Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 22
 15. mars 2008 LAUGARDAGUR E ini gallinn hans er reyndar ansi stór. Hann er Valsari,“ segir Sigurður Gylfi Magnússon, sagnfræðingur og KR- ingur, bróðir Helga Magnússon- ar, formanns Samtaka iðnaðar- ins. Viðmælendur Fréttablaðsins minnast enda lítið á galla Helga, heldur segja allir sem einn að hér fari maður sem sé mörgum kostum búinn. Helgi var ómyrk- ur í máli um stöðu efnahagsmála á síðastliðnu iðnþingi. Þar krafðist hann þess meðal annars að vaxtastefnu Seðlabankans yrði breytt. Menn ættu ekki að sætta sig við sjálfskaparvíti. Fólkið í kringum Helga lýsir honum enda sem manni sem taki afgerandi afstöðu til mál- anna. Hann sé ennfremur trúr sínum málstað og fastur fyrir. Þetta eigi ekki eingöngu við vinnuna, heldur alla hans tilveru. Þá sé hann mikill keppnismaður og umfram allt traustur. Maður sem fylgist vel með, ekki einungis fréttum heldur lesi mikið um samfé- lagsmál. Arna Borg Einarsdóttir, eiginkona Helga, lýsir honum sem skemmtilegum, góðum og afskap- lega traustum manni. Þau kynntust norður á Akureyri, þar sem hún bjó, þegar Helgi var fyrir norðan í veiðiferð. Arna segir að Helga láti kannski betur að vera baksviðs en í framlínunni. „En hann lætur sig hafa það. Hann lætur verkin tala.“ Aðra sögu sé kannski að segja um heimilisstörfin. Seint verði sagt að hann sé húslegur, en hann sé mjög snyrtilegur og gangi vel um. „Ég get sagt að hann lætur mjög vel að stjórn en í þessum efnum er hann frumkvæðislaus með öllu,“ segir Arna og hlær. Árin með Helga, sem bráðum fylla aldarfjórðung, hafi verið mjög góður tími. Sigurður Gylfi, bróðir hans, segir að Helgi sé strangheiðarlegur, með afgerandi réttlætiskennd sem einkenni alla hans hugsun. „Hann er skemmti- legur og sjarm er- andi. Það er gaman að vera í kringum hann.“ Sigurður Gylfi segir að Helgi lesi mjög mikið. Ekki einungis margt sem viðkomi þjóðfélagsmál- um, heldur líka bókmenntir. Hann eigi gott bókasafn, kaupi mikið af bókum og lesi tugi þeirra á hverju ári. „Það er erfitt að gefa honum bækur í jólagjöf. Það er allt eins líklegt að hann hafi þegar keypt þær,“ segir Sigurður Gylfi. „Það var líka togstreita í honum. Hann velti því fyrir sér að læra íslensku í Háskól- anum en viðskiptin höfðu vinninginn, eins og hjá karli föður okkar.“ Sigurður Gylfi bætir því við að þótt Helgi geti verið harður í horn að taka sé hann mjög traustur og mjög mikill vinur vina sinna. Magnús Hregg- viðsson, viðskipta- fræðingur og löggiltur fyrir- tækjasali, hefur verið vinur Helga í fjóra áratugi frá því að þeir gengu saman í Verzlunar- skóla Íslands. Hann segir að Helgi sé vel til forystu fallinn. „Hann er afar traustur og pottþéttur, áreiðan- legur og orðheld- inn. Þá er hann með skemmtilegri mönnum. Í Helga felst einnig sjarmerandi festa, sem stundum getur orðið þrjóska.“ Viðmælendur eru einnig allir sam- mála um að Helgi sé trúr sínum málstað, vinum og fjölskyldu. Þótt hann sé mikill Valsari hafi hann ætíð stutt börnin sín vel, þótt þau hafi keppt fyrir Gróttu á Seltjarnar- nesi. „Þegar þau eru að keppa stendur hann á hliðarlínunni og gargar á dómarann eins og hann sé á landsleik,“ segir Arna Borg. „Hann hefur tekið mikinn þátt í skóla- og íþróttastarfi barnanna í gegnum tíðina.“ Hann las ekki mikið fyrir börnin þegar þau voru yngri heldur ræddi mikið við þau um lífið og tilveruna. Jón Bjarni Gunnarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, hefur unnið með Helga í tuttugu ár. Hann minnist margra veiðitúra og lýsir Helga með stöngina á árbakkanum þar sem hann segi ýmsar sögur af mönnum og málefnum. „Hann talar alveg ofboðs- lega mikið,“ segir hann hlæjandi. „Honum líkar vel að hafa orðið.