Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 4
4 17. mars 2008 MÁNUDAGUR ORKA „Geysir Green er nú með yfir sjötíu prósenta eignarhlut í Enex, svo REI getur kannski ekki ráðið því hvað verður um það [Enex],“ segir Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri REI. Hann var spurður út í orð Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra Geysis Green Energy, um að undirbúningur fyrir sameiningu Enex og Geysis sé langt kominn. REI á um fjórðungshlut í Enex. Guðmundur var inntur eftir afstöðu REI til þessa og kvað hann enga slíka afstöðu hafa verið tekna. REI hafi ekki svarað Geysi um málaleitanina. - kóþ Forstjóri REI um Enex: Hlutur REI gæti farið inn LÖGREGLUMÁL Sextán ára piltur var stöðvaður við akstur í miðbæ Reykjanesbæjar í fyrrinótt en sá hafði að sjálfsögðu ekki ökurétt- indi sökum ungs aldurs. Haft var samband við foreldra drengsins. Nokkur ölvun var í miðbæ Reykjanesbæjar og þurfti einn að gista fangageymslur sökun ölvun- ar. Þá var einn ökumaður stöðv- aður grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Á laugardagsmorgun stöð- aði lögreglan ölvaðan ökumann á Suðurnesjum. Sá reyndist ekki hafa ökuréttindi þar sem hann hafði verið sviptur þeim vegna ölvunaraksturs fyrir skömmu. - þo Erill á Suðurnesjunum: Sextán ára pilt- ur undir stýri SLYS Átta ára gömul stúlka slasað- ist í Bitrufirði í gær og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Stúlkan var að renna sér ásamt fleirum á plastpoka í snjónum fyrir ofan bæinn Einfætingsgil þegar hún skall á karlmann með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hálsi, höfði og brjóst- kassa. Lögreglan flutti stúlkuna til móts við sjúkraflutningamenn frá Hólmavík á börum og þar tók læknir ákvörðun um að senda hana suður. Hún gekkst undir rannsókn- ir á Landspítalanum en meiðsli hennar reyndust ekki alvarleg. - þo Þyrlan sótti stúlku: Slasaðist við leik í snjónum SLYS Alvarlegt umferðarslys varð á gatnamótum í Þorláks- höfn um miðjan dag í gær þegar fólksbifreið var ekið í veg fyrir bifhjól. Ökumaður bifhjólsins var fluttur fótbrotinn með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans. Ökumaður fólksbílsins slas- aðist ekki en hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Bíllinn og bifhjólið voru óöku- fær eftir slysið og flutt á brott með kranabíl. - þo Ökumaður undir áhrifum: Ók í veg fyrir mótorhjól BRUNI Allt tiltækt lið slökkviliðs- ins á höfuðborgarsvæðinu var kallað að fjölbýlishúsi við Eiðis- torg 13 til 15 á Seltjarnarnesi í gær. Verktakar voru að vinna við að setja tjörupappa á þak og hafði neisti hlaupið frá þeim með þeim afleiðingum að eldur læsti sig í þakið. Rífa þurfti upp 20 fermetra af klæðningu til að komast fyrir eld- inn og mátti litlu muna að illa færi. Nokkrar skemmdir urðu á íbúð á fimmtu hæð, einkum vegna vatns. Þetta var annar bruninn í fjöl- býlishúsi sem slökkviliðið sinnti í gær því fyrr um morguninn kviknaði í íbúð í blokk í Breið- holtinu. Mikill erill var hjá slökkvilið- inu um miðjan daginn í gær og á þeim rúma klukkutíma sem tók að slökkva eldinn á Eiðistorgi sinntu sjúkrabílar sex bráðatil- fellum, þar af fjórum þar sem óskað var eftir fleiri en einum sjúkrabíl. Mun það vera óvenju- legur fjöldi útkalla á ekki lengri tíma. - þo Óvenjuerilsamt var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gær: Eldsvoði og sex bráðaútköll ELDUR Á EIÐISTORGI Eldsins varð vart snemma og því tókst að forða því að verr færi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Datt á skíðum í Bláfjöllum Níu ára gömul stúlka datt á skíðum í Bláfjöllum í gær og meiddist á hálsi. Hún var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi en meiðsli hennar reyndust ekki alvarleg. SLYS UMHVERFISMÁL „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við kærum þetta,“ segir Bergur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar. Hann fagnar orðum Aðalheiðar Jóhannsdóttur í Fréttablaðinu í gær, en hún held- ur því fram að byggingarleyfi sem sveitarfé- lögin Reykjanes- bær og Garður hafa veitt Norð- uráli vegna álvers í Helgu- vík, sé byggt á gölluðu áliti Skipulagsstofn- unar. Álitið geti því ekki verið grundvöllur leyfisins. Segist Aðalheiður telja að umhverfisverndarsamtök geti kært ákvörðun sveitarfélaganna til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Krefjast megi að framkvæmdir við álversbyggingu verði stöðvaðar á meðan. Aðalheiður er dósent við laga- deild Háskóla Íslands og Bergur segir hana eitt helsta kennivald landsins í umhverfislög- gjöf. „En í allri góðri stjórnsýslu myndu sveitar- félögin þó draga leyfið sjálfviljug til baka, falli úrskurður ráð- herra okkur í vil,“ segir hann og vísar til eldri kæru Landverndar til umhverfisráðherra. Í kæru þeirri er þess krafist að álit Skipulagsstofnunar verði gert ógilt og að fram fari lögformlegt umhverfismat á framkvæmdun- um í heild sinni. Kæran bíður úrskurðar ráðherra. En Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir bæjarfélagið halda áfram með starf sitt. Aðal- heiður gagnrýni helst tvennt; línu- lagnir og losunarkvóta. Árni kveður útfærslu línulagna á lokastigi. Losunarkvótana hafi Norðuráli áður verið tilkynnt um að fyrirtækið ætti að sækja um seinna, þar sem verkefni þess væri ekki komið nógu langt. „Og þá er eðlilegt að þegar verk- efnið er komið lengra að hægt sé að sækja um losunarkvóta,“ segir Árni. Árni segir að álit Aðalheiðar hafi því engin sérstök áhrif á fram- kvæmdirnar. „Við höfum séð önnur álit frá öðrum lögmönnum og þeir hafa verið annarrar skoðunar. En ef Landvernd ætlar að halda þess- um árásum sínum á okkur áfram, þá bara velur hún það. Við erum ýmsu vön.“ klemens@frettabladid.is Ákvörðunin líklega kærð af Landvernd Framkvæmdastjóri Landverndar gerir ráð fyrir því að kæra ákvörðun sveitarfé- laga um að gefa út byggingarleyfi, enda byggi leyfið á gölluðu áliti. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar bíður þessarar „árásar“ frá Landvernd. Segist ýmsu vanur. ÚR HELGUVÍK Framkvæmdastjóri Landverndar geri fastlega ráð fyrir að félagið muni kæra byggingaleyfið enda byggi það á gölluðu áliti. BERGUR SIGURÐSSON ÁRNI SIGFÚSSON SLYS Tveir voru fluttir á slysa- deild eftir að bifreið ók á bifhjól á Miklubraut á móts við Réttar- holtsveg í gær. Loka þurfti hluta Miklubrautarinnar um tíma meðan lögregla og sjúkralið unnu á staðnum auk þess sem hreinsa þurfti upp olíu. Meiðsli mannanna reyndust ekki alvarleg. - þo Óhapp á Miklubrautinni: Bíll og bifhjól skullu saman HARÐUR ÁREKSTUR Ökumaður bifhjóls- ins handleggsbrotnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GENGIÐ 14.03.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 140,8457 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 69,78 70,12 141,51 142,19 108,56 109,16 14,554 14,64 13,637 13,717 11,477 11,545 0,6933 0,6973 114,1 114,78 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 6° 5° 3° 3° 4° 9° 9° 10° 5° 5° 21° 16° 10° 8° 22° 8° 26° 17° 6Á MORGUN Vestlæg eða hæg breytileg átt. MIÐVIKUDAGUR 8-15 m/s hvassast með ströndum s- og sv-til 4 LYKTIN AF VORINU Fólk nefnir mikið við mig þessa dagana að það fi nni lyktina af vorinu. Það má til sanns vegar færa enda vorjafndægur á fi mmtudaginn og sumir byrjaðir á vor- verkunum í garðin- um. Til viðbótar er hitinn á uppleið og hægviðrasamt. Rétt er þó að minna á að alltaf má búast við vorhretum. 5 3 4 2 5 5 6 5 5 1 5 5 3 1 1 1 1 3 3 3 3 5 2 2 25 4 5 5 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.