Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 75
LAUGARDAGUR 15. mars 2008 Bjarney Friðriksdóttir var ein íslensku friðargæsluliðanna sem stóðu vaktina á Srí Lanka þar til vopnahléinu lauk og norræna eft- irlitssveitin þurfti að yfirgefa landið. Hún starfaði sem eftirlits- maður í austurhéraði landsins, þar sem Tamílar eru í meirihluta, frá september 2007. Hún kom til starfa skömmu eftir að stjórnarherinn hafði hrakið Tamíltígrana á brott úr héraðinu en þar var starfandi Kar- una-hópurinn svokall- aði sem sleit sambandi við Baráttusamtök Tamílatígra og fór að kenna sig við ofurstann Karuna Amman. Sagt er að Karuna-hópurinn hafi veitt stjórnar- hern um þann atbeina sem þurfti til að hrekja Tamílatígrana frá aust- urhluta landsins. Hver voru þín daglegu verkefni? „Við vorum með opnar skrifstofur þar sem fólk gat komið og gefið okkur upplýsing- ar um mál. Svo vorum við líka með starfs- menn sem fóru út í sveitirnar til þess að tala við fólk. Algeng- ustu kvartanirnar sner- ust um að fólk hafði horfið; því hafði verið rænt eða það handtek- ið. Oft vissi fólk ekki hvort ættingjar og vinir væru í haldi hersins eða lögreglunnar, jafn- vel mánuðum saman. Það eru neyðarlög í gildi í landinu svo bæði her og lögregla mátti handtaka fólk án handtökuskipun- ar ef það var grunur um að það myndi gera eitthvað af sér eða hefði hugsanlega einhver tengsl við Tamílatígrana. Tamílar í aust- urhluta landsins búa við mikinn ótta og óöryggi. Að meðaltali heyrðum við af tólf ránum á fólki í viku. Við vitum dæmi þess að Karuna-hópurinn lét menn hverfa, reyndi að fá upplýs- ingar frá þeim, og lét þá svo í hendur hersins. Herinn yfirheyrði mennina, og skilaði þeim í hendur lögreglunnar, sem hafði þá svo í varðhaldi án þess að leiða þá fyrir dómara. Óöryggi almennra borg- ara var mjög mikið vegna þessa. Oftast var fólkið látið hverfa á nóttunni og þegar fór að dimma lokaði fólk hurðum og gluggum og var ekki á ferli.“ Hvað gátuð þið gert? „Það var hvorki hlutverk eftir- litssveitarinnar né höfðum við vald til að íhlutast í málunum. En þegar við fengum upplýsingar um svona mál spurðumst við fyrir. Það skipti máli að láta vita að við hefðum þessar upplýsingar, viss- um að þetta fólk væri í haldi og við fengum jafnvel að hitta fólk í varðhaldi. Okkar hlutverk var að fylgjast með því sem var að gerast og skrásetja það, svo við fórum oft og spurðumst fyrir hjá yfirvöld- um og fylgdum málum eftir gagn- vart fjölskyldunum.“ Er mikil þörf fyrir uppbyggingar- starf í austurhluta Srí Lanka? „Tvímælalaust. Mörg svæði í austurhéraðinu urðu illa úti í flóð- bylgjunni annan í jólum árið 2004. Heilu þorpin eyðilögðust, fjöl- skyldur misstu allt sem þær áttu og fiskimenn misstu lífsviðurværi sitt. Enn er talsvert af fólki á Srí Lanka flóttamenn í eigin landi vegna flóðbylgjunnar. Uppbyggingarstarf er oft erfitt vegna stríðs- ástandsins. Algengt er að her- stöðvar séu alveg við þorpin við ströndina, og vegna útgöngu- banns bannar herinn fiskimönnunum að fara út á sjó á næturnar. Þeir þurfa að komast út fyrir ákveðinn tíma til að ná fiskinum, og útgöngubann til sex á morgnana gerir út um þær veiðar. Það sama á við um fólk sem hefur atvinnu af því að safna eldiviði í skógunum, það fær ekki að sinna starfinu. Eins eru stundum hrísgrjóna- akrar eða beitarsvæði fyrir buffalóa skil- greind sem bannsvæði. Ef ástandið heldur svona áfram þarf að byggja upp atvinnu- vegina þannig að fólk geti haft lífsviðurværi af annarri vinnu.“ Hverju finnst þér starf ykkar á Srí Lanka hafa komið til leiðar? „Það er alltaf ákveð- ið öryggi í því að óháð- ur eftirlitsaðili sé í landinu með samþykki beggja deiluaðila. Við skrásettum það sem gerðist, hlutverk okkar var ekki að hlutast til um það sem var að gerast. Vissulega þjónaði það tilgangi að einhver fylgdist með ástandinu. Þegar við þurftum að fara óttaðist fólk að ástandið myndi versna.“ Nutu trúnaðartrausts Hvernig var viðhorf almennings í Srí Lanka til eftirlitssveitarinnar? „Almenningur leitaði til okkar til að fá aðstoð, og við nutum mik- ils trúnaðartrausts. Oft fengum við upplýsingar sem fólk þorði ekki að fara með til lögreglu, í þeirri von að við gætum aðstoðað. Við reyndum eftir fremsta megni að leita að upplýsingum, en stund- um var erfitt fyrir fólkið að skilja að við gætum ekki gengið beint í málið, að við hefðum ekki vald til að leysa fólk úr haldi. Vænting- arnar voru stundum meiri en við gátum staðið undir.“ Upplifðir þú það einhvern tímann að þú eða samstarfsfólk þitt væri í hættu? „Nei, aldrei. Við vorum aldrei skotmörk, vorum mjög vel auð- kennd og ferðuðumst alltaf í pörum eða hópum. Ég upplifði það aldrei þannig að ég væri í hættu. Það voru ekki átök í austurhlutan- um á meðan ég var þar, það gerð- ist ýmislegt en það voru ekki átök.“ Vorum aldrei skotmörk EFTIRLIT Herlög eru í gildi á Srí Lanka, hér leitar lögreglumaður í innkaupapoka konu á götu í miðborg Trincomalee. MYND/BJARNEY FRIÐRIKSDÓTTIR Stundum var erfitt fyrir fólkið að skilja að við gætum ekki gengið beint í málið, að við hefð- um ekki vald til að leysa fólk úr haldi. Væntingarnar voru stundum meiri en við gátum staðið undir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.