Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 20
20 17. mars 2008 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Kjör lögreglumanna Yfirskriftin er er spurning sem brennur á vörum margra starfsfélaga minna og hefur gert í langan tíma. Ástæð- urnar eru margar s.s. slök launakjör, niður- skurður (hagræðing), undirmönnun, gríðarlegt vinnu- álag, líkamlegt og andlegt ofbeldi, styttri ævi vegna vaktavinnu og fleira. Það heyrast váleg tíðindi af löggæslumálum á Suðurnesjum. Lögreglustjóranum er gert að draga saman um einar 250 milljónir króna ef tölur mínar eru réttar. Ráðuneyti dómsmála sendir frá sér fréttayfirlýsingar þess efnis að þarna sé í raun um umframkeyrslu embættisins að ræða og við því verði að bregð- ast. Hvers vegna skyldi þessi „umframkeyrsla“ vera tilkomin? Er þetta einfaldlega ekki það sem nauðsynleg þjónusta kostar? Þjónusta sem íbúar Suðurnesja eiga rétt á og er nauðsynleg til að tryggja öryggi flugfarþega og til að stemma stigu við innflutningi fíkniefna um Keflavíkurflugvöll. Það er ekki eingöngu á Suður- nesjum sem skórinn kreppir. Þannig hefur t.d. rúmlega árs- gömlu embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu verið gert að draga saman um 120 milljónir króna. Embættið hafði fengið, góðfúslegt leyfi dómsmálaráðu- neytisins til að keyra á 4% inn- byggðum halla fyrsta rekstrarár- ið en nú skal rétta kúrsinn. Sögur fara einnig af minni embættum úti um landið þar sem ekki er mannað í allar stöður en rekstur viðkomandi embætta allur í járnum eða jafnvel í mínus. Í hádegisviðtali Stöðvar 2 hinn 12. mars sl. sagði for- maður Landssam- bands lögreglumanna, Sveinn Ingiberg Magnússon, að innan raða lögreglu, hafi menn velt því fyrir sér hvort reiknifor- sendur ráðuneytisins, sem lagðar eru til grundvallar fjárveit- ingum til lögreglu- embættanna, væru réttar. Undirmönnun og launakjör Hjá báðum embættum lögreglu- stjórans á Suðurnesjum og á höf- uðborgarsvæðinu, vantar lög- reglumenn til starfa en embættin gætu ekki einu sinni greitt lög- reglumönnum laun þótt nógu margir fengjust til starfans. Hjá flestum lögregluembætt- um landsins er launakostnaður, varlega áætlaður, um 80%-90% af rekstrarkostnaði. Það er því ljóst að ef á að koma til niðurskurðar (hagræðingar eins og það er gjarnan matreitt) þarf að höggva í launakjör lögreglumanna með einum eða öðrum hætti. Slíkt fær starfandi lögreglumenn til að hugsa sig um hvort þeir eigi að vera eða vera ekki í lögreglu! Slök launakjör lögreglumanna eru engin nýmæli. Hinn 1. sept- ember 1875 ritaði Jón Borgfirð- ingur bréf þar sem hann sagði m. a. þetta um launakjör sín: „Eg ætti nú að fara að hætta þessu þursastarfi, svo illa launuðu, eins og Árni (Gíslason), sem sagði af sér, en bera vatn og mó, því þá hafa krakkarnir í sig og á“. Ofbeldi gagnvart lögreglumönnum Ofan í fréttir af hagræðingu, koma fréttir af árásum og ofbeldi gegn lögreglumönnum. Nýlega er genginn dómur í máli manna, sem réðust að starfsmönn- um fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeir voru að störfum á Laugavegi Afleiðingarnar voru þær að lög- reglumennirnir biðu af líkamleg- an skaða. Dómurinn hljóðar upp á sextíu daga skilorðsbundið fang- elsi fyrir einn árásarmannanna en tveir voru sýknaðir. Dómar sem þessi eru ekki einsdæmi. Slíkir dómar gera það að verkum að ungt fólk, sem ráðið hefur sig til starfa hjá lögreglu við að gæta öryggis samborgara sinna, hugsar sinn gang með áframhald þeirra starfa. Það er takmarkað sem nýútskrif- aður lögreglumaður er tilbúinn að leggja á sig fyrir tæpar tvö hundr- uð þúsund krónur í mánaðarlaun. Hvað er til