum lifandi,“ segir Friðrik Ómar og hlær. - glh Eurobandið kemur sér í form EKKERT NEMA SKYR OG GULRÆTUR Eurovision er gulrót Euro- bandins í ræktinni. „Hvernig dettur Karli Th. í hug þessi þvæla? Bull að maðurinn skuli láta þetta frá sér svona. Hann ætti í raun og veru að kíkja til Styrmis og læra mannasiði,“ segir Jónína Benediktsdóttir athafna- kona. Fréttablaðið greindi frá því í gær að harðskeyttum palladómi um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, í tímaritinu Herðubreið, sem kemur í búðir í dag, fylgi dálkur þar sem vitnað er í áður óþekkta bók eftir Jónínu: Ninna Nótt – taka tvö. Í Herðu- breið er gengið út frá því að Styrm- ir sé fyrirmynd persónu í bókinni sem heitir Sólon Árnason og er háskólarektor. Honum er „…lýst sem einum mesta valdamanni landsins, með umfangsmikil tengsl inn í stjórnmál og viðskipti, með öðru. Þeir sem til þekkja telja ekki vafamál að allmarga drætti úr lýs- ingunni á Sóloni megi rekja til Styrmis Gunnarssonar“, segir í Herðubreið. Jónína segir þetta hina mestu fjarstæðu. Varðandi bókina, sem EG miðlun gefur út, Íslandsprent prentaði og kom út árið 2005, þá er Jónína ekki að pukrast með hana. Síður en svo. Jónína var komin svo langt með skrifin að allt eins gott var að láta bókina í gegnum prent- vélarnar. En Jónína dró til baka alla kynningu. Hún stóð þá í ströngu í málaferlum við Frétta- blaðið í svokölluðu „tölvupósta- máli“. Jónína ákvað um þær mund- ir einnig að draga til baka framboð sitt um 5. sæti í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Jónína á þrjú bretti af bókinni og er síður en svo búin að afskrifa hana. „Hún verður kynnt til sögunnar svo um munar. Bókin er góð og sýnir hvernig karlmenn svívirða konur endalaust. Lýsir þeirri karlrembu og kvenfyrirlitningu sem ég hef kynnst. En henni hef ég ekki kynnst hjá Styrmi Gunnarssyni,“ segir Jónína. Hvað varðar þá ályktun Herðu- breiðarmanna og ritstjórans Karls Th. Birgissonar að Sólon sé Styrm- ir segir Jónína það mikinn dóna- skap að setja fram. Sem reyndar kemur Jónínu ekki á óvart úr þeim ranni. „Hvaða Samfylkingarsnepill er þetta? Með Kristrúnu Heimis- dóttur [aðstoðarkonu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráð- herra] í ritnefnd,“ spyr Jónína og telur ótrúlegt bull og þvælu að láta svona nokkuð frá sér. „Hins vegar getur Sólon verið hvaða karl sem er. Ég mun útskýra þessa bók í öðrum ritum sem ég mun senda frá mér á næstunni. Karl mætti líta sér nær. Sólon er að finna nær honum en hann grunar. Hann þarf að lesa betur í sitt nánasta umhverfi.“ Jónína segir jafnframt að það komi að því að hún muni útskýra sinn málstað betur í stríði við menn eins og Karl Th. En það sé ekki tímabært enn – fólk sér ekki alla myndina enn. Og sumir eru blindari en aðrir. „En þetta er mitt svar. Algjört bull. Og þessi dreng- ur ætti að skammast sín að fabúl- era svona,“ segir Jónína. jakob@frettabladid.is JÓNÍNA BEN: KARL TH. BIRGISSON SKAMMIST SÍN FYRIR DÓNASKAPINN Styrmir ekki Sólon rektor „Það er eitthvað mikið að í sálar- lífi Bubba. Ég þekki þetta af eigin raun. Ég var svona sjálfur. Fullur hroka og fældi fólk frá mér,“ segir kántrítónlistarmaðurinn Johnny King. Hann bætist nú í góðan hóp tón- listarmanna sem styður Bigga í Maus heils hugar eftir óvægin ummæli Bubba Morthens þess efnis að Biggi væri falskur söngv- ari og falskheitin smituðust yfir í skrif Bigga í Monitor-tónlistar- tímaritið. Má