Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 8
8 15. mars 2008 LAUGARDAGUR 1 Hvaða stofnun setti nýverið Íslandsmet í reikniskekkju? 2 Hvað heitir skáldsaga at- hafnakonunnar Jónínu Ben? 3 Hvaða tvö lið kepptu til sig- urs í spurningakeppninni Gettu betur í gærkvöldi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir utanríkis- ráðherra fer til Afganistans á sunnudag. Tilgangur ferð- arinnar er meðal annars að „fá ákveðna tilfinningu fyrir stöðu mála á þessu svæði“, sagði Ingibjörg Sól- rún á blaðamannafundi í gær. Af öryggisástæðum var ekki gefið upp hvert hún fer eða hverja hún hitt- ir. „Ástæðan fyrir því að við erum að fara í þessa ferð er sú að Afganistan er það mál sem er efst á dagskrá núna, hvort sem það er hjá Sameinuðu þjóðunum, Nató, Örygg- isstofnun Evrópu, á fundum nor- rænna utanríkisráðherra eða á tví- hliða fundum með utanríkisráðherrum ann- arra landa. Og það er mjög líklegt að svo verði áfram,“ sagði Ingibjörg. „Það skiptir mig því miklu máli þegar ég þarf að ræða þessi mál og taka afstöðu til þeirra að ég hafi ákveðna tilfinningu fyrir stöðu mála á þessu svæði.“ Með Ingibjörgu í för verður starfsfólk ráðu- neytisins og friðargæslunnar auk fjölmiðlafólks. Öryggisgæsla verð- ur í höndum fimm sérsveitar- manna lögreglunnar sem fylgja hópnum. Ferðin stendur fram á skírdag. - sþs Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á leið út: Vill tilfinningu fyrir stöðunni í Afganistan INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR ORKA Iðnaðarráðherra segir gagnaver Verne Holding í Kefla- vík ekki ráða úrslitum um hvort Þjórsá verði virkjuð eður ei og að engin rök séu til virkjunar út frá því einu saman. Fyrirvari Landsvirkjunar um þetta sé því „hreinn óþarfi“ sem ráðherranum hafi ekki verið kunn- ugt um þegar hann fagnaði undir- ritun samningsins opinberlega. Greint hefur verið frá því að í téðum samningi Landsvirkjunar við Verne Holding um raforkusölu til fyrirhugaðs gagnavers í Kefla- vík sé sá fyrirvari að Landsvirkj- un fái virkjunarleyfi í neðri hluta Þjórsár. „Landsvirkjun á ekki aðra virkj- unarkosti en í Þjórsá fyrir hátæknina. Það er því eðlileg var- færni að setja í orkusölusamninga fyrirvara um að heimildir fáist fyrir virkjun,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins frá 11. mars. Einnig segir að þetta feli „ekki í sér nein- ar kröfur eða skilyrði á hendur þriðja aðila“. Upplýsingarfulltrúi Landsvirkj- unar, Þorsteinn Hilmarsson, hefur verið spurður um þennan fyrir- vara og hvort Landsvirkjun myndi hugsanlega víkja frá honum, þannig að hún seldi raforkuna án virkjunarleyfis. Hann hefur ekki viljað svara þessu beint út, heldur ítrekað að þetta sé „klár fyrir- vari“. Á miðvikudag sagði hann þó að fyrirvarinn snerist um að fyrir- tækið væri ekki skuldbundið til að útvega rafmagnið, fáist ekki leyf- ið. Hann væri „ekki stórpólitísk yfirlýsing“. Iðnaðarráðherra telur að umrædd orka sé nú þegar til í kerfinu og vísar til þess að á annað hundrað megavött hafi „legið úti“ í Sultartangavirkjun til skamms tíma, án þess að aðgangur að raf- orku hafi rofnað mikið. Gagnaver- ið þarfnast 25 megavatta. „Og stjórn Landsvirkjunar hefur sagt að hún muni ekki selja orku til nýrra álvera. Ef þeir ætla að ráðast í umfangsmiklar fjár- festingar þá leiðir af sjálfu sér að þeir þurfa að hafa markað fyrir þá orku. Komdu með tíu gagnaver og þá skulum við tala saman!