Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 14
14 17. mars 2008 MÁNUDAGUR Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Passat F í t o n / S Í A NEYTENDAMÁL Norrænt hollustu- merki fyrir matvæli var meðal þriggja verkefna sem Gísli Tryggva- son, talsmaður neytenda, kynnti á föstudag, á alþjóðadegi neytenda. Eru merkin liður í viðleitni umboðsmanns barna og talsmanns neytenda við að koma á heildarsátt við fulltrúa markaðarins og aðra hagsmunaaðila um að draga frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum. Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra opnaði svo nýjan vef, Leiðakerfi neytenda, sem ætlað er að auðvelda neytendum að finna upplýsingar og ná fram rétti sínum. Er þar einnig hægt að fá aðstoð með að bera fram kvartanir og skjóta málum, þegar við á, til úrlausnar hjá kvörtunarnefndum eða öðrum úrlausnaraðilum. Leiðakerfi neytenda er á slóðinni www.neytandi.is og er verkefnið á vegum talsmanns neytenda en í samstarfi við tugi stofnana og sam- taka sem eiga í hlut. Hlutverk tals- manns neytenda er að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og stuðla að aukinni neytenda- vernd. Þá ræddi Gísli einnig kosti þess að nýta lagaheimildir til þess að sýslumenn leiti sátta í ágreinings- málum neytenda við seljendur vöru og þjónustu. - ovd Talsmaður neytenda kynnti þrjú verkefni á alþjóðadegi neytenda í gær: Nýtt leiðakerfi fyrir neytendur kynnt FRÁ OPNUN LEIÐAKERFISINS Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra opnar síðuna neytandi.is MYND/ÞURÍÐUR HJARTARDÓTTIR DÓMSTÓLAR Karlmaður í Reykjavík hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í eins árs fangelsi fyrir hrottafengna árás á unnustu sína, auk þess sem hann nauðgaði henni. Hann var dæmdur til að greiða henni rúmar sex hundruð þúsund krónur í miskabætur. Níu mánuðir voru skilorðsbundnir. Samkvæmt ákæru fór maðurinn inn í íbúð á Laugarvatni þar sem unnusta hans var og togaði hana út og inn í bifreið sína. Þaðan ók hann að Gjábakkavegi og dró hana út úr bílnum og sló hana í andlit og lík- ama. Þá setti hann hana aftur upp í bíl og ók að húsi á Laugarvatni þar sem hann dró hana á hárinu út úr bílnum og inn í íbúð þar sem hann beittti hana kynferðislegu ofbeldi. Þá sló hann hana ítrekað í andlitið og líkama og hlaut konan ýmsa áverka við árásina. Maðurinn játaði að hafa veist að konunni en neitaði sumum ákæru- liða. Dómurinn komst hins vegar að því út frá gögnum málsins að maðurinn hefði gerst sekur um það. Í dómsniðurstöðu segir meðal annars að ofbeldisverk mannsins hafi staðið í umtalsverðan tíma og verið til þess fallið að niðurlægja unnustu hans og svipta hana mann- legri reisn. - jss Karlmaður í Reykjavík dæmdur í eins árs fangelsi: Hrottalegt ofbeldi gegn unnustu LAUGARVATN Ofbeldisverknaðurinn hófst á Laugarvatni. ÍRAK, AP John McCain, forsetaefni repúblikana í bandarísku forseta- kosningunum, heimsótti Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Í heimsókn- inni ræddi öld- ungadeildarþing- maðurinn við íraska og banda- ríska embættis- menn. Meðal viðmæl- enda hans var Barham Saleh, aðstoðarforsætisráðherra Íraks. McCain, sem var einn helsti stuðningsmaður innrásar Banda- ríkjahers árið 2003, heimsæk- ir Írak á sama tíma og Kúrdar í norðurhluta landsins minnast þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Saddam Hussein fyrirskipaði efna- vopnaárás, sem varð fimm þúsund að bana. - sþs Ræddi við embættismenn: John McCain heimsækir Írak Á FÁKI FRÁUM Þessi kona klæddist arabískum prinsessubúningi þegar hún tók þátt í skrúðgöngu á árlegri hestahátíð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. JOHN MCCAIN VIÐSKIPTI Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafé- lags Íslands, og Gunnar Þór Gíslason, fram- kvæmdastjóri Sundagarða, voru kjörnir nýir inn í stjórn Saga Capital fjárfestingar- banka á aðal- fundi bankans sem haldinn var í gær. Þrír stjórnarmenn sitja áfram, þeir Halldór Jóhannsson, sitjandi stjórnarformaður, Jóhann Antons- son og Róbert Melax. Þorvaldur Lúðvík Sigurjóns- son, forstjóri Saga Capital, skýrði frá því að sótt hefði verið um við- skiptabankaleyfi. - ghs Saga Capital: Tveir nýir koma inn í stjórn ÞORVALDUR LÚÐVÍK SIGURJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.