Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 15. mars 2008 — 74. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG da gar til paska i 8 „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is 50 TÓNLIST Bob Dylan leikur ásamt hljómsveit sinni í Egilshöll mánu- daginn 26. maí. Hljómsveitina hefur Dylan kallað „bestu hljóm- sveit sem ég hef unnið með“ en saman hafa Dylan og hljómsveitin leikið víða um heim síðustu árin. Dylan er í fantaformi um þessar mundir og spilar sín vinsælustu lög á tónleikum. Þetta verður í annað sinn sem meistarinn leikur á Íslandi. Bob Dylan er tvímælalaust einn af risum rokksögunnar og hefur haft gríðarleg áhrif á hana. Hann hefur gert 32 hljóð- vers plötur á ferlinum, hin fyrsta kom út árið 1962, en sú nýjasta, Mod- ern Times, kom út árið 2006. Dylan á tíu plötur á frægum lista Rolling Stone-tímaritsins yfir 500 bestu plötur allra tíma, þar af tvær plötur á topp tíu. Aðeins Bítlarnir státa af betri árangri, eiga ellefu plötur á listanum. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Concert á heiðurinn að tónleikum Dylans og hefur unnið að komu hans hingað í tvö ár. - glh / sjá bls. 62 Einn af risum rokksögunnar er væntanlegur í Egilshöll þann 26. maí: Bob Dylan spilar í Grafarvogi SPILAR ALLA SMELLINA Bob Dylan er væntanlegur ásamt hljómsveit. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu vinnur nú að breyttu skipulagi á hundahaldi embættisins. Starfshópur vinnur að hugmyndum um að fá nýja hunda sem sinni öðru en leit að fíkniefnum. „Það er ekkert launungarmál að okkar hugmyndir eru þær að nýta betur þá hunda sem eru í umdæm- unum á suðvesturhorninu,“ segir Hörður Jóhannesson aðstoðarlög- reglustjóri. „Það hafa ekki verið teknar neinar endanlegar ákvarðanir en það sem við erum að velta fyrir okkur er tvennt; í fyrsta lagi að í ljósi þess að tollgæslan á svæð- inu er með allnokkra hunda sem eru sérþjálfaðir til fíkniefnaleit- ar þá getum við fengið fullnægj- andi þjónustu hjá þeim. Sé staðan sú, höfum við hug á að fá okkur annars konar hunda, til að mynda svokallaða valdbeitingarhunda, sem eru notaðir ef einhverjar róst- ur verða. Jafnframt erum við að huga að leitarhundum sem ekki leita að fíkniefnum heldur að munum og jafnvel lífsýnum.“ Hörður bendir á að í umræddum umdæmum séu nú margir fíkni- efnaleitarhundar, fleiri en þörf er fyrir. Hagkvæmara væri að sam- nýta hundana með tollgæslunni og koma upp annars konar lögreglu- hundum á höfuðborgarsvæðinu. Slík samvinna embætta lögreglu- og tollyfirvalda á svæðinu verði þá angi af því góða og vaxandi sam- starfi sem nú er. Hörður segir að lögð sé áhersla á að skoða fyrst samstarf um fíkni- efnaleitarhunda. Því hafi núver- andi vinnufyrirkomulagi verið sagt upp með góðum fyrirvara. Síðan verði nýir hundar fengnir. „Þetta er einungis spurning um skipulag,“ útskýrir hann. „Við höfum verið með fimm eða sex hundamenn á stundum og reynt ýmiss konar fyrirkomulag á liðnum árum, bæði lögreglan í Reykjavík og síðan á höfuðborgarsvæðinu. Nú erum við að skoða sóknarfæri til að gera þetta liprara og að ekki haldi öll embætti fíkniefnaleitarhunda. Gæði þeirra og virkni byggist á því að þeir séu í stöðugri æfingu.“ - jss Lögreglan vill hunda til valdbeitingar Svokallaðir valdbeitingarhundar og hundar sem leita að munum og lífsýnum eru að líkindum það sem koma skal hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. NÁTTÚRA Ekki er víst að allir séu ánægðir með að sjá þennan myndarlega geitung sem Ágúst Leifsson húsasmíðameistari og félagar hans rákust á við vinnu sína á Þinghólsbraut í gær. Að slík skordýr séu vöknuð af vetrardvala er þó greinilegt merki um að vorið sé á næsta leiti. Erling Ólafsson, skordýrafræðing- ur hjá Náttúrufræðistofnun, segir suma geitunga liggja inn undir húsþökum sem hitni með hækk- andi sól. „Einmitt nú um miðjan mars fara því hlutirnir að gerast.“ Þá greindi Ríkisútvarpið frá því í gær að sést hefði til og heyrst í lóum í Grafarholtinu. Eru það fyrstu fréttir af því að vorboðinn ljúfi sé kominn til landsins. - ovd Skordýr vakna af dvala: Vorið er á næsta leiti FYRSTU MERKI VORKOMUNNAR Geitungurinn sem heilsaði Ágústi Leifs- syni var nokkuð dasaður eftir langan svefn undanfarna mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mannslífum bjargað með símtali Jónas Gunnar Allansson og Bjarney Frið- riksdóttir voru friðargæsluliðar á Srí Lanka þegar samkomulagið um vopnahléið var rofið. 34&35 formúla 1LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 Formúla 3 líka í beinni Íslendingarnir í Formúlu 3 verða í beinni á Stöð 2 Sport. BLS. 6 N O RD ICPH O TO S/G ETTY IM A G ESFYLGIR Í DAG HANDBOLTI Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari Noregs, segir að leikir við Norðmenn um páskana, sem forsvarsmenn Handknatt- leikssambands Íslands segjast hafa afþakkað, hafi verið slegnir út af borðinu í Noregi í nóvember. HSÍ hafi klúðrað málinu með því að svara ekki tölvupósti frá norska handknattleikssambandinu. Klúðrið uppgötvaðist fyrir mánuði en ekki var greint frá raunverulegri ástæðu þess á blaðamannafundi á fimmtudag. „Það hefði hugsanlega mátt orða hlutina öðruvísi,“ sagði Guðmund- ur Ingvarsson, formaður HSÍ. - hbg / sjá síðu 58 HSÍ kom ekki hreint fram: Noregsleikir voru ekki í boði Bjartviðri Í dag verður bjart og fallegt veður. Helgin er kjörin til úti- vistar og má gera ráð fyrir hægviðri um allt land. Með bjartviðrinu má svo búast við talsverðu frosti og jafnvel góðum skilyrðum til að sjá norðurljós í kvöld og nótt. VEÐUR 4 -1 -1 -2 3 3 HEFUR RÆKTAÐ KETTI Í 13 ÁR Er kattarækt gróðafyrirtæki eða rándýr hugsjón? VIÐTAL 38 ÁHRIF FRÁ ASÍU Hönnuðir sækja innblástur til hins dularfulla austurs. ÞAÐ VAR DURAN DURAN! Menntaskólinn í Reykjavík bar sigurorð af Menntaskólanum á Akureyri í spurningakeppninni Gettu betur í gærkvöldi. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegarann en Akureyringunum tókst að jafna metin með ævintýraleg- um hætti í síðustu þremur spurningunum fyrir bráðabanann. Í úrslitaspurningunni var spurt um hljómsveitina Duran Duran. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /D A N ÍE L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.