Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 12
12 15. mars 2008 LAUGARDAGUR LÖGREGLUKONUR ÚTSKRIFAST Írakskar lögreglukonur fylgjast í gegnum andlitsslæður sínar með útskriftarathöfn í lögregluskóla í borginni Karbala. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÍNA, AP Mótmæli gegn yfirráðum Kínverja í Tíbet, sem búddamunkar fóru fyrir, voru í gær kæfð með valdi. Til óeirða kom á götum Lhasa, hinnar fornu höfuðborgar Tíbet, lögregla beitti skotvopnum og eldur var borinn að bílum og verslunum. Í útvarps- fréttum var sagt að tveir menn hefðu látið lífið. Þetta voru fjölmennustu mótmælin gegn kínversk- um yfirráðum í nærri tvo áratugi, en 57 ár eru síðan kommúnistastjórn Maós innlimaði Tíbet í Kína. Fréttirnar af mótmælunum koma á óþægilegum tíma fyrir ráðamenn í Peking, nú er þeir eru í aðdraganda Ólympíuleikanna að reyna að miðla þeirri ímynd af Kína út á við að þar ríki eining og framþróun á öllum sviðum. Mótmælin hófust á mánudag undir forystu hundr- uða búddamunka og svo virðist sem fjöldi óbreyttra Tíbeta hafi flykkst að til að taka þátt í þeim. Dalai Lama, útlægur andlegur leiðtogi Tíbeta, lýsti því yfir í gær að kínversk yfirvöld yrðu að hætta að beita ofbeldi gegn mótmælendum. Sagði hann mótmælin í Tíbet „staðfesta djúpstæða andúð tíbetsku þjóðarinnar“ á hinum kínversku yfirráðum. - aa Kínversk yfirvöld beita valdi gegn mótmælendum í Tíbet: Tíbetar rísa upp gegn kúgun MÓTMÆLT Lögregla í Katmandú í Nepal þjarmar að búdda- munkum sem sýndu samstöðu með mótmælendum í Tíbet. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Persónuverndarsjón- armið og formkröfur ganga of langt þegar úrskurðað er um hvort almenningur og fjölmiðlar hafi rétt á aðgangi að gögnum sem tengjast stjórnsýslu hins opinbera. Þetta segir Kjartan Bjarni Björg- vinsson, lögfræðingur og aðstoð- armaður umboðsmanns Alþingis. Hann veltir því fyrir sér hvort markmið upplýsingalagana skili sér sem skyldi. Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál staðfesti í fyrra ákvörðun níu ráðuneyta, sem synjuðu Frétta- blaðinu um aðgang að yfirliti kred- itkorta ráðherra vegna ársins 2006. Í dómsmála-, heilbrigðis- og sam- gönguráðuneytinu fengust þau svör að ráðherrar notuðu ekki kreditkort á vegum ráðuneyta sinna eða eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra orðaði það: „Ég hef alla mína ráðherratíð komist af án greiðslukorts á vegum ríkis- ins og aldrei leitt hugann að því að óska eftir slíku korti.“ Árni Mathiesen fjármálaráð- herra brást þó reiður við þegar Fréttablaðið óskaði eftir símavið- tali við hann um sjónarmið hans varðandi kortin, eða eins og hann sagði: „Þetta er bara ómerkilegt, subbulegt mál þar sem verið er að reyna að gera heiðarlegt fólk að skúrkum algjörlega að ástæðu- lausu.“ Í úrskurði úrskurðarnefnd- arinnar sagði einnig að stjórnvaldi væri ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi né afhenda slík gögn nema þau væru hluti af gögn- um sem vörðuðu tiltekið mál sem stjórnvaldið hefði tekið til með- ferðar. Þau rök úrskurðarnefndar- innar telur Kjartan Bjarni einnig gagnrýniverð. „Það á ekki að vera skilyrði fyrir aðgangi að gögnum að stjórnvöld hafi fjallað um þau með skipu- lögðum hætti. Það er ekki í anda þess göf- uga markmiðs upplýsinga- laganna að opna fyrir lýðræðis- lega umræðu, enda er stjórnvöld- um með því eiginlega í sjálfsvald sett hvað er opið fyrir aðgangi og hvað ekki,“ segir hann. „Rök úrskurðarnefndarinnar fyrir því að upplýsingar sem færð- ar eru inn með kerfisbundnum hætti í bókhald stjórnvalds féllu utan gildissviðs upplýsingalag- anna voru að verulegu leyti byggð á afmörkun gagnvart persónu- verndarlögum. Ég velti fyrir mér hvort kreditkort sem ráðherra fær alfarið til að nota í nafni emb- ættisins og fyrir peninga skatt- borgara komi persónuvernd við,“ segir Kjartan Bjarni. „Ef þetta væri persónuleg kort ættu persónuverndarsjónarmið að sjálfsögðu við en þar sem hér er um að ræða kort sem beinlínis er ætlast til að séu notuð í nafni ráðuneytis- ins