Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 50
 15. MARS 2008 LAUGARDAGUR10 ● fréttablaðið ● formúla 1 Keppnistímabilið í Formúlu 1 eða F1 hefst fyrir alvöru á morgun á Stöð 2 Sporti með Gunnlaug Rögnvaldsson í fararbroddi. Staðið verður fyrir magnaðri fjögurra daga kappakstursveislu fyrir hverja keppni í ár. Nú er löng bið senn á enda þar sem fyrsti kappaksturinn á keppn- istímabilinu 2008 í Formúlu 1 fer fram í Melbourne í Ástralíu á morgun. Sjónvarpsstöðin Stöð 2 Sport stendur fyrir afar metn- aðarfullri og glæsilegri dagskrá fyrir Formúlu 1 í ár og umsjónar- maðurinn Gunnlaugur Rögnvalds- son var fullur tilhlökkunar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í vikunni. „Ég er náttúrlega mjög spennt- ur fyrir keppnistímabilinu í ár en er líka spenntur fyrir því að vera að vinna við Formúlu 1 á nýjum vinnustað og með nýju fólki. Það verður gríðarlega mikið lagt í um- gjörð í kringum Formúlu 1 á Stöð 2 Sport í ár og segja má að það sé verið að skipta um gír í umfjöllun- inni og nú verður fylgst með öllu tengdu sportinu í kjölinn. Ég finn það bara sjálfur eftir að hafa snú- ist á fullu í þessu í tíu ár að maður fær algjörlega endurnýjun lífdaga við að finna metnaðinn og fag- mennskuna sem er lögð í Formúlu 1 á Stöð 2 Sport,“ sagði Gunnlaug- ur sem kvað mikla vinnu vera að baki. „Það er stórmál að koma svona dæmi á koppinn á nýjum stað og margt sem þarf að huga að, sér- staklega þegar umgjörðin er svona stór eins og raun ber vitni. Við fórum til Barcelona á dögunum til að fylgjast með lokaundirbún- ingi keppnisliðanna og notuðum þá tækifærið til þess að komast í sam- bönd við liðsstjórana, ökumenn og umboðsmenn þeirra til þess að undirbúa farveginn fyrir umfjöll- un okkar á komandi keppnistíma- bili. Við eigum eftir að fara reglu- lega út til þess að safna efni og það er til að mynda stutt að fara til Bretlands þar sem sjö formúlulið hafa aðsetur,“ sagði Gunnlaugur sem telur að áhugamenn um For- múlu 1 eigi eftir að fá meira en nóg fyrir sinn snúð í ár. „Þetta er allt annar handlegg- ur það sem við erum að leggja út í núna og í alla staði mun fag- legra. Þetta verður fjögurra daga kappakstursveisla frá fimmtudegi til sunnudags fyrir hverja keppn- ishelgi. Við byrjum á vikulegum þætti um Formúlu 1 á fimmtudög- um en þættirnir verða á mannleg- um nótum þar sem fræðingar úr Formúlugeiranum og aðrir áhuga- menn koma í heimsókn og ræða um Formúlu 1 frá ýmsum hliðum. Á föstudögum verður bein útsend- ing frá æfingum og á laugardegi bein útsending frá æfingu og tíma- töku fyrir kappaksturinn. Á sunnu- deginum verður svo bein útsend- ing frá kappakstrinum og á sunnu- dagskvöld verður þáttur þar sem farið verður yfir atburði liðinna daga í Formúlu 1. Við munum líka lýsa einhverjum keppnum frá við- komandi keppnisstað og það gefur útsendingunni enn meira gildi,“ sagði Gunnlaugur að lokum. Skipt um gír í umfjölluninni um F1 Formúluteymið Rúnar Jónsson og Gunnlaugur Rögnvaldsson verða saman að lýsa Formúlunni á Stöð 2 Sport í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gunnlaugur Rögnvaldsson, umsjónar- maður Formúlu 1 á Stöð 2 Sporti, spáir í spilin fyrir komandi tímabil: Fréttablaðið bað Gunnlaug Rögnvaldsson um að setja sig í stellingar og spá fyrir um kom- andi keppnistímabil í Formúlu 1 og hverju áhorfendur Stöð 2 Sports gætu átt von á. Hann telur að Ferrari og McLaren eigi eftir að berj- ast um toppsætið bæði í keppni ökuþóra og bílasmiða. „Mesta spennan verður að sjá hvernig Fern- ando Alonso til tekst hjá Renault-liðinu eftir að hafa farið í fússi frá liði McLaren að loknu keppnistímabilinu í fyrra. Alonso varð sem kunnugt er heimsmeistari með Renault- liðinu keppnistímabilin 2005 og 2006 og Renault-liðið vann þá stigakeppni bílasmiða bæði árin en gat ekkert í fyrra og það er spurning hvort til- koma hans muni rífa Renault-liðið upp að nýju. Persónulega hef ég ekki trú á því að hann nái að vinna sigur í fyrstu mótun- um í það minnsta,“ sagði Gunnlaugur. „Heimsmeistar- inn Kimi Räikkön- en, hjá liði Ferrari, og Lewis Hamilt- on, hjá liði McLar- en, eru vitanlega báðir sigurstrang- legir en ég er mjög spenntur fyrir því að sjá hvað Heikki Kovala- inen, nýi ökumaðurinn hjá liði McLaren, gerir því hann hefur verið mjög öflugur á æfing- um í vetur og ég gæti trúað því að hann komi á óvart. Eins er Felipe Massa, ökumaður hjá Ferrari, líklegur til góðs árangurs. Hann var í titilbaráttunni framan af síðasta keppnistíma- bili en lenti í þremur bilunum sem voru ekk- ert af hans völdum og var eftir það í stuðn- ingshlutverki við Kimi Räikkönen. Ég tel því að pörin hjá Ferrari og McLaren verði í topp- baráttunni í stigakeppninni en svo er spurning hvaða ökuþórar ná að stríða þeim í einstökum mótum,“ sagði Gunnlaugur sem tók dæmi um tvo ökuþóra sem geta komið á óvart. „Á lokaæfingunni sem við vorum á í Bar- celona á dögunum þá náði Jarno Trulli, öku- maður hjá liði Toyota, afgerandi besta tímanum og hann sagði sjálfur í viðtölum að hann teldi Toyota-liðið eiga nú meiri möguleika en áður á að blanda sér í topp- baráttuna. Eins tel ég að Williams-liðið með Nico Rosberg í fararbroddi eigi eftir að reynast toppliðunum skeinuhætt og Rosberg gæti verið að berjast um verðlaunasæti strax frá upp- hafi,“ sagði Gunnlaugur. - óþ Ferrari og McLaren berjast á toppnum Gunnlaugur Rögnvaldsson spáir því að Nico Rosberg berjist um verð- launasæti strax frá fysta kappakstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.