Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 102
62 15. mars 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. gremja 6. skammstöfun 8. segi upp 9. hafið 11. drykkur 12. kvísl 14. venjur 16. tveir eins 17. dvelja 18. fyrirboði 20. tveir eins 21. hnappur. LÓÐRÉTT 1. klöpp 3. klukka 4. málsgrein 5. gerast 7. sjampó 10. andmæli 13. svelg 15. pottréttur 16. kærleikur 19. málmur. LAUSN LÁRÉTT: 2. fúss, 6. eh, 8. rek, 9. rán, 11. te, 12. grein, 14. siðir, 16. áá, 17. una, 18. spá, 20. gg, 21. tala. LÓÐRÉTT: 1. berg, 3. úr, 4. setning, 5. ske, 7. hársápa, 10. nei, 13. iðu, 15. ragú, 16. ást, 19. ál. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Seðlabanki Íslands. 2 Ninna Nótt taka tvö. 3 MR og MA. Loksins er það komið á hreint eftir sögusagnir síðustu vikna: sjálfur Bob Dylan heldur tónleika ásamt hljómsveit í Egilshöllinni mánu- daginn 26. maí. Á tónleikunum verður Dylan með dúndurband með sér, sömu menn og spiluðu inn á nýjustu hljóðvers- plötuna hans, Modern Times. Þeir hafa starfað með honum síðan þá og mikið spilað á tónleikum út um allan heim. Stu Kimball og Denny Freeman spila á gítara, Donnie Herron spilar á stálgítar, mandólín, banjó og fiðlu, Tony Garnier leikur á bassa og George Receli á tromm- ur. Dylan hefur sagt að þetta sé besta hljómsveit sem hann hafi nokkurn tímann spilað með. Þessir tónleikar verða aðrir tón- leikar Bobs Dylan á Íslandi. Síðast kom hann á Listahátíð í Reykjavík árið 1990 og fyllti Laugardalshöll- ina. Á þeim tónleikum þótti hann hálfslappur. Talaði lítið sem ekk- ert á milli laga og spilaði fáa smelli. Bubbi Morthens hitaði upp og var feiminn og ekki upplits- djarfur í návist meistarans. Dylan hefur ekki bara haft áhrif á Bubba því hinn höfuðsnillingur íslenskrar dægurtónlistar, Megas, er einn mesti Dylanmaður landsins og safnar tónleikaupptökum með honum. Ekki þarf að eyða mörgum orðum í snilli Bobs Dylan. Hann hafði gífurleg áhrif á þróun rokks- ins. Innihaldsrík og listræn texta- gerð hans ýtti undir gáfulegri nálg- un samtíðarmanna, meðal annars Bítlanna sem gjörbreyttust eftir að þeir kynntust honum. Fyrsta plata Dylans kom út árið 1962 og Mod- ern Times, sem kom út árið 2006, er 32. platan hans. Þarna á milli eru fjölmargar snilldarplötur og ódauð- leg lög. Á frægum lista tímaritsins Rolling Stone yfir 500 bestu plötur allra tíma eru tíu Dylan plötur, þar af tvær á topp tíu: Highway 61 Revisited frá 1965, sem er í fjórða sæti, og Blonde on Blonde frá 1966, sem er í níunda sæti. Aðeins Bítlarnir eiga fleiri plötur á listan- um, ellefu plötur. Bob Dylan hefur verið mikið í sviðsljósinu und- anfarin ár. Fyrsta bindi ævisögu hans, Chron- icles: Volume one, heimildarmynd Mart- ins Scorsese, No Dir- ection Home, og leikna myndin I‘m Not There hafa haldið meistaranum í umræð- unni og á sínum réttmæta stalli. Það er Ísleifur B. Þórhallsson hjá Concert sem landaði tónleik- um Dylans. „Það var stór stund fyrir mig þegar samningarnir lágu loksins fyrir,“ segir hann, „Ég hef verið að vinna í þessu í tvö ár. Það eru reyndar margir aðrir aðilar á Íslandi sem hafa reynt að fá hann. Um síðustu helgi fórum við Jón Þór Eyþórsson til London og hand- söluðum þetta við umboðsmann- inn hans. Þessi vika fór svo í að klára smáatriði og núna er 150 prósent öruggt að Dylan komi. Það liggur vel á honum þessa dag- ana og hann og bandið hafa mikið spilað. Dylan hefur verið að spila alla hittarana, lögin sem fólk vill heyra. Hann vill fá að æfa með bandinu í Egils- höllinni allan sunnudaginn fyrir tónleika því þetta verða fyrstu tónleikarnir í löngum túr sem þeir eru að leggja upp í.