fæ ég ekki skilið þessi rök,“ bætir hann við. karen@frettabladid.is Of miklar kröfur um form og persónuleynd Aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis efast um að upplýsingalögin sem sett voru til að gera stjórnsýslu gegnsærri virki sem skyldi. Hann telur undarlegt að ekki fáist upplýsingar um notkun ráðherra á kortum á vegum ráðuneyta. ARMENÍA, AP Robert Kocharian Armeníuforseti hefur aflétt rit- skoðunarhömlum af fjölmiðlum. Lögin voru liður í neyðarlögum sem hann setti um mánaðamót- in til að binda enda á ólgu vegna ásakana stjórnarand- stæðinga um kosningasvik í nýafstöðnum forsetakosning- um. Bann við fjöldafundum og verkföllum verður þó áfram í gildi. Í kjölfar kosninganna 19. febrúar sem starfandi forsætis- ráðherra, Serzh Sarkisian, vann samkvæmt opinberum úrslit- um, mótmæltu þúsundir stuðn- ingsmanna mótframbjóðandans Levons Ter-Petrosian í Jerevan. Á þau mótmæli bundu stjórn- völd enda með lögregluvaldi, sem kostaði átta manns lífið. - aa Kosningaspenna í Armeníu: Forseti slakar á neyðarlögum ROBERT KOCHARIAN MÓTMÆLI Samtök hernaðarand- stæðinga kynntu nýlega aðgerðir sínar á alþjóðlegum mótmæladegi gegn stríðinu í Írak sem er í dag. Þá var kynnt tíu atriða aðgerða- áætlun til að tryggja frið í Írak en hún byggist í meginatriðum á til- lögum alþjóðlegu friðarrannsókn- arstofnunarinnar. Að hernámi í Írak verði hætt og Írak end- urheimti fullveldi sitt er meðal þess sem áætlunin tiltekur. Þá verði skuldir Íraks afskrifaðar og bætur greiddar vegna viðskipta- bannsins, innrásarinnar og her- námsins. Samtökin standa fyrir útifundi á Ingólfstorgi klukkan eitt í dag. - ovd Hernaðarandstæðingar: Stríðinu í Írak verður að linna ÍRAN, AP Aðeins fáeinir kjósendur mættu á kjörstaði í Teheran í gær, sem þótti vísbending um að kjósendum þætti vart taka því að kjósa þar sem úrslitin væru gefin fyrir fram. Fastlega var búist við því að harðlínumenn, bandamenn Ahmadinejad forseta, myndu sem fyrr hljóta langflest þingsæti. Á þeim fáu kjörstöðum í Teheran þar sem röð myndaðist kusu flestir þá frambjóðendur sem eru bandamenn Ahmadinejads. Umbótasinnar, sem vilja aukið lýðræði og betri tengsl við Vesturlönd, gegndu algeru jaðarhlutverki í kosningunum þar sem flestum frambjóðendum úr þeim herbúðum var bannað að bjóða fram. - aa Þingkosningar í Íran: Úrslitin sögð gefin fyrir fram Á KJÖRSTAÐ Í TEHERAN Ungur klerkur greiðir atkvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fastur í brekku vegna hálku Ökumaður gámaflutningabíls þurfti að óska eftir aðstoð til að komast upp brekkuna í Múla í enda Jökuldals um miðnætti á miðvikudagskvöldið. Þurfti að kalla til veghefil sem dró bílinn upp brekkuna en mikil hálka var á veginum. Litlar umferðartafir urðu vegna þessa. LÖGREGLUFRÉTTIR Framkvæmdastjóri ráðinn Þórður H. Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóð- garðs. Hann er efna- og rekstrar- tæknifræðingur og hefur starfað í umhverfisráðuneytinu síðan 1992. UMHVERFISRÁÐUNEYTI VINNUMARKAÐUR Nesfiskur í Garði lokar frá miðjum júlí fram í miðj- an ágúst í sumar og verður það í fyrsta skipti sem slíkt er gert. Ævar Jónasson, framkvæmda- stjóri Nesfisks, segir óljóst hvort skólafólk verði ráðið eins og fyrri sumur, engin ákvörðun hafi verið tekin. „Við höfum tekið tíu til fimmt- án skólakrakka í vinnu á sumr- in en ég veit ekki hvað verður í sumar, við eigum eftir að sjá það betur þegar nær dregur. En mán- aðarstoppið kemur klárlega niður á skólakrökkunum því að það er á þeim tíma sem krakkarnir væru í vinnu hjá okkur,“ segir Ævar. - ghs Nesfiskur í Garði: Lokar í sumar í fyrsta skipti A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Eldunartæki, kælitæki, og uppþvottavél í eldhúsið þitt. Sannarlega góð hugmynd! A T A R N A Þú slærð í gegn með Siemens BJÖRN BJARNASON ÁRNI MATHIESEN KJARTAN BJARNI BJÖRGVINSSON KEMUR ÞÉR EKKI VIÐ Almenningur greiðir fyrir það sem keypt er fyrir kreditkort á vegum ráðuneyta en má ekki vita hvað keypt er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.