“ MAÐUR VIKUNNAR Lætur verkin tala HELGI MAGNÚSSON ÆVIÁGRIP Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, fæddist 14. janúar árið 1949. Hann er sonur Katrínar Sigurðardóttur húsmóð- ur og Magnúsar Helgasonar, framkvæmdastjóra Hörpu. Helgi er alinn upp í Reykjavík og gekk í Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1970. Þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands, þaðan sem hann lauk prófi í viðskiptafræðum fjórum árum síðar. Árið 1975 hlaut hann réttindi sem löggiltur endurskoðandi. Helgi kynntist eiginkonu sinni Örnu Borg Einarsdóttur fyrir tæpum aldarfjórðungi, þegar hann var við veiðar norður í landi. Þau eiga þrjú börn; Magnús Örn, Sunnu Maríu og Arnar Þór. Hlín, elsta barn þeirra, dó tæplega ársgömul. Helgi hóf starfsferil sinn hjá Endurskoðunarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar og starfaði þar árin 1970 til 1976. Næsta áratuginn starfaði hann á eigin endurskoðunarskrifstofu. Þá tók hann við starfi forstjóra ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Árið 1988 varð hann ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar og gegndi því starfi til ársins 1992. Þá varð hann framkvæmdastjóri Hörpu og svo Hörpu-Sjafn- ar, þar til fyrirtækið var selt um áramótin 2004-5. Ári síðar tók hann við formennsku í Samtökum iðnaðarins. Samfara því hefur hann setið í framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Helgi hefur lengi verið á kafi í félagsstörfum. Hann sat í Stúdenta- ráði á háskólaárunum, ritstýrði Verzlunarskólablaðinu, svo Stúd- entablaðinu og loks Tímariti löggiltra endurskoðenda. Ritstörfin eru fleiri því auk þess að skrifa fjölda greina í blöð og tímarit ritaði hann bókina Hafskip – gjörningar og gæsluvarðhald, sem kom út árið 1986. Þá hefur hann mikið verið viðloðandi íþróttir. Hann æfði með Val upp yngri flokkana og hefur á fullorðinsárum setið í stjórn knattspyrnudeildar félagsins og í fulltrúaráði þess. Hann hlaut heiðursorðu Vals úr gulli árið 2001. Helgi hefur jafnframt setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, lífeyris- sjóða og banka í gegnum tíðina. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Helgi hefur sem formaður Samtaka iðnaðarins vakið töluverða athygli upp á síðkastið fyrir að skafa ekki utan af hlutunum, nú síðast á iðnþingi þar sem hann krafðist þess að Seðlabankinn breytti um kúrs í vaxtamálum. HVAÐ SEGIR HANN? „Þegar ég var strákur vestur á Melum, þá skráði pabbi mig bæði í Sjálfstæðisflokkinn og í Val. Ég get ekki annað sagt en að þetta hafi orðið mjög til þess að einfalda mína tilveru síðan,“ er haft eftir Helga í ræðu sem hann hélt á herrakvöldi Valsmanna fyrir nokkrum árum. VISSIR ÞÚ ... Að Helgi var endurskoðandi Hafskips á sínum tíma. Hann varði fimm árum ævi sinnar í að verja sig en hlaut á endanum 500 þúsund króna sekt; 100 þúsund fyrir hvert ár varnarinnar. Skeifa n söluskr ifstofur16 www.r emax. is Einn ö flugas ti faste ignave fur lan dsins Allar faste ignasö lur eru sjálfs tætt re knar o g í ein kaeign Fasteig nablað 157. T ölublað - 6. ár gangur - 9. m ars 200 8 bls. 16 ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSS. 512 5441 hrannar@365.is S. 512 5426 vip@365.is Verkfræðistofa á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir duglegum og metnaðarfullum einstaklingi til vinnu við landmælingar. Viðkomandi þarf að uppfylla eftirfarin skilyrði: • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð• Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Góðir samskiptahæfi leikar• Almenn tölvuþekking• Stundvísi • Reyklaus Viðkomandi getur hafi ð störf strax. Áhugasamir vinsamlegast sendi umsóknir á box@frett.is HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sí Ráðningarþjónusta Leitar þú að starfsmanni? Ragnarsson HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita framúrskarandi