“ Miðasala á tónleikana hefst eftir páska. gunnarh@frettabladid.is ÍSLEIFUR ÞÓRHALLSSON: EINN AF RISUM ROKKSÖGUNNAR TIL ÍSLANDS Dylan spilar í Grafarvogi LANDAÐI DYLAN EFTIR TVEGGJA ÁRA VINNU Ísleifur B. Þórhallsson hjá Concert. „Já, já, það er rétt. Við erum að tala um dýrari týpuna. Annars erum við Logi þarna meira til að kynna Valtý Björn,“ segir Helgi Seljan sjón- varpsstjarna. Flugeldasýning verður á árlegu styrktarkvöldi Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar í Egilsbúð í kvöld. Helgi Seljan og Logi Bergmann eru veislustjórar en heiðursgestur er sjálfur Valtýr Björn Valtýsson – Eskfirðingurinn knái. Smári Geirs- son býður upp treyjur og Veður- guðirnir og Ingó Idol leika fyrir dansi. Miðaverð aðeins krónur 5.800. Helgi er heimamaður, ólst upp fyrir austan og hann hlakkar til. Þeir Logi eru búnir að bera saman bækur sínar hvað varðar gaman- mál. En Helgi sér þetta fyrir sér sem ævintýri á gönguför því Logi er vanur maður – veislustjóri Íslands – svo eftirsóttur er hann sem slíkur. „Fengur fyrir Fjarðabyggðarbúa að fá hann. En Logi er fyrst og fremst yndislegur maður. Sem unun er að umgangast. Ég er búinn að fyrirgefa honum það er hann gaf upp símanúmer mitt á árshátíð Alcoa sem haldin var fyrir austan,“ segir Helgi sem þá stóð í væringum við sveitunga sína vegna andstöðu við álver í Reyðarfirði. „Ég skildi ekkert í þessu. Fékk það kvöldið einhver sex hundruð skilaboð. Aldrei áður horft á full- hlaðinn síma verða batteríislausan á tveimur mínútum,“ segir Helgi sem hyggur ekki á hefndir þótt hann sé nú á heimavelli og í hlut- verki túlks meðan maðurinn af möl- inni, „sem aldrei hefur komið á landsbyggðina nema til að ná í Svanhildi,“ að sögn Helga, spilar á úti- velli. - jbg Helgi Seljan og Logi Bergmann hönd í hönd „Þeir væru ekki að taka Pressu upp á sína arma nema þeir teldu þetta söluvöru. Erfitt er að komast í gegnum þetta nálarauga og gott fyrir okkur að heyra að þetta sé í sama gæðaflokki og það efni sem þeir eru að selja sjálfir,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson hjá Saga Film. Risastórt skref hefur verið stig- ið í þeim tilgangi að koma Pressu þeirra Óskars Jónassonar og Sig- urjóns Kjartanssonar á framfæri við heimsbyggðina alla. Saga Film skrifaði á fimmtudag undir samn- ing við danska fyrirtækið TV 2 World um heimsdreifingu á sjón- varpsþáttaröðinni sem sýnd var í vetur á Stöð 2. TV 2 World hefur þegar náð miklum árangri í sölu sjónvarpsefnis sem framleitt hefur verið í Skandinavíu og eru stærstir á því sviði. Eftir því sem Magnús Viðar kemst næst er Pressa fyrsta íslenska sjónvarps- serían sem seld er í erlenda dreif- ingu. Þættirnir verða í forgrunni hjá TV2 World á stærsta sjónvarps- markaðinum í Evrópu MIPTV sem haldinn verður í Cannes nú í apríl. Bindur Sagafilm miklar vonir