Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 82
42 15. mars 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. sms-ið Leystu krossgátuna Í vinning eru tveir miðar í bíó í Regnbogann, Borgarbíó eða Smárabíó? Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur Góð vika fyrir... ... Bigga í Maus Þetta var frábær vika fyrir Birgi Örn Steinarsson, Bigga í Maus. Hann átti samúð margra eftir föst skot Bubba kóngs, sem dró í efa söguskoðanir hans í tímaritinu Monitor og sagði hann í fram- hjáhlaupi ramm- falskan söngv- ara. Helstu stórmenni íslenska poppsins komu Bigga til varnar með kjafti og klóm. Með þessu fékk Biggi frábæra auglýs- ingu. Enginn vissi hvað Monitor var fyrir havaríið, og svo sem ekki heldur hver þessi Biggi í Maus var, en nú eru hann og blað- ið á allra vitorði. Diss frá Bubba á spjallborðinu hans jafnast á við margar auglýsingaopnur í dag- blöðunum – ef ekki verðmætara. ... Aðdáendur gamals sjónvarps- efnis Aðdáendur gamalla sjónvarps- þátta iða nú eflaust í skinninu af tilhlökkun því RÚV hefur með nýjum samningum við listafólk fengið rýmri heimildir til endursýn- inga. Gullkistunni hefur verið lokið upp og við megum eiga von á endursýning- um af blandaða skemmtiþættinum Þeytingi með Gesti Einari, kynjaþættinum Titringi með Þórhalli Gunnars og Súsönnu Svavars að ógleymdu Opinberun Hannesar og Kalla- kaffi. Hver veit svo nema Skjá- leikurinn birtist aftur. ... Aldraða rokkáhugamenn Fólk sem fílar þetta „gamla góða“ getur ekki verið annað en í skýj- unum yfir áherslum tónleika- haldara. Það mætti halda að ár aldr- aðra væri yfirstand- andi. Ekki nóg með að Eric Clapton sjálfur – eða „Guð“ eins og margir þekkja hann – sé á leiðinni. Í vik- unni bárust fréttir af því að gamli jaxlinn John Fogerty úr Creed- ence Clearwater Revival væri á leiðinni til að spila í Laugardals- höll 21. maí og í blaðinu í dag má lesa að sjálfur Bob Dylan spili örfáum dögum síðar, 26. maí, ásamt bandi sínu í Egilshöll. Það er mánudagurinn eftir Eurov- ision svo varla er hægt að hugsa sér betri afréttara. Slæm vika fyrir... ... Bubba Morthens Bubbi hefur hingað til getað sagt það sem honum sýnist um mann og annan. En nú er eins og hann hafi gengið fram af kollegum sínum með hastarlegum ummæl- um sínum um Bigga í Maus þess efnis að Biggi væri falskur. Kollegar hafa flykkt sér að baki Bigga, menn á borð við Árna John- sen, Johnny King, JóJó og Geir Ólafsson. En einkum mega meiðandi ummæli Bubba heita mótsagna- kennd í ljósi þess að sjálfur vann hann umdeilt meiðyrðamál fyrir Hæstarétti fyrir ekki svo löngu síðan. ... Pál Magnússon Vísismenn gefa sig ekki og vilja fá fram skýr svör við því hvað Páll og aðrir toppar við Efstaleit- ið fá í laun hjá Ríkisútvarpinu. En Bjarni Guðmunds- son, hægri hönd Páls, þrjóskast við þó fyrir liggi niðurstaða kæru- nefndar um upp- lýsingalög þess efnis að svör beri að veita. Eink- um er þetta neyðarlegt í ljósi þess að stofnunin er í þeim bransa að sækja upplýsingar og verða fréttamenn RÚV væntanlega lúpulegir þurfi þeir að vísa til upplýsingalaga í náinni framtíð. ... Karl Th. Birgisson Karl fékk það óþvegið frá Jónínu Benediktsdóttur sem sagði honum til syndanna á síðum Fréttablaðsins. Í tímariti Karls, Herðubreið, er því haldið fram að Sólon Árnason karlrembu- pungur og persóna í lykilróman eftir Jónínu eigi sér fyrirmynd í Styrmi Gunnarssyni. Jónína segir það fráleitt. Karl ætti að líta sér nær því Sólon standi honum ólíkt nær en Styrm- ir. Jónína ráðleggur dónanum Karli að leita til Styrmis og læra af honum manna- siði. Í dag verður opnuð sýningin 1: eða Einn á móti í Gallerí Sæv- ars Karls en þar gefur að líta einkar athyglisverðar myndir teknar af höfuðborginni með þyrlu úr lofti. „Ég var í því verkefni að mynda byggingu tónlistarhúss- ins úr lofti. Þegar ég sveimaði um í þyrlu yfir snævi þakinni Reykjavíkurborg fannst mér merkilegt að sjá hvernig þau kennileiti sem við þekkjum týn- ast undir hvítri ábreiðu,“ útskýrir Friðrik Örn, sem hefur áður sýnt ljósmyndaverk sín á nokkrum einkasýningum. „Allt landslagið varð hvítt og blátt undir hinni lágu vetrarsól og snjórinn þekur allt það sem truflar augað. Það er ýmislegt sem kom mér mikið á óvart, hversu symmetrísk íbúða- hverfin verða og svo hreinlega hverfi sem ég hafði aldrei séð áður.“ Spurður hvort eitthvað hafi komið á óvart svarar hann: „Það er merkilegt hvað borgin stækkar ört. Þegar ég sýndi vinum mínum myndir af eigin hverfum könnuðust þeir ekkert við þau. Ljósmyndirnar eru eins konar greindarpróf, góð hugsana- og sjónleikfimi sem gleður augað.“ Sýningin verður opnuð klukkan 14 í Gallerí Sæv- ars Karls, Bankastræti 7. - amb Dularfullar loftmyndir Ljósmyndarinn Friðrik Örn opnar ljósmynda- sýningu í Galleríi Sævars Karls í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.