ráða? Gera þarf kröfur um að nægilegu fjármagni sé veitt til grundvallar- öryggisþjónustu landsmanna. Kröfurnar hljóta að verða að þessi mál verði skoðuð, án tafar, og ásættanleg lausn fundin til fram- búðar. Þá væri einnig ráð að láta af hugmyndum um stofnun varaliðs lögreglu, sem Jón Magnússon, fyrrverandi forsætisráðherra, reyndi að koma á fót með frum- varpi á þingi 1925. Nær væri að nýta þá fjármuni, sem ætlaðir eru í varalið, til þeirra liða sem fyrir eru í landinu og tryggja rekstur þeirra. Það hlýtur að vera krafa að öryggi fólks verði tryggt og að löggæslustofnanir þjóðarinnar geti, á öllum tímum, brugðist við aðsteðjandi vanda; að lög- og toll- gæsla sé það öflug að hægt sé, af alvöru, að stemma stigu við fíkni- efnainnflutningi og dreifingu; að lögregla geti haldið upp öflugu, fyrirbyggjandi, eftirliti um allt land; að lögregla sé í stakk búin til að bregðast við líkamsárásum og nauðgunum og fylgja þeim eftir af hörku og án tafa í gegnum dóms- kerfið. Höfundur er lögreglumaður hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Að vera eða vera ekki í lögreglunni Borg í Vatnsmýri UMRÆÐAN Evrópumál Jón Steindór Valdi-marsson, fram- kvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins, ritaði grein í Fréttablaðið 5. mars sl. sem að mínu mati er einna merki- legust fyrir þær sakir að fyrirsögn hennar er í raun í engu sam- ræmi við sjálft efni greinarinnar. Fyrirsögnin er sú sama og á þess- ari grein (og sem einnig er yfir- skrift Iðnþings 2008 sem fram fór nýverið), en greinin sjálf fjallar hins vegar ekkert um það að við Íslendingar eigum að móta okkar framtíð sjálfir að öðru leyti en því að samþykkja aðild að Evrópusam- bandinu, afsala okkur þar með sjálfstæðinu og leggja eftirleiðis blessun okkar yfir það að öðrum yrði falið að móta framtíð okkar á flestum og sífellt fleiri sviðum sem hingað til hafa verið á okkar eigin forræði. Ef Jóni Steindóri yrði að ósk sinni yrði framtíðar- mótun okkar þannig nær alfarið í höndum embættismanna Evrópu- sambandsins og fulltrúa stærri aðildarríkja þess, þá einkum og sér í lagi þeirra stærstu enda fara áhrif aðildarríkja sambands- ins fyrst og síðast eftir því hversu fjölmenn þau eru. Það þarf vart að fara mörgum orðum um það hversu óhagstæður sá mæli- kvarði er fyrir okkur Íslendinga. Ef skoðuð er skýrsla Evrópu- nefndar forsætisráðherra, sem gefin var út fyrir rétt tæpu ári, má gera ráð fyrir að áhrif Íslands innan Evrópusambandsins yrðu í kringum 1% í besta falli kæmi til aðildar að því. Sem lýsandi dæmi um þá stöðu gætum við búist við að fá 5 þing- sæti á þingi sambandsins af 785 eins og staðan er í dag, enda yrði Ísland þá minnsta aðildarríkið. Sú framtíðarmótun, sem fram færi undir forystu þessara aðila, myndi seint byggjast á sérstöku tilliti til hagsmuna okkar Íslend- inga nema svo heppilega vildi til að hagsmunir okkar ættu samleið með hagsmunum stóru ríkjanna eða að hagsmunir okkar hefðu einhverja þá sérstöðu að þeir stönguðust ekki á við hagsmuni annarra aðildarríkja. Að öðru leyti stæðum við frammi fyrir þeim veruleika að hagsmunir stærri aðildarríkja væru allajafna látnir ganga fyrir okkar hagsmunum. Stýrivextir á evrusvæðinu yrðu þannig t.a.m. seint hækkaðir til að slá á þenslu hér á landi á kostnað hagvaxtar í Þýskalandi. Ekki einu sinni Spán- verjar hafa fengið stýrivextina hækkaða, til að slá á vaxandi þenslu þar í landi, einkum vegna þess að Þjóðverjar hafa um ára- bil búið við slakt efnahagsástand og hafa því þurft lága vexti. Það verður því ekki beint sagt að mjög metnaðarfullar hugmyndir séu settar fram í grein Jóns Stein- dórs um