þjónustu hvort sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærðra eða sérfræðinga. Ráðgjafar okkar veita fúslega frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða sendu okkur tölvupóst: hhr@hhr.is Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Nýr hugbúnaður gerir leit afar markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds. Bregðumst fljótt viðOkkar aðalsmerki eru skjót viðbrögð og lögð er áhersla á að flýta ráðningarferlinu eins og unnt er. Fjöldi hæfra umsækjendaFjöldi umsækjenda er á skrá í almennum gagnagrunni okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn fyrir starfið. Reynsla og þekkingHjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmanna- mála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og hagnýtri menntun. Sanngjarnt verðBjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð! HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks. Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.: Skipulag, röggsemi, hugmyndaauðgi og sköpun. Á þetta við um þig? Hefurðu áhuga á faglegu starfi á vettvangi frítímans? Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 Sími 411 5000 • Bréfsími 411 5009 • www.itr.is • itr@itr.is Umsjónarmaður óskast á frístundaheimilið Hlíðaskjól í Hlíðaskóla. Helsta starfssvið umsjónarmanns er umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri Hlíðaskjóls. Ábyrgðarsvið: • Umsjón og ábyrgð á starfsemi frístundaheimilis fyrir börn á aldrinum 6-9 ára• Skipulagning starfsins í samráði við börn og starfsfólk • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra samstarfsaðila innan hverfisins• Þátttaka í stefnumótun og framtíðarsýn Kamps • Umsjón með starfsmannamálum Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á uppeldissviði eða sambærileg menntun• Reynsla af starfi með börnum• Áhugi á frístundastarfi• Stjórnunarreynsla æskileg• Skipuleg og fagleg vinnubrögð• Sjálfstæði og frumkvæði• Færni í mannlegum samskiptum• Færni til að skapa liðsheild í starfsmannahópi • Almenn tölvukunnátta Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Snorradóttir, deildarstjóri barnasviðs Kamps, í síma 411-5563, netfang gudrun.margret.snorradottir@reykjavik.is og Árni Jónsson, forstöðumaður Kamps, í síma 411-5560, netfang arni.jonsson@reykjavík.is. Umsóknarfrestur er til 26. mars 2008.Umsækjandi verður að geta hafið störf eigi síðar en 1. maí. Hægt er að sækja um rafrænt á www.itr.is eða til Íþrótta- og tómstundasviðs að Bæjarhálsi 1, merkt „Umsjónarmaður – Hlíðaskjól“. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Kampur FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐ [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] menning m rs 2008 NÝTT LJÓÐ EFTIR ÞORSTEIN FRÁ HAMRI TILRAUNAMARAÞON Á LISTAHÁTÍÐ ■ HELGI FELIXSON O ■ ESTELLE-SAFNIÐ SELT ■ DEMOCRAZY Í HÖFN ■ EGILL HEIÐAR PÁLSSON ■ STORMUR ■ TRIO NORDICA FIMMTÁN ÁRA ■ MÚSÍK VIÐ MÝVATN Í TÍU Á Stóri s lurÍ TÓNLISTARHÚSINU fyrir óperur og söngleiki á Íslandi ÞórhildurÞorleifsdóttir setur En ispretturnar, nýtt serbnesktverk, á svið í Þjóðleikhúsinu. „Það erverkurinn“ Sættir í stað refsinga Sáttafundir eru nýtt úrræði réttvísinnar til að útkljá mál án dómstóla. Eiginkonur auðmanna Aðstoðarfólk, lífsstílshönnuðir og gala- kvöldverðir. Fréttablaðið skoðar nýja kynslóð heimavinnandi kvenna. Fallegasta íþróttin á Dóminíska lýðveldinu Blóðlykt og trylltir áhorfendur á hanaati Í Menningu á sunnudag: Tónlistarhúsið: Stóri salurinn – framtíðarheimili söngleikja óg óperusýninga á Íslandi. „Það er verkurinn” – Þórhildur Þorleifsdóttir í viðtali um Engispretturnar, nýtt serbneskt verk sem hún er að leikstýra. Leikdómur um Dubbeldusch eftir Björn Hlyn. Menning Au glý sin ga sím i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.