ásamt Johnny King nefna þá Árna Johnsen, Geir Ólafsson og Jójó sem allir eru á því að ólíðandi sé að menn „drulli með þessum hætti yfir kollega sína“, eins og Johnny orðar það afdráttarlaust. „Bubbi ætti aðeins að deyfa ljós- in í mælaborðinu, skipta um stöð og hlusta á eitthvað annað en sjálf- an sig,“ segir Johnny King. Hann telur Bubba vinna ómældan skaða með vægðarlausum ummælum sínum. Þannig er Johnny með lítið stúdíó á Akur- eyri og tekur upp söng fólks sem ekki fær mikil tækifæri. En nú sé svo komið að fólk, sem fengið hefur útreið hjá Bubba bæði í Idolinu og svo Bandinu hans Bubba, þori ekki að opna munn- inn. „Það er alvarlegt þegar svo djúpir draumar sem söngdraumar eru drepnir. Jaðrar við glæp,“ segir Johnny. Hann er nú að undir- búa útgáfu 15 laga disks með Kúrekum norðursins sem mun bera heitið Outlaws og kemur út á næstunni. „Þeir sem heyrt hafa segja þetta albesta kántrí sem komið hefur út á Íslandi. Diskur- inn kemur út í maí.“ - jbg Johnny King hjólar í Bubba kóng JOHNNY KING Bætist nú í góðan flokk tónlistarmanna sem fordæma vægðarlaus ummæli Bubba í garð Bigga í Maus. BUBBI MORTHENS Hefur kallað yfir sig reiði kollega sinna með afdráttarlausum dómum sínum um Bigga. „Auðvitað er þetta bara bölvuð þrjóska í manni að vera ekki hættur.“ Valgarður Guðjónsson, Fræbbblunum, í viðtali við Pressuna í ágúst 1992. „Þessi þrjóska er ennþá til staðar. Við erum alla vega búnir að gefa út tvær stór- ar plötur síðan þetta var og sú þriðja er á leiðinni á næsta ári,“ segir Valgarður nú. Jakob Frímann Magnússon, for- maður Ftt, boðar til mikils blaðamanna- fundar í hádeginu á Hótel Borg. Frétta- blaðið hefur hlerað að þar standi til að kynna mikla og æsispennandi pílagrímsför tón- listarmanna til Liverpool um mán- aðamótin maí-júní. Til stendur að hinir fornfrægu Hljómar komi fram í Cavern-klúbbnum við þetta tæki- færi og að fara á tónleika Pauls McCartney. Óttar Felix Hauksson verður einn leiðang- ursstjóra en á hádegi verður opnaður vefur ftt.is undir yfirskriftinni „fyrstur kemur fyrstur fær“. Við frumsýningu á kvikmyndinni Heiðinni eftir Einar Þór með Jóhanni Sigurðar- syni í aðalhlut- verki í Háskóla- bíói rann myndin sitt skeið á enda, eins og lög gera ráð fyrir, og þegar kreditlistinn byrjaði að rúlla tóku frumsýningar- gestir til við að klappa. Venjan er að aðstandendur fari við svo búið upp á svið og þakki en nú brá hins vegar svo við að forráðamenn Háskólabíós létu opna dyrnar út um leið og kreditlistinn fór að rúlla, sem áhorfendur tóku sem merki þess að þeir ættu að drífa sig út. Klappið hætti því og fólk fór. Leikstjóri, leikarar og aðrir aðstand- endur stóðu því uppi í hálftómum sal og enginn mórall fyrir því að fara upp á svið í lokin. Þetta sveið ýmsum sárt, ekki síst ungum leikurum sem ekki eru vanir því að sjá frumsýningar á kvikmyndum. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR Hætti við kynningu bókarinnar á sínum tíma en sá tími mun koma að hún kynni sinn málstað í ritum sem væntanleg eru. STYRMIR GUNNARSSON Jónína segir að Karl Th. ætti að kíkja til hans og læra mannasiði. NINNA NÓTT Lykilróman eftir Jónínu og lýsir þeirri karlrembu og kvenfyrirlitn- ingu sem hún hefur kynnst. En ekki frá Styrmi þó. KARL TH. BIRGISSON Þessi drengur ætti, að mati Jónínu, að skammast sín fyrir dónalegar fabúleringar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.