Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 22
22 17. mars 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is EINAR MAGNÚSSON REKTOR VAR FÆDDUR ÞENNAN DAG ALDA- MÓTAÁRIÐ 1900 „Maðurinn sjálfur er mæli- kvarði alls og sá mæli- kvarði breytist ekki með tímanum.“ Einar var rektor Menntaskól- ans í Reykjavík. Hann skrifaði kennslubækur í dönsku auk fjölda greina í blöð og tímarit. Blaðið Tíminn hóf göngu sína sem viku- blað í litlu broti þennan dag árið 1917. Það var fjórar síður eins og títt var um blöð þá. Tíminn var málgagn Framsóknar- flokksins sem hafði verið stofnaður í janúar sama ár. Hann var einkum ætl- aður kaupendum í sveitum landsins en til þeirra var ekki viðlit að senda blað daglega. Jónas frá Hriflu vann að und- irbúningi útgáfunnar en 20-30 manns lögðu til stofnframlög og lofuðu árleg- um styrkjum. Stærstu hluthafarnir voru Hallgrímur Kristinsson, forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og sr. Tryggvi Þórhallsson. Fyrsti ritstjórinn var Guðbrandur Magnús- son prentari en Tryggvi Þórhallsson tók fljótlega við og gegndi starfinu næstu tíu árin. Greinar um stjórnmál voru mest áberandi efni blaðsins og voru þær jafnan á forsíðu. Fréttir frá útlöndum voru oftast tekn- ar eftir erlendum blöðum. Einnig var mikið af stuttum innlendum fréttum og fréttabréfum úr sveitum landins enda áhersla lögð á líflegt samband við kaup- endur þar. Einnig var framhaldssaga. En auglýsingar voru fáar. Tím- inn óx þó fljótlega úr nán- ast engu í að verða öflugt blað og útbreitt. Árið 1919 var upplagið 4000 eintök og komu 80 blöð á ári. Hann varð þó ekki dagblað fyrr en árið 1947. ÞETTA GERÐIST: 17. MARS 1917 Tíminn hóf göngu sína JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU UNDIRBJÓ ÚTGÁFU TÍMANS. EKKI VAR FOR- SÍÐUMYNDUNUM FYRIR AÐ FARA Í FYRSTU. Við leggjum lið er undirtitill nýlega út- kominnar bókar. Hún er rituð af Þór- halli Arasyni og lýsir starfsemi Lions- klúbbsins Ægis í máli og myndum á síðustu fimmtíu árum. Andrés B. Sig- urðsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Ormsson, er einn Ægismanna og þó að hálfrar aldar afmæli klúbbsins hafi verið á síðasta ári er hann beðinn að lýsa aðeins starfseminni í tilefni af hinni nýju bók. „Fimmtíu ár eru býsna langur tími í sögu eins félags sem vitanlega þró- ast með þjóðfélaginu. Eitt aðalverkefni Lionsklúbbsins Ægis hefur alla tíð verið að styðja við starfsemina að Sólheim- um í Grímsnesi og gleðja þá sem þar dvelja. Aðstæður fatlaðra ungmenna þar voru frumstæðar árið 1957 þegar klúbburinn komst á laggirnar. Heimilið var algerlega háð einni konu, Sesselju Hreindísi Guðmundsdóttur, sem stofn- aði það og gaf því alla sína krafta. Hún viðhafði þau orð einhvern tíma að hún hefði litið á aðstoð Lionsklúbbsins sem himnasendingu og lýsti Ægismönnum sem verndarenglum.“ Andrés nefnir þvottavél, saumavél og stóla í kennslustofu meðal fyrstu gjafa Lionsklúbbsins til Sólheima. Síðar hafi þeir haft eftirlit með byggingafram- kvæmdum þar og unnið að skipulagn- ingu staðarins. Einnig hafi þeir byggt upp gamla sundlaug á staðnum. „Við tókum tvö til þrjú ár í að gera laugina upp. Skrifstofublækur úr Reykjavík drifu sig í steypustígvélin, óku austur og reyndu að verða að liði,“ lýsir hann. Þótt nú sé vel gert við Sólheimaheim- ilið af hendi ríkisins segir Andrés enn þörf að styðja við félagslífið þar. „Við Ægismenn höfum haldið jólaskemmt- anir á Sólheimum í fimmtíu ár og bjóð- um heimilisfólkinu þaðan í bæinn einu sinni til tvisvar á ári. Þá er farið á veit- ingastað, í bíó eða bara labbað um Kringluna. Við reynum að hafa okkar framlag þannig að það nýtist heimilis- fólkinu sem best.