“ segir ráðherra. Hann vill þó ekki tjá sig um afstöðu sína til hugsanlegrar virkjunar í ánni; það gerði hann vanhæfan til að taka um það ákvörðun seinna meir. klemens@frettabladid.is Ekki virkjað fyrir gagnaver Iðnaðarráðherra segir að gagnaver í Keflavík muni ekki ráða úrslitum um hvort virkjað verði í Þjórsá eða ekki. Talsmaður Landsvirkjunar segir ekki af eða á hvort rafmagnið verði selt án virkjunar. ÞJÓRSÁ ÚR LOFTI Iðnaðarráðherra fagnar hátækniverum en kveður gagnaver Verne Holding eitt og sér ekki ráða úrslitum um hvort ráðist verði í að virkja Þjórsá. MYND/LOFTMYNDIR Og stjórn Landsvirkjunar hefur sagt að hún muni ekki selja orku til nýrra álvera. Ef þeir ætla að ráðast í umfangsmiklar fjárfestingar þá leiðir af sjálfu sér að þeir þurfa að hafa markað fyrir þá orku. Komdu með tíu gagnaver og þá skulum við tala saman! ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON IÐNAÐARRÁÐHERRA KÍNA, AP Vestræn ríki bera höfuðábyrgð á gróðurhúsaáhrifun- um og taka ekki nægilegt tillit til gríðarlegs mannfjölda í Kína þegar þau gagnrýna kínversk stjórnvöld. Þetta segir Yang Jiechi, utanríkis- ráðherra Kína. Hann sagði að þróuð ríki yllu margfalt meiri útblæstri en Kína, miðað við íbúafjölda. „Ef ein manneskja borðar þrjár brauð- sneiðar í morgunmat og þrjár manneskjur borða eina hver. Hver ætti að fara í megrun?“ - bj Kínverjar um mengun: Þróuð ríki bera mesta ábyrgð MENGUN Ýmsir íþróttamenn hafa lýst áhyggjum af mengun í Peking vegna Ólympíuleikanna í haust. NORDICPHOTOS/AFP FJÖLMIÐLAR Ríkisútvarpið á að veita aðgang að ráðningarsamningum við dagskrárstjóra útvarps og sjónvarps, samkvæmt úrskurðar- nefnd um upplýsingamál. Ritstjóri Vísis.is, Óskar Hrafn Þorvaldsson, kærði Ríkisútvarpið til nefndarinnar þegar honum var neitað um upplýsingar um laun Sig- rúnar Stefánsdóttur og Þórhalls Gunnarssonar. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að bera úrskurð nefndarinnar undir dómstóla. „Mér finnst ótrúlegt að Ríkisútvarpið ætli að eyða almannafé í lögfræðikostnað fyrir héraðs- dómi eftir að hafa eytt hundruðum þúsunda í lögfræðikostnað vegna bréfaskrifta við mig og úrskurðarnefnd um upplýsingamál í þessu máli,“ segir Óskar Hrafn. „Miðað við hversu miklu fjármagni þeir eyða í að halda upplýsing- um um laun þeirra Þórhalls og Sigrúnar frá almenningi mætti halda að þeir hafi eitthvað að fela.“ „Við teljum málið þess eðlis að það sé eðlilegt að láta reyna á það fyrir dómstólum,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Hann segir úrskurð- inn hafa komið á óvart og málið sé í farvegi hjá lögfræðingum. Þá segist Páll ekki vita hversu mikið málaferlin muni kosta. „Ég held að þetta séu engar stórkostlegar upphæðir, þetta er bara ákveðið prinsipmál og það er eðlilegt að það fari til dómstóla.“ Svipað mál kom upp í fyrra þegar Ómar Bene- diktsson, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, neitaði að gefa blaðamanni Vísis.is upplýsingar um mánaðarlaun Páls. Umboðsmaður Alþingis tók málið til skoðunar og minnti stjórn fyrirtæk- isins á að upplýsingar um föst laun opinberra starfsmanna væru ekki undanþegnar aðgangi almennings. Ríkisútvarpið hefur beðið úrskurðarnefndina um að fresta gildistöku úrskurðarins, og hefur Óskar andmælt þeirri beiðni. Hún verður tekin fyrir á þriðjudag. - þeb / sþs Ríkisútvarpið á að veita aðgang að launum dagskrárstjóra sinna: Útvarpsstjóri með launamál fyrir dómstóla ÚTVARPSSTJÓRINN Páll segir eðlilegt að úrskurður nefndarinnar um launaupplýsingar fari fyrir dómstóla. Málið hafi fordæmisgildi og því sé rétt að ljúka því í eitt skipti fyrir öll. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.