Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 70
42 17. mars 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. spjall 6. í röð 8. traust 9. hljóma 11. ekki 12. mæling 14. gáleysi 16. sjó 17. einkar 18. hætta 20. frá 21. uppspretta. LÓÐRÉTT 1. málmur 3. bardagi 4. aflaga 5. nágranni 7. smáræði 10. óhreinka 13. líða vel 15. svanur 16. sunna 19. ónefndur. LAUSN „Það má ekki vera of brjálað þegar maður er að vinna. Ellý Vilhjálms og Haukur Morthens eru fín og Maurice Chevalier, franskur gamall gaur. Beirut og sænska hljómsveitin Studio eru líka rosa fínar.“ Linda Loeskow, grafískur hönnuður. LÁRÉTT: 2. rabb, 6. rs, 8. trú, 9. óma, 11. ei, 12. mátun, 14. vangá, 16. sæ, 17. all, 18. ógn, 20. af, 21. lind. LÓÐRÉTT: 1. króm, 3. at, 4. brengla, 5. búi, 7. smávægi, 10. ata, 13. una, 15. álft, 16. sól, 19. nn. „Ég hef verið spurður að þessu mjög oft síðan að ég tók við emb- ættinu og svar mitt er einfalt: leik- húsið er almenningseign og það er jákvætt hversu margir fjölmiðlar fjalla um leikhús. Það er síðan þeirra sem njóta miðlanna að ákveða hvort þeir séu sammála gagnrýnandanum eða ekki,“ segir Magnús Geir Þórðarson, verðandi Borgarleikhússtjóri, þegar hann er inntur eftir því hvort leikhúsgagn- rýnandinn Jón Viðar Jónsson verði settur aftur á frumsýningarlista þegar hann tekur við. Jón Viðar var settur út af sakramentinu af Guð- jóni Pedersen eftir skrif sín í DV. Magnúsi tókst reyndar að koma sér hjá því að svara spurningunni beint en sagði að í orðum sínum fælust ákveðin vísbending. Hún gæti ekki skilist öðruvísi en svo að Jón Viðar yrði á hinum eftirsótta lista þegar nýtt leikár hæfist. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ríkir mikil eftirvænting vegna komu Magnúsar á mölina meðal leikhúsfólks í höfuðborginni. Og augljóst að margir listamenn hefðu áhuga á að starfa innan veggja Borgarleikhússins. Leikhús- stjórinn staðfesti að margir hefðu haft samband við sig en sagðist ekk- ert geta tjáð sig um það á þessari stundu. Þetta ætti allt eftir að skýr- ast á næstu vikum og mánuðum. Hann sagðist hins vegar vera djúpt snortinn yfir þeim áhuga sem lista- menn hefðu sýnt. Magnús sagði það ekkert launungarmál að stefna sín væri að gera gott betra. „Við viljum halda áfram að þróa starfsmanna- hópinn og styrkja hann. Þetta gerist hins vegar bara af yfirvegun og ró og ég er ekki að fara að blása í ein- hverja byltingarlúðra,“ segir Magn- ús sem telur starfsmannahópinn í Borgarleikhúsinu vera sterkan. „En vonandi bætast nýir sterkir menn í þann fríða hóp sem fyrir er,“ bætir Magnús við. Magnús hefur nýlokið við frum- sýningu á Dubbeldusch, leikverki eftir Björn Hlyn Haraldsson í leik- stjórn leikskáldsins. Verkið var síð- asta frumsýning hans hjá Leikfé- lagi Akureyrar en hann tekur við lyklavöldunum í Borgarleikhúsinu í ágúst. „Ég er reyndar ekki farinn að pakka búslóðinni en er búinn að setja niður í kassa dót af skrifstof- unni svo að nýr leikhússtjóri geti farið að koma sér fyrir,“ segir Magnús. freyrgigja@frettabladid.is MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON: ER EKKI AÐ FARA AÐ BLÁSA Í BYLTINGARLÚÐRA Býður Jón Viðar velkom- inn aftur í Borgarleikhúsið Kvikmyndaframleiðandinn Sigur- jón Sighvatsson hefur fengið grænt ljós frá spennu- og hryll- ingsrithöfundinum Stephen King á að gera kvikmynd eftir bók hans, Rose Madder. Sigurjón festi kaup á kvikmyndaréttinum fyrir nokkr- um árum á einn dollara með þeim formerkjum að rithöfundurinn hefði sitthvað að segja um hand- ritið og valið á leikstjóranum. „Hann er búinn að gefa vilyrði sitt og við erum búnir að ráða Rob Schmidt til að leikstýra, förum núna að leita að leikurum,“ segir Sigurjón í samtali við Fréttablað- ið. Sigurjón hafði ekki hitt rithöf- undinn sérlundaða heldur fóru samningaviðræður í gegnum umboðsmann hans sem er góður vinur Sigurjóns. Að sögn Sigur- jóns er leikstjórinn Rob Schmidt annálaður aðdáandi Kings og hefur að undanförnu vakið athygli fyrir taugatrekkjandi myndir með hryllingsívafi. Rose Madder kom út árið 