Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 15. mars 2008 11 AUSTURRÍKI, AP Ráðamenn og almenningur í Austurríki minntast þess nú með ýmsu móti að rétt sjötíu ár eru liðin frá innlimun landsins í Þýskaland nasismans, eða „tengingunni“ (Anschluss) eins og sá gerningur er almennt kallaður í sögubókum. Um milljón Austurríkismanna flykktist á Hetjutorg í miðborg Vínar hinn 15. mars 1938 til þess að fagna „foringjanum“ Adolf Hitler. Þremur dögum áður höfðu þýskir hermenn farið yfir landa- mærin til að tryggja að sameining- in gengi snurðulaust fyrir sig. Á torginu var á miðvikudagskvöld kveikt á 80.000 kertum til minn- ingar um gyðinga og fleiri austur- rísk fórnarlömb nasismans. - aa Sjötíu ár frá innlimun: Austurríki minn- ist innlimunar í Þýskaland MINNINGARSTUND Tímamótanna var minnst á þingfundi í Vín. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUSSEL, AP Útlit er fyrir að Króatar ljúki aðildarviðræðum sínum tímanlega til að geta gengið í Evrópusambandið árið 2010. Þetta sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, eftir fund með króatíska forsætisráðherranum Ivo Sanader í Brussel á fimmtudag. Stjórnvöld í Króatíu eiga enn verk fyrir höndum í að koma á endurbótum í dóms- og stjórn- kerfinu til að uppfylla aðildarskil- yrðin. En þau hafa þegar yfirstig- ið stórar hindranir, bæði að því er varðar samstarf við stríðsglæpa- dómstól SÞ í Haag og deilu við Slóveníu og Ítalíu um fiskveiði- lögsögu í Adríahafi. - aa Króatía og Evrópusambandið: Útlit fyrir inn- göngu árið 2010 SANADER OG BARROSO Segja aðildar- viðræðum Króatíu ljúka á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Farþegaskip strandar Yfir 300 manns var í gær bjargað af farþegaskipi sem strandaði við strönd grísku eyjarinnar Poros, sem er nærri Aþenu. Enginn slasaðist, að sögn talsmanns grísku strandgæslunnar. GRIKKLAND SERBÍA, AP Boris Tadic Serbíufor- seti hefur leyst upp þing og boðað kosningar hinn 11. maí næstkom- andi. Er þetta í samræmi við vilja þingsins eftir að upp úr ríkis- stjórnarsamstarfinu slitnaði vegna ágreinings um stefnuna gagnvart Evrópusambandinu eftir að aðild- arríki þess ákváðu að viðurkenna sjálfstæði Kosovo, í óþökk Serba. Kosningarnar eru taldar munu skera úr um grundvallarstefnu Serba; hvort þeir haldi áfram að stefna inn í Evrópusambandið eða hvort þeir snúi frekar til baka til þjóðerniseinangrunar í stíl við þá stefnu sem við lýði var á valdatíma Slobodans Milosevic. - aa Serbíuþing leyst upp: Kosningar boð- aðar 11. maí BRETLAND, AP Fleiri breskar fjölskyldur búa við sára örbirgð nú en áður en Verkamannaflokk- urinn komst til valda. Þetta segir þingmaður Íhaldsflokksins. Þingmaðurinn Chris Grayling sagði að 1,8 milljónir fjölskyldna, 400 þúsund fleiri fjölskyldur en árið 1998, byggju við mikla fátækt. „Þetta er áfellisdómur yfir ferilskrá Gordons Brown forsætisráðherra í velferðarmál- um,“ sagði Grayling. Talsmenn verkamanna sögðu Grayling nota rangar reikniað- ferðir. Ríkisstjórn Browns hefur einsett sér að eyða fátækt barna fyrir árið 2020. - sgj Félagsleg þróun í Bretlandi: Fátækum fjöl- skyldum fjölgar GAZA, AP Liðsmenn samtakanna Heilagt stríð íslam, herskárra samtaka Palestínumanna, skutu á milli tíu og tuttugu sprengiflaug- um frá Gazasvæðinu inn yfir Suður-Ísrael aðfaranótt fimmtu- dags. Árásin var gerð í hefndar- skyni fyrir að ísraelsk sérsveit drap daginn áður einn af leið- togum samtakanna á Vesturbakk- anum. Árásirnar sýnd hve fall- valtar tilraunir til að koma á óformlegu vopnahléi milli Hamas- samtakanna og Ísraela eru. Ísraelski varnarmálaráðherr- ann Ehud Barak sagði að öryggis- sveitir Ísraela myndu halda áfram að elta uppi herskáa Palestínu- menn sem viðriðnir væru árásir á Ísraela. Talsmaður Ísraelsstjórn- ar, Mark Regev, sagði stjórnina líta svo á að Hamas bæri ábyrgð á sprengiflaugaárásunum, þar sem þau færu með völd á Gaza. Framan af vikunni virtist þíða vera að komast á. Þá kallaði Isma- il Haniyeh, forsætisráðherra Hamas-stjórnarinnar á Gaza, eftir vopnahléi. Meðal skilyrða fyrir því nefndi hann að alþjóðasamfé- lagið viðurkenndi í reynd stjórn Hamas á Gaza. Fyrir vikið myndu friðarumleitanir, sem bandarískir ráðamenn hafa verið að reyna að koma áleiðis, geta haldið áfram. - aa Herskáir Palestínumenn senda hrinu sprengiflauga frá Gaza yfir Ísrael: Spillir horfum á vopnahléi ISMAIL HANIYEH Hamas-leiðtoginn vill vopnahlé með skilyrðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.