við að viðtökur verði góðar, og að enn fleiri þættir sem eru í framleiðslu hjá fyrirtækinu eigi erindi út fyrir landsteinana. Kim Christensen, framkvæmdastjóri TV 2 World er vonglaður og býst við víðtækri sölu á erlendum vettvangi. Verkið hefur þegar verið kynnt fyrir tilvonandi kaupendum sem hafa þegar sýnt því mikinn áhuga. „Mér finnst útlit, drama og sögufléttan mjög spenn- andi og hafa þættirnir þetta nor- ræna yfirbragð sem mikil eftir- spurn er eftir í Evrópu. Eins spegli þættirnir vel íslenskan raunveru- leika og þykir þáttaröðin mun áhugaverðari fyrir vikið,“ segir Kim. Magnús Viðar segir vissulega það mikinn áfanga og lofandi að TV 2 World skuli hafa tekið að sér að koma Pressu á framfæri. „En það eru auðvitað væntanlegir kaupend- ur sem eiga lokaorðið. Við sjáum hvernig fer með það.” Þessar fregnir gefa undir fótinn með að af framhaldi verði á Pressu – Pressa2 – en samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins hefur hnífurinn í þeirri kú staðið þar að stóru erlendu kvikmyndasjóðirnir sem styrkja slíka sjónvarpsgerð, og eru að nokkru forsenda framleiðslunnar, styrkja ekki framhaldsseríur held- ur einungis það sem flokkast undir frumkvöðlagerð. - jbg Danskir selja Pressu á heimsvísu HELGI SELJAN Segir þá Loga aðallega vera þarna til að kynna Valtý Björn til sögunnar. LOGI BERG- MANN Má eiga von á ýmsu eftir þann hrekk að gefa upp símanúm- er Helga á árshátíð Alcoa fyrir austan. PRESSA Öflugir danskir dreifingaraðilar, hafa tekið sjónvarsþáttaröðina upp á sína arma. STÓRMENNI SPILAR Í EGILSHÖLL Bob Dylan kemur með bestu hljóm- sveitina sem hann hefur spilað með. Víst er að Randver Þorláks- son formaður leikarafélagsins verður ekki sakaður um langrækni, og svo að undrun vekur meðal leikara og annarra sem láta sig samninga þeirra varða. Randver var eftirminnilega rek- inn úr kompaníi Spaugstofunnar af Þórhalli Gunnarssyni dagskrárstjóra hjá Ríkissjónvarpinu. En engu að síður gefur hann nú Páli Magnússyni og RÚV ohf. með samningi sem felur í sér að ekki er lengur greitt fyrir endursýningar efnis, fjármuni sem meta má á milljónir. Þar með talið þætti með Spaugstof- unni og tíma- mótaverk Flosa Ólafssonar Örlagahárið þar sem Randver átti sitt debut. Eva María Jónsdóttir tjaldar öllu til þegar hún verður með í viðtalsþætti sínum á sunnudag sem gest Lillu Heggu, sjálfan sálminn í Sálminum um blómið eftir Þórberg Þórðarson. RÚV leggur mikið uppúr þættinum og hefur látið vinna vandaðan kynningartreili til að vekja athygli á þættinum. Og í þeim kynningar- treili fetar sín fyrstu fet á leiklist- arbrautinni enginn annar en Helgi Seljan sem fer með hlutverk Þórbergs á yngri árum skáldjöfurs- ins. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Kiddi Bigfoot Aldur: 42 ára í dag. Starf: Framkvæmdastjóri Gauksins. Fjölskylda: Á dótturina Alexöndru, soninn Hreiðar Árna og kærustuna Sigríði Lund. Hún á soninn Elí Þór. Foreldrar: Jón Þór Friðsteinsson, látinn, og Sólrún Kristjánsdóttir, búsett í Svíþjóð. Búseta: Álfheimar, 104 Reykjavík. Stjörnumerki: Fiskur. Kristján Jónsson, eða Kiddi Bigfoot, ætlar að skipta um nafn á Gauki á Stöng og opnar þar nýtísku klúbb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.