“ Gróðursetning er eitt af því sem Lionsmenn hafa unnið að á Sólheim- um. Þegar gluggað er í hina nýútkomnu bók sem byggist að miklu leyti á fjör- lega skrifuðum fundargerðum sést að geiturnar á staðnum hafi vel kunnað að meta plönturnar. Margir þjóðþekktir menn hafa verið félagsmenn í Ægi gegnum árin. Andr- és nefnir Gunnar Ásgeirsson stórkaup- mann sem var einn af stofnendum. Einnig Sigfús Halldórsson tónskáld og marga fleiri. „Þetta var kallað- ur skemmtikraftaklúbburinn,“ segir hann. „Við vorum með svo marga fé- lagsmenn sem tengdust tónlist, gríni og fjölmiðlum til dæmis Svavar Gests, Magnús Ingimarsson og Ómar Ragn- arsson. Klúbburinn er þekktur fyrir kútmagakvöld sín sem hafa verið stærsta fjáröflun hans en þegar Andr- és er spurður um endurnýjun í klúbb- num dofnar yfir honum. „Því miður er viðhorfið til frjáls félagsstarfs breytt í þjóðfélaginu og það er erfitt að ná fólki inn í sjálfboðastarf,“ segir hann. „Okkur fækkar í klúbbnum og við ungu strákarnir sem gengum í hann fyrir þrjátíu árum erum þrjátíu árum eldri núna.“ Bókin fæst hjá Eymundsson í Aust- urstræti, Kringlunni, Smáralind og í netverslun þeirra. Einnig hjá Máli og menningu og hjá Lionsumdæminu. gun@frettabladid.is LIONSKLÚBBURINN ÆGIR: FAGNAR ÚTKOMU FIMMTÍU ÁRA STARFSSÖGU Skrifstofublækur í Reykjavík drifu sig í steypustígvélin LIONSFÉLAGAR Þeir Þórhallur Arason og Andrés B. Sigurðsson skemmta sér við að skoða nýju bókina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Kvennasögusafnið leitar eftir nöfnum stúlkna sem voru á myndum er fylgdu Teofani-sígarettum á árunum 1929 og 1930. Safnið á allmargar ómerktar myndir og biður lesend- ur Fréttablaðsins um aðstoð. Ef einhver ber kennsl á stúlk- urnar á myndunum er hann beðinn um að hafa samband við Kvennasögusafnið í síma 525-5779 eða í tölvupósti á net- fangið audurs@bok.hi.is Þekkir einhver þessar stúlkur? MERKISATBURÐIR 1610 Mikið illviðri stendur í einn dag og tugir manna verða úti, aðallega í Borg- arfirði og Miðfirði. 1805 Ítalska lýðveldið verður konungsríkið Ítalía. Napó- leon verður konungur en var áður forseti. 1907 Fyrsti fundur Verka- mannasambands Íslands er haldinn í Reykjavík. 1969 Golda Meir verður forsæt- isráðherra Ísraels. 1987 Fyrsta íslenska glasabarn- ið fæðist á Landspítalan- um, 12 marka drengur. 1987 Alþingi samþykkir ný lög, sem afnema prestskosn- ingar að mestu. 2003 Robin Cook, innanríkis- ráðherra Breta, segir af sér vegna ágreinings um stríð á hendur Írak. Á morgun hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti sem hverfist um al- þjóðadag gegn kynþáttamisrétti hinn 21. mars ár hvert. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu um 69 mót- mælendur sem myrtir voru þennan dag árið 1960 þegar þeir mótmæltu aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður- Afríku. Evrópuvikan miðar að því að uppræta mismunun, fordóma og þjóð- ernishyggju í álfunni og stuðla þannig að umburðarlyndu Evrópusamfélagi þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna. Birtingarmyndir kynþátta- misréttis eru ólíkar eftir löndum og menningarsvæðum en kynþáttamis- rétti nær yfir vítt svið – allt frá for- dómum til ofbeldisverka. Kynþátta- misrétti á Íslandi birtist helst í út- lendingafælni og duldum fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna en hefur því miður nýlega einnig brot- ist út í ofbeldi. Fordómarnir birtast einkum í hversdagslífinu – þegar talað er niður til þeirra sem ekki eru skil- greindir sem „hreinir“ Íslendingar og þeir fá lakari þjónustu og atvinnu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti hafin Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Njálsdóttir Lindasíðu 2, Akureyri, áður Þingvöllum, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 11. mars. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 19. mars kl. 13.30. Þorsteinn Óskarsson María Guðmunda Kristinsdóttir Jón Þórir Óskarsson Hlíf Guðmundsdóttir Ólafur Njáll Óskarssonn María Helga Kristjánsdóttir Sigurður Freyr Sigurðsson Lilja Ósk Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, Hulda Jónsdóttir sjúkraliði, Lágholti 19, Mosfellsbæ, sem andaðist á heimili sínu sunnudaginn 9. mars, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 18. mars kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Þráinn Þorsteinsson Fjalar Þráinsson Svanlaug Ída Þráinsdóttir Árni Valur Sólonsson Berglind Jóna Þráinsdóttir Jón Emil Magnússon Dagmar Lind Jónsdóttir Sigurlaug Einarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.