Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 34
 17. MARS 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli Stofur gegna margþættu hlutverki innan veggja heimilisins. Stofan er sjálfsagt sá staður á heimilinu sem gegnir hvað margþættustu hlutverki. Þar er hægt að hvíla lúin bein að loknum löngum degi, eiga góða stund með vinum og vandamönnum eða halda heljarinnar veislu ef sá gállinn er á manni. Nú eða bara gera ekki neitt í stofunni, slappa af og hafa það gott. Mikilvægt er að hafa þetta margþætta hlutverk til hliðsjónar við hönnun hverrar stofu, óháð því hvort fanga er leitað í for- tíðinni eða samtímanum. Framandi loft- ljós, tíglótt teppi og skringilegir skraut- munir eru tilvaldir til að endurskapa anda sjöunda áratugarins og varla þarf meira en smart sófa, kaffiborð, skenk eða skáp og nokkur ljós á flísa- eða parketlagt gólf til að fylgja straumum og stefnum í innan- hússhönnun nútímans. Ofar öllu er þó áríðandi að hanna stofu sem hverjum og einum líður vel í, hvaða leið sem viðkomandi kann svo sem að velja til takast ætlunarverkið. Meðfylgjandi myndir sýna einmitt ólík- ar aðferðir sem valdar hafa verið til að ná ætlunarverkinu. Vonandi gefa þær lesend- um einhverjar hugmyndir hvort sem til stendur að standsetja stofuna eða lífga upp á hana með lítils háttar breytingum. - rve Unaðsreitur í ýmsum útfærslum Fallegur bókaskápur getur gert gæfumun í stof- unni. Bæði segir hann mikið um húsráðendur og eins eru fallega innbundnar bækar stofustáss. Hér er forðast að ofhlaða og fyrir vikið fær hver hlutur notið sín. Vínrauðir litir, viður og leður kalla fram hlýju og notalegheit. Sófi í gráum lit sem kallast á við vegg- fóðrið, tilkomumikill standlampi og vandaðir skrautmunir vekja hugrenn- ingatengsl við sjöunda áratuginn. Ein pottaplanta, grænt teppi og stóll í sama lit er hið eina sem þarf til að gera hvíta og mínimalíska stofu hlýlega. Hér er það opið rými sem heillar og stofan staðstett fyrir miðju. Einföld, björt og nútímlega stofa, þar sem hver hlutur fær að njóta sín. N O RD IC P H O TO ES /G ET TY IM A G ES 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.