Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 4
4 15. mars 2008 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borg- arstjórn Reykjavíkurborgar, ósk- aði eftir því í borgarstjóratíð sinni að borgarlögmaður kannaði hvort tilefni væri til þess að endurskoða samning um sölu á hlut Reykja- víkurborgar í Landsvirkjunar. Þessi beiðni var lögð fram eftir að tilkynnt var um stofnun Lands- virkjunar Power, útrásararms fyrirtækisins. „Mér vitandi stend- ur þessi skoðun ennþá yfir,“ segir Dagur í tillögu sem lögð var fram í borgarráði síðastliðinn fimmtu- dag. Kristbjörg Stephensen staðfesti við Fréttablaðið að skoðunin væri á verkefnalista embættis borgar- lögmanns en að hún væri ekki formlega hafin. Reykjavíkurborg seldi 45 pró- senta hlut sinn í Landsvirkjun til ríkisins um áramótin 2006 til 2007 fyrir um 27 milljarða króna. Landsvirkjun var verðmetin á um 59 milljarða. Byggði salan á því verðmati. Eins og greint var frá í greinum í Fréttablaðinu 1. og 2. nóvember í fyrra telja margir verðmatið á Landsvirkjun hafa verið illa unnið og niðurstöðuna úr því ekki í takt við raunverulegt verð félagsins, sem sé miklu hærra. Í tillögu Dags segir að enn meira tilefni sé til endurskoðunar á sölunni eftir að „nýlegt ársupp- gjör [Landsvirkjunar] leiddi til þeirrar niðurstöðu að arður árs- ins 2007 var 28,5 milljarðar. Eig- infé Landsvirkjunar hækkar raun- ar um 28,4 milljarða króna í 99,2 milljarða króna“. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og formaður borgar- ráðs, segir tillögu Dags ekki í takt við raunveruleikann. „Degi B. Eggertssyni hlýtur að vera ljóst að markaðsverð einstakra fyrir- tækja ræðst ekki af hagnaði eða tapi tiltekins árs. Á þeim tíma sem verðmatið var unnið, af færum sérfræðingum sem Reykjavíkurborg, með R-listann í meirihluta, og ríkið fengu til verksins, þótti verðmiðinn sem fallist var á eðlilegur,“ segir Vil- hjálmur. Par X viðskiptaráðgjöf mat Landsvirkjun til verðs fyrir borgina og ríkið. Vilhjálmur telur Dag misskilja grundvallarþætti í málinu. „Vill Dagur að ríkið geri kröfu á okkur ef Landsvirkjun sýnir tap eitt- hvert árið? Ég hugsa ekki. Hagn- aður ársins 2007 byggir að stórum hluta á útreikningi á innbyggðum afleiðum í orkusölusamningum, eins og staðan var um áramótin. Þetta er ekki innleyst frekar en gengishagnaður áður fyrr. Þess vegna getur afkoma Landsvirkj- unar versnað stórlega ef álverðs- ferlarnir falla úr þeim hæðum sem þeir eru í núna. Þeir sem eru að mæla þessum viðskiptum í mót núna eru að stilla sér upp eins og þeir hafi vitað alla tíð að álverðið myndi hækka frá því viðskiptin voru gerð.“ magnush@frettabladid.is Fól borgarlögmanni að endurskoða sölu Dagur B. Eggertsson fól borgarlögmanni að endurskoða samninga um sölu Reykjavíkurborgar á 45 prósent hlut í Landsvirkjun í borgarstjóratíð sinni. Dag- ur misskilur grundvallarþætti í málinu, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. ÍRAK, AP Lögregla í Mosul í Írak hefur borið kennsl á lík kaþ- ólska erkibiskupsins Paulos Faraj Rahho. Líkið hafði verið dysjað utan við borgina. Óvíst er hvort hann var myrtur eða hvort hann lést af öðrum orsökum. Rahho var rænt af byssumönn- um í lok febrúar þegar hann var á leið heim frá messu. Þrír sam- ferðamenn hans féllu í árásinni. Enginn hefur lýst ábyrgð á mann- ráninu á hendur sér. Söfnuður Rahho er stærsti hópur kristinna íbúa Írak, sam- tals ein milljón talsins. Meðlim- ir segja þetta enn eina árásina á kristna minnihlutann í Írak. - bj Erkibiskup í Írak fannst látinn: Mannræningjar földu líkið JÓRDANÍA, AP Þriðjungur þing- manna í Jórdaníu hefur skorað á ríkisstjórn landsins að rjúfa stjórnmálatengsl við Danmörku vegna ítrekaðra birtinga teikn- inga af Múhameð spámanni í dönskum dagblöðum. Alls skrifuðu 38 af 110 þing- mönnum landsins, þar á meðal stjórnarþingmenn, undir áskor- un til ríkisstjórnarinnar. Þar var einnig skorað á hana að reka danska sendiherrann úr landi. - bj Framhald Múhameðsteikninga: Þingmenn vilja rjúfa tengsl MÓTMÆLI Dönsku Múhameðsmyndun- um hefur verið mótmælt víða í Mið-Aust- urlöndum að undanförnu, hér í Teheran. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI „Þetta hefur verið leið- rétt. Tölurnar voru vitlaust slegn- ar inn í reiknilíkan hjá okkur,“ segir Tómas Örn Kristmunds- son, framkvæmdastjóri upplýs- ingasviðs Seðlabanka Íslands, um rangar tölur um erlenda stöðu þjóðarbúsins sem birtust á vef- síðu bankans. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær reiknaði Seðla- bankinn vitlaust út erlenda stöðu þjóðarbúsins fyrir skemmstu og leiðrétti síðar villuna. Fyrst var sagt að skuldin væri 1.845 millj- arðar en rétt tala er nú sögð vera 1.584 milljarðar. Sem er mesta skuld miðað við íbúafjölda í heim- inum. „Þetta getur vissulega haft áhrif á trúverðugleika bankans en þetta hefur sem sagt verið leið- rétt,“ segir Tómas Örn. - mh Milljarða villa Seðlabankans: Innsláttarvilla að baki skekkju NEYTENDUR Samtök ferðaþjónust- unnar vilja að stjórnvöld lækki álögur á eldsneyti, þar sem ekki sé fyrirsjáanlegt að eldsneytis- verð lækki á næstunni. Í tilkynningu frá samtökun- um kemur fram að farþegaflutn- ingar í ferðaþjónustu séu mjög umfangsmiklir og að hækkun eldsneytisverðs hafi haft mikil áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustu. Hækkunin skili sér út í verðlag fyrirtækjanna. Samtökin benda á að ferðaþjón- ustan skili þrettán prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Hækkandi verð á eldsneyti geri Ísland ekki að fýsilegum kosti fyrir ferðamenn. - sgj Samtök ferðaþjónustunnar: Vilja lægri álög- ur á eldsneyti STJÓRNMÁL Finnur Ulf Dellsén heimspekingur hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Steingríms J. Sig- fússonar, formanns Vinstrihreyf- ingarinnar græns framboðs. Finnur var einn þriggja kosningastjóra Vinstri grænna á höfuðborgar- svæðinu fyrir síðustu alþingis- kosningar. Hann útskrifaðist úr heimspeki í okt- óber síðastliðn- um og hefur kennt heimspeki við Menntaskól- ann í Reykjavík. „Nýja starf- ið leggst mjög vel í mig. Ég hef leyst Guðfríði Lilju af sem framkvæmdastjóri þingflokks og síðustu mánuði hef ég verið í almennum störfum fyrir þing- flokkinn,“ segir Finnur. - ovd Aðstoðarmaður formanns VG: Líst mjög vel á nýja starfið FINNUR ULF DELLSÉN Ferðaskrifstofa LANDSVIRKJUN Verðmatið á Lands- virkjun sem stuðst var við þegar ríkið keypti helmingshlut í fyrirtækinu hefur lengi verið umdeilt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON DAGUR B. EGGERTSSON FANGAFLUG Flugvél af gerðinni Beechcraft 350C með bandarískt skráningarnúmer, N4466A, milli- lenti á Keflavíkurflugvelli í hádeg- inu í gær. Grunur lék á að um svo- kallað fangaflug á vegum CIA gæti verið að ræða og var farið um borð í vélina. Andrés Ottósson, deildarstjóri hjá Tollgæslunni á Keflavíkur- flugvelli, segir að vélin hafi verið tollafgreidd og farið hafi verið um borð. Aðeins hafi tveir flugmenn verið um borð, annað ekki. Vélin hafi millilent til að taka eldsneyti. Vélin kom frá Stafangri í Noregi og var á leiðinni til Syðri-Straums- fjarðar á Grænlandi. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórn- ar á Keflavíkurflugvelli, staðfestir að vélin hafi lent um korter í eitt og farið aftur í loftið um hálftvö á leið til Grænlands og væntanlega ætlað þaðan til Bandaríkjanna. Í norska dagblaðinu Aftenposten kom fram í gær að flugvélin hefði komið frá Brno Turany í Tékklandi. Hún hefði lent í Stafangri til að taka olíu og haldið svo áfram til Keflavíkur. Ekki væri vitað hvað væri um borð en vélar af þessu tagi væru sérstaklega innréttaðar fyrir fangaflutninga. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem CIA-flugvél fer þessa leið frá Aust- ur-Evrópu,“ sagði í Aftenposten og bætt við að þrettán til fimmtán vélar hefðu farið þessa leið í gegn- um Noreg og Ísland á árunum 2003- 2005. Norskir stjórnmálamenn tóku upplýsingarnar um flugvélina mjög alvarlega og óskuðu eftir rannsókn. - ghs LENTI Í KEFLAVÍK Þessi flugvél, sem er af gerðinni Beechcraft 350C, lenti á Kefla- víkurflugvelli í gær til að taka eldsneyti. Bandarísk tveggja hreyfla flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær: Leitað að föngum í CIA-vél VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 7° 8° 5° 3° 6° 12° 16° 14° 12° 10° 23° 22° 13° 21° 13° 31° 14° Á MORGUN Hæg breytileg átt víðast hvar. MÁNUDAGUR Snýst í SV-átt víða um land. -2 -1 -1 -1 -2 -7 -2 -3 4 4 2 3 0 3 3 2 3 6 4 1 1 1 2 1 3 1 1 3 3 0 1 3 BJART OG FALLEGT VEÐUR Það verður fallegt útivistarveð- ur á öllu landinu um helgina, þurrt að mestu, hiti 0-5 stig víðast hvar og hægur vindur. Það má einnig búast við talsverðu frosti í nótt. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur GENGIÐ 14.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 140,8457 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 69,78 70,12 141,51 142,19 108,56 109,16 14,554 14,64 13,637 13,717 11,477 11,545 0,6933 0,6973 114,1 114,78 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.