Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 6
6 17. mars 2008 MÁNUDAGUR Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is EFNAHAGSMÁL „Þetta á væntanlega eftir að versna áður en það batn- ar,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands. Fram kom í Fréttablaðinu á föstudag að húsnæðislán séu í einhverjum tilvikum orðin jafn- há markaðsverði íbúða. Þá sýna tölur Fasteignamats ríkisins að fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu lækkaði í febrúar, eftir stöðuga hækkun síðustu ár. Þá hafi verðbólgan haft mikil áhrif á höfuðstól verðtryggðra lána, hann hafi hækkað um ríflega 200 milljarða króna á lánum almenn- ings undanfarin ár. Þá hefur gengi krónunnar einnig lækkað mikið frá áramótum. Það getur valdið þeim sem hafa tekið lán í erlendri mynt vandræðum. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, segir þetta ekki koma á óvart. Vandræði á fjár- málamörkuðum hafi gert það mun erfiðara en áður fyrir fólk að fjármagna húsnæðiskaup og kjörin snarversnað. Þetta ætti að ýta undir lækkun eða að minnsta kosti vinna gegn hækkun. Við bætist að fasteignaverð hafi hækkað mikið og mikið verið byggt, „hugsanlega meira en hægt er að selja með góðu móti“. Gylfi segir að erfitt sé að meta hversu margir lendi í vandræð- um. Um það verði þó örugglega einhver dæmi. „Sérstaklega meðal þeirra sem keyptu þegar fasteignaverðið var sem hæst og spenntu bogann hátt með mikilli lántöku en áttu lítið eigið fé.“ Þórólfur Matthíasson bendir á að menn hafi ekki séð alþjóðlegu lánsfjárkreppuna fyrir þegar húsnæðisskriðan fór af stað haustið 2004. Hann sagði í grein í Morgunblaðinu þá um haustið að verðið myndi væntanlega hækka nokkuð, en síðan lækka aftur að nokkrum árum liðnum. Ungt par sem keypti íbúð með 100 pró- senta láni kynni að sitja uppi eftir þrjú til fimm ár með eign sem væri verulega verðminni en skuldin sem á henni hvíldi. Þetta unga fólk væri þar með hneppt í átthagafjötra í orðsins fyllstu merkingu. „Mér finnst þessi spá- dómur minn vera óþægilega nálægt því að rætast.“ ingimarkarl@frettabladid.is Húsnæðismarkaður á enn eftir að versna Alþjóðlega lánsfjárkreppan eykur á vandræði húsnæðiseigenda. Ástandið á eft- ir að versna áður en það batnar. Verði eignir verðminni en lán, getur fólk setið í átthagafjötrum. Erfitt að meta hversu margir lenda í vandræðum. SKRIFAÐ UNDIR KAUPSAMNINGINN Fólk gæti lent í átthagafjötrum verði íbúð þess verðminni en lánin sem á henni hvíla. GJALDEYRISMÁL Ingunn S. Þor- steinsdóttir, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að hugmyndin um norræna krónu sé athyglisverð og þess virði að skoða til lengri tíma litið en fljótt á litið virðist hún ekki leysa vandann í þjóðarbúskapnum. „Við þurfum að ná tökum á þjóðarbúskapnum áður en við tökum ákvarðanir um krónuna af eða á,“ segir Ingunn. Hún bendir á að efnahagskerfin á Norðurlöndunum séu ólík, Finn- ar séu þegar komnir í myntsam- starf með ESB og Danir með sína krónu fasttengda við evruna. Svíar séu komnir í ESB þótt þeir séu með eigin mynt. „Eftir stöndum við og Norðmenn og hugsanlega Svíar. Ég tel ólíklegt að Finnar vilji fara út úr myntsamstarfinu, þeirra hagur hefur vænkast það mikið þannig að ég held að okkar hagur myndi ekki batna við slíkt samstarf. Norðmenn hafa löngum glímt við of sterka krónu vegna olíunnar en þeir hafa ekki verið með jafnmiklar sveiflur á mynt- inni og við,“ segir hún. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, telur í lagi að ræða þá hug- mynd að taka sameiginlega upp norræna krónu. „Það væri for- vitnilegt að vita hvernig aðrar þjóðir taka í það,“ segir hann. Kristina Cunningham, upplýs- ingafulltrúi hjá Kristinu Husmark- Persson, samstarfsráðherra Norð- urlandanna í Svíþjóð, segir að ráðherrann sé ekki tilbúinn að ræða hugmyndina þar sem hún hafi ekki enn komið fram í nor- rænu samstarfi. Ef hún komi fram í norrænu samstarfi verði hún hugsanlega tilbúin að ræða málið. Ekki náðist í Kristinu Halvor- sen, fjármálaráðherra Noregs. - ghs Hagfræðingar telja hugmyndina um norræna krónu athyglisverða: Viðbrögð Norðurlandanna forvitnileg ÞURFUM AÐ NÁ TÖKUM „Við þurfum að ná tökum á þjóðarbúskapnum áður en við tökum ákvarðanir um krónuna af eða á,“ segir Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. FORVITNILEGT „Það væri forvitni- legt að vita hvernig aðrar þjóðir taka í það,“ segir Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Líst þér vel á að lögreglan noti valdbeitingarhunda? Já 54,5 % Nei 45,5 % SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti Landvernd að kæra bygg- ingarleyfi Norðuráls? Segðu þína skoðun á www.visir.is SJÁVARÚTVEGUR Frystitogarinn Venus kom til hafnar í Reykjavík gær með 400 tonn af unnum afurðum sem fengust úr 900 tonnum af þorski úr Barentshafi. Heildarverðmæti aflans er um 250 milljónir króna miðað við gengi á fimmtudag. Hásetahluturinn er samkvæmt því um 2,3 milljónir króna. „Við erum heppnir út af genginu, markaðir háir og góður fisk- ur,“ segir Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Venusi. „Við vorum að fiska í norsku lögsögunni í Barents- hafi,“ segir hann. „Þar eru Norðmennirnir búnir að vera að rækta upp þorskstofninn. Þetta er fimmta árið sem þeir hafa bannað loðnuveiðar og því er svona ljómandi gott ástand á þorskstofninum og vel haldinn fiskurinn. Þrjátíu prósent aflans er senni- lega fiskur sem er níu kíló eða þyngri,“ segir Guð- mundur og telur hugsanlegt að ástandið á þorsk- stofninum við Ísland sé lélegt „því við erum alltaf að veiða frá honum fóðrið. Ég veit ekki um neina líf- veru sem lifir ekki á því að borða.“ Venus hefur farið í tvo túra það sem af er árinu og fiskað fyrir rúmar 300 milljónir króna í allt. „Til að gera þetta þurftum við að hafa 2.000 tonna togara, 30 manna áhöfn, en mér skilst að þetta sé svipað og einn bankastjóraræfill fær fyrir að mæta í vinn- una,“ segir Guðmundur. Venus var fjörutíu daga í Barentshafi. „Það er svolítið langur tími,“ segir Guðmundur og telur að mannskapurinn sé ánægður. „Það væri vanþakklæti ef þeir brosa ekki núna.“ - ghs Frystitogarinn Venus kom til hafnar með 250 milljóna verðmæti úr Barentshafi: Vanþakklæti að brosa ekki GOTT AFLAVERÐMÆTI Frystitogarinn Venus kom til hafnar í gær með aflaverðmæti upp á um 250 milljónir króna. „Vanþakklæti ef þeir brosa ekki núna,“ segir Guðmundur Jónsson skipstjóri um áhöfnina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.