Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 2
2 15. mars 2008 LAUGARDAGUR HVOLSVÖLLUR Sveitarstjórn Rang- árþings ytra hyggst stækka sorp- urðunarsvæði sitt á Strönd og leyfa byggingu kjúklingabús aust- an urðunarsvæðisins samkvæmt auglýstri aðalskipulagsbreytingu. Íbúar eru margir afar ósáttir við þessi áform en á Strönd er einn fjölsóttasti golfvöllur landsins. „Mér finnst einfaldlega með ólík- indum að sveitarstjórnarmenn skuli láta sér detta í hug að setja sorpstöð og kjúklingaeldishús við hliðina á einni mestu perlu sýsl- unnar,“ segir Óskar Pálsson, for- maður golfklúbbs Hellu. Segir hann golfvöllinn á Strönd senni- lega næstfjölsóttasta ferðamanna- stað Rangárvallasýslu en á fjórum sumarmánuðum spila um fimmt- án þúsund kylfingar á Strandar- velli. Hafa íbúar og kylfingar áhyggj- ur af lyktar- og hljóðmengun frá kjúklingaeldinu enda verði húsin um 500 metra frá golfvellinum. „Þetta rýrir verðmæti lands- ins í kring,“ segir Guðmundur Ómar Helgason, kúabóndi í Lamb- haga sem á land að umræddu svæði. Finnst honum með ólíkindum að hafa sorpstöð í miðju byggðarlaginu. Rusl muni menga grunnvatn og Rangárnar, sem eru miklar lax- veiðiár. „Við eigum ekki að grafa ruslið fyrir ofan garðinn.“ Í sama streng tekur Jósep Bene- diktsson, bóndi í Varmadal, sem á stóran hluta þess lands sem liggur að umræddu svæði. „Mér finnst ekki passa að framleiða matvöru alveg ofan í sorpurðunarstað.“ Varmadalur er um þúsund hekt- ara jörð og að mestu undir trjá- rækt. Jósep hafði hugsað sér þann hluta sem snýr að sorpstöðinni sem útivistarsvæði og fyrir sum- arbústaði en telur nú stóran hluta jarðarinnar óseljanlegan. Örn Þórðarson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segist ekki hafa heyrt af óánægju íbúa. „Hins vegar kemur þetta mér ekki á óvart. Það er alveg rétt sem bent er á að þarna er þetta tiltölulega nálægt hvort öðru, urðunarstaður annars vegar og matvælafram- leiðsla hins vegar.“ Segir hann starfsleyfi urðunarstaða vera með þeim hætti að mengun eigi ekki að geta borist í mat. Hann tekur undir mikilvægi golfvallarins. „Staðsetningin er hentug en hún er í miðju landbún- aðarhéraði og þetta er svolítið erf- itt að samhæfa.“ Örn segir mestu af almennum úrgangi ekið til förgunar í Árnes- sýslu. „Við erum með tvær bestu laxveiðiár á landinu hérna sitt hvoru megin við urðunarsvæðið og auðvitað þurfum við að skoða að þarna verði ekki umhverfis- slys. Þetta er í skipulagsferli og við erum að kalla eftir athuga- semdum,“ segir Örn að lokum. olav@frettabladid.is Hávaði frá kjúklingum skelfir kylfinga á Hellu Jarðeigendur og félagar í Golfklúbbi Hellu eru ósáttir við áform um stækkun sorpurðunarsvæðis og byggingu kjúklingabús við golfvöllinn á Strönd. Sveitar- stjóri segir erfitt að samhæfa starfsemi sem öll sé mikilvæg sveitarfélaginu. STRANDARVÖLLUR Golfvöllur hefur verið á Strönd frá 1981 en Golfklúbbur Hellu var stofnaður 1952. MYND/EDWIN ÖRN ÞÓRÐARSON noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Helgarveislan er hafin! 43% afsláttur 1.998 kr.kg. Lamba rib eye Gunnlaugur, verður dagskráin ekki of formúlukennd? „Góð formúla er aldrei of oft kveðin.“ Sjónvarpsstöðin Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarrétt á Formúlu 1. Gunn- laugur Rögnvaldsson er umsjónarmaður Formúlunnar. „Þetta var ágætlega friðsamlegt samkomulag,“ segir Magnús Pét- ursson, forstjóri Landspítalans um samkomulag hans og Guð- laugs Þórs Þórðarsonar, heil- brigðisráðherra um að hann léti af störfum auk Jóhannesar M. Gunnarssonar, framkvæmda- stjóri lækninga. Magnús segist hafa heyrt af fyrirhuguðum breytingum nokkru áður en endanlega niður- stöðu ráðherra hefði hann ekki fengið fyrr en í gærmorgun. Hann kvaðst ekki tjá sig um ástæður uppsagnarinnar en vís- aði á Guðlaug Þór en ekki náðist í hann vegna málsins í gær. Magn- ús kvaðst ekki Magnús hefur verið forstjóri Lansdpítalans í níu ár og unnið að mjög viðamiklum breytingum innan þessa fjölmennasta fyrir- tæki landsins , svo sem samein- gingu spítalans við Hringbraut og í Fossvogi. Hann lætur af störfum þann 1. apríl en Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Björn Zoëga, fram- kvæmdastjóri lækninga, á Land- spítala, munu sameiginlega gegna starfi forstjóra spítalans þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn, en gert er ráð fyrir að hann taki við störfum 1. septemb- er eftir að heilbrigðisráðuneyti hefur auglýst starfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur nafn Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi forstjóra ítrekað verið nefnt innan spítalans þegar umræður um hver næsti stjórn- andi spítalans verði en í hana náðist ekki í gær. Björn sagði á hann myndi áfram vinna að uppbyggingu spítalans og aðhaldi í rekstri. Hann hefði ákveðnar hugmyndir en vildi ekki útlista þær frekar fyrr en hann væri búinn bera þær upp við starfsfólk. Magnús og Jóhannes ætla báðir að vinna áfram innan spítalans. - kdk Magnús Pétursson lét óvænt af störfum sem forstjóri Landspítalans í gær: Ágætlega friðsamlegt samkomulag MAGNÚS PÉTURSSON GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON IÐNAÐUR Framkvæmdir hófust við fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík í gærmorgun. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, og Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Garði, afhentu Ragnari Guð- mundssyni, forstjóra Norðuráls, byggingarleyfi fyrir álverið. „Þetta er jákvætt skref í löngu ferli,“ segir Ragnar. „Við finnum fyrir miklum áhuga á álverinu á Reykjanesi hjá sveitarstjórnar- mönnum, stéttarfélögum og almenningi.“ Álverið verður byggt í tveimur áföngum. Þeim fyrri á að ljúka árið 2010 og þeim síðari 2015. Þá á framleiðslugetan að vera komin í 250 þúsund tonn. - bj / sþs Álver Norðuráls í Helguvík: Bæjarstjórar afhentu leyfið FRAMKVÆMDIR HEFJAST Árni Sigfússon, Oddný Harðardóttir og Ragnar Guð- mundsson handsala byggingarleyfið. MYND/VÍKURFRÉTTIR Sex sumarhátíðir Útlit er fyrir að haldnar verði sex hátíðir af ýmsu tagi í Borgarbyggð í sumar. Hér er um að ræða Borgfirð- ingahátíð í júní, tónlistarhátíðirnar IsNord og Reykholtshátíð, Spari- sjóðs mótið í fótbolta, Sauðamessu og hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis dráttarvélarinnar. BORGARBYGGÐ Farþegaskip strandar Yfir 300 manns var í gær bjargað af farþegaskipi sem strandaði við strönd grísku eyjarinnar Poros, sem er nærri Aþenu. Enginn slasaðist. GRIKKLAND MENNTUN Leikskólaráð hefur fallið frá því að koma á fimm ára bekkjum í nokkrum grunnskólum Reykja- víkurborgar í haust. Þessu hefur verið frestað, en hugmyndin er enn til skoðunar. „Það er augljóst að við erum ekki að fara að keyra þetta í gegn af offorsi fyrir haustið,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs. Stefn- an hafi verið tekin á árið 2009. Hugmyndin hafi fyrst verið kynnt síðastliðið haust. Augljóst hafi verið frá upphafi að tillagan, sem samþykkt var 13. febrúar, myndi ekki ná fram að ganga í ár. Nú sé málið hjá embættismönnum borgarinnar, eins og gert hafi verið ráð fyrir í upphafi. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, varaborgarfull- trúi Samfylkingarinnar, sagði hér í blaðinu í lok síð- asta mánaðar að tillagan væri „óraunhæf og þoku- kennd“. „Þau segjast hafa brunnið inni á tíma. En auðvit- að fóru þau af stað með illa ígrundaða hugmynd, sem hefur mætt mikilli mótstöðu víða, til dæmis hjá Félagi leikskólakennara,“ segir hún. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi F-lista og varaformaður leikskólaráðs, sagði í Fréttablaðinu 1. mars að hún teldi að hægt yrði að skrá fimm ára börn í grunnskóla fyrir veturinn. - kóþ Formaður leikskólaráðs Reykjavíkur segir ráðið ekki vilja fara fram í offorsi: Fimm ára bekkjum frestað UMHVERFISMÁL Samtökin Saving Iceland reistu táknræna stíflu við skrifstofur Landsvirkjunar í gær og kölluðu Háaleitisvirkjun. Með þessu var hugsanlegri virkjun neðri Þjórsár mótmælt og samstöðu lýst yfir með þeim sem berjast fyrir verndun árinnar. Minnt var á alvarleg og óafturkræf áhrif af stíflum og virkjunum á náttúruna, lífríkið og samfélagið. Í tilkynningu taka samtökin fram að engu skipti hvort virkjað sé í þágu gagnavers eða álvers. „Það er eyðilegging árinnar sem barist er gegn,“ segja þau. - kóþ Saving Iceland mótmæla: Reistu stíflu við Landsvirkjun BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERS- DÓTTIR ÞORBJÖRG HELGA VIG- FÚSDÓTTIR AKRANES „Tregða bankanna hefur orðið til þess að verulega hefur dregið úr ásókn í byggingalóðir,“ segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi. Gísli segir að búið sé að skila aftur fjórtán til sautján lóðum af sjötíu sem úthlutað var á Akranesi fyrir tveimur mánuðum. „Áður höfðum við ekki undan við að útbúa nýjar lóðir.“ - ovd Skortur á fé til húsbygginga: Færri vilja lóðir á Skaganum GÍSLI S. EINARSSON AKUREYRI Snæfinnur snjókarl hefur komið sér makindalega fyrir á Ráðhústorginu og verður þar um sinn, nema hlýni mjög. Nemendur á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri reistu þennan stærsta snjókarl landsins og var lokahönd lögð á verkið í gær eftir klukkan þrjú þegar tyllt var hatti á kauða með aðstoð krana. Snæfinnur er um átta metra hár. Þegar ljósmyndara Fréttablaðs- ins bar að garði voru börn að leik undir karlinum stóra og létu sér veturinn vel líka. - kóþ Stórhuga Norðlendingar: Snæfinnur risinn að nýju SNÆFINNUR SNJÓKARL Snæfinnur var tignarlegur að sjá á torginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.