mótun okkar Íslendinga á eigin framtíð. Skilaboð hans eru þvert á móti þau að við séum ekki fær um að stjórna okkar eigin málum sjálf og því fari best á því að það vald sé framselt í hendurnar á öðrum sem þó myndu afar ólíklega fara með það með íslenska hagsmuni í huga. Sjálfur tel ég hins vegar að orð Jóns Sigurðssonar, forseta, um að veraldarsagan beri „ljóst vitni þess að hverri þjóð hefir þá vegn- að best þegar hún hefir sjálf hugsað um stjórn sína“, séu í fullu gildi enn þann dag í dag. Höfundur er stjórnarmaður í Heimssýn. Mótum eigin framtíð HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON SNORRI MAGNÚSSON ÖRN SIGURÐSSON UMRÆÐAN Reykjavíkur f lug- völlur Jón Gunnarsson þingmaður D-lista í Suðvesturkjördæmi skrifar í Fréttablaðið 14.03.2008 um flugið í hjarta höfuðborgar- innar með þeim hætti, að ekki sæmir kjörn- um fulltrúa höfuðborgarbúa. Líkt og ótíndur einkaflugshags- munaseggur gengur hann þvert gegn borgarbúum án þess að nefna brýnustu hagsmuni borgar- samfélagsins einu orði. Jón hefur þó enga afsökun, Samtök um betri byggð hafa séð til þess að hann og aðrir kjörnir fulltrúar hafi aðgang að grundvallarupplýsingum um meginhagsmuni, t.d. skýrslu sam- gönguráðherra (www.samgongu- raduneyti.is): Reykjavíkurflug- völlur, úttekt á framtíðar staðsetningu, apríl 2007. Jóni er að sjálfsögðu fullkunnugt um það að flugvellinum var nauðg- að upp á Reykvíkinga eftir stríð á kjörlendinu í Vatnsmýri gegn vilja þeirra og hagsmunum og viðhald- ið þar í 60 ár í skugga mikils mis- vægis atkvæða, sem í sjálfu sér er til háborinnar skammar fyrir íslensku þjóðina. Öll umræða og nálgun flugvallarsinna er sprottin úr þessum rotna jarðvegi. Vonandi taka kjósendur á Jóni og hans líkum með viðeigandi hætti næst þegar þeir ganga að kjörborðinu. Fullyrðing um að borgarfulltrúar hafi ekki umboð til að ákveða brottför flugs úr Vatnsmýri er að sjálfsögðu frek- leg móðgun við alla Reykvíkinga. Um hagsmuni 210.000 borgarbúa er þetta að segja: Samkvæmt skýrslu samgöngu- ráðherra og borgarstjóra er fórnarkostnaður vegna tafa á flutningi flugs úr Vatnsmýri a.m.k. 3.500.000.000 kr. á ári. Samkvæmt sambæri- legri úttekt Samtaka um betri byggð er fórnarkostnaður a.m.k. 14.000.000.000 kr. á ári. Með blandaðri mið- borgarbyggð í Vatns- mýri fæst 60 millj- arða árlegur meðalsparnaður af akstri og tímasparn- aði borgarbúa. Fórn- arkostnaður vegna tafa á brott- flutningi flugsins er þó margfalt meiri því í hvorugri úttektinni er tekið tillit til ábata 210.000 borgarbúa af bættum samgöng- um, minni tímasóun, minni mengun, bættu heilsufari, skil- virkari rekstri heimila, fyrir- tækja og sveitarfélaga, virkara lýðræði, samstæðara borgar- samfélagi og öflugri borgar- menningu. Ársvelta innanlandsflugs er ámóta og árlegur fórnarkostnað- ur þess að fresta brottför flugs- ins samkvæmt samgönguráð- herra og óhagræðið af innanlandsflugi í Keflavík er 300 milljónir kr. á ári. Áratuga vanræksla flugmálayfirvalda á að finna stað fyrir innanlands- flug til framtíðar skaðar ekki einungis borgarsamfélagið meira en orð fá lýst heldur hefur trassaskapurinn skaðað flugfar- þega og flugrekendur og hamlað framþróun íslensks flugs. Jóni þingmanni og öðrum flug- vallarsinnum væri sæmst að snúa nú við blaðinu og einbeita sér að því að finna góða framtíð- arlausn fyrir flugsamgöngur til hagsbóta fyrir flugrekendur og flugfarþega án þess að riðlast á grundvallarhagsmunum 210.000 borgarbúa, senn kemur jú borg í stað flugvallar í Vatnsmýri. Höfundur er arkitekt og ritari stjórnar Samtaka um betri byggð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.