1995 og segir frá eiginkonu ofbeldishneigðs lögreglumanns sem ákveður að flýja frá honum vegna barsmíða. Lögreglumaður- inn reynir að elta hana uppi en eig- inkonan kemst yfir málverkið Rose Madder sem hefur töluverð áhrif á framgang sögunnar. Bækur Stephens King hafa notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldinu og nægir þar að nefna Stanley Kubrick- kvikmyndina The Shining þar sem Jack Nicholson fór á kostum auk Stand By Me, Carrie og Shaw- shank Redemption. Sigurjón er stórtækur í kvik- myndaframleiðslunni um þessar mundir en tökum á kvikmyndinni Brothers er nýlokið í Nýja-Mex- íkó. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leika þau Jake Gyllen- haal, Natalie Portman og Tobey Maguire aðalhlutverkið en mynd- in er endurgerð dönsku verðlauna- myndarinnar Brødre eftir Susanne Bier. Þá er Sigurjón einnig með í vinnslu kvikmyndina Dark Highway. Upphaflega stóð til að góðkunningi Íslands, Kiefer Suth- erland, myndi taka aðalhlutverkið að sér en samkvæmt Sigurjóni hefur stórleikarinn Samuel L. Jackson fallist á að taka hlutverk- ið að sér. - fgg Sigurjón semur við Stephen King „Við eigum alveg eins von á því að vera eitt ár í viðbót. Þá erum við búnir að ná tuttugu árunum. Eftir það er hins vegar líklegt að við förum að leggja þessa ágætu fréttastofu á hilluna,“ segir Pálmi Gestsson Spaug- stofumaður. Fjórmenningarnir eru nú komnir í langþráð páskafrí og hyggjast taka lífinu með ró. Spaugstofu-gríninu lýkur síðan í apríl og Pálmi sagðist reikna með því að þeir myndu snúa aftur á skjáinn þegar sól tæki að lækka aftur á lofti. En það yrði þá í síðasta sinn. Þeir félagar hafa alltaf samið um eitt ár í senn og er óhætt að segja að mikið hafi gengið á í herbúðum þeirra á þessu ári. Fyrst var Randver Þorláksson rekinn og loks fannst borgarstjóra Reykja- víkur, Ólafi F. Magnússyni, að sér vegið í einum þáttanna. Samkvæmt áhorfskönnun Capacent sem birt var á vef þess á fimmtudaginn hefur áhorfið á Spaugstofuna aðeins dalað, mælist nú með rúmlega fjörutíu prósenta áhorf en þegar best lét samkvæmt þessum könnun- um mældist spéspegillinn með tæplega sjötíu prósenta áhorf, kvöldið sem Euro- vision-framlag þjóðarinnar var kosið. Pálmi segir þá félaga ekki vera mikið að pæla í þessu, bendir reyndar á að áhorfstölurnar flökti mikið í þessum könnunum og að þættir geti fengið og misst allt að þrjátíu prósenta áhorf viku frá viku. „Og svo hlýtur það reyndar að teljast gott fyrir íslenskan þátt sem hefur verið í gangi í tæpa tvo áratugi að fá þó fjörutíu prósenta áhorf,“ segir Pálmi. - fgg Spaugstofan vill eitt ár í viðbót EITT ÁR ENN Spaugstofan ætlar að vera eitt ár enn. Svo verður grínið lagt á hilluna frægu. KING NÆSTUR Sigurjón Sighvatsson ætlar að hefja framleiðslu á kvikmynd eftir bók Stephens King. EKKI BYRJAÐUR AÐ PAKKA Magnús Geir Þórðarson býr sig undir að taka við starfi leikhússtjóra í Borgarleikhúsinu. Hann undirbýr því flutninga frá Akureyri þar sem hann hefur verið leikhússtjóri. Magnús segist ekki byrjaður að pakka niður en er að taka til á skrifstofunni. Væntanlega hafa margir staldrað aðeins við þegar ný útvarpsaug- lýsing Eurobandsins tók að hljóma á öldum ljósvakans á dögun- um. Engu var líkara en að Kári Stefánsson, forstjóri deC- ODE, hefði tekið hönd- um saman við þau Friðrik Ómar og Regínu Ósk við að auglýsa ball á vegum sveit- arinnar á Players. Röddin minnti nánast óþægilega mikið á rödd Kára en við nákvæmari athugun kom í ljós að sá sem las reyndist svona skrambi góð eftirherma. Geiri á Goldfinger er í sérkennilegri stöðu gagnvart Birtingi og þá ekki síður öfugt. Mál hans á hendur Vikunni var tekið fyrir í síðustu viku og 8. maí verður tekið fyrir mál hans á hendur Jóni Trausta Reynis- syni, fyrrver- andi ritstjóra Ísafoldar. Geiri er hins vegar afar mikil- vægur auglýsandi fyrirtækisins og þannig hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að hann hafi á síðustu tveimur árum auglýst fyrir hátt í 30 milljónir í tímaritum og blöðum á vegum útgáfunnar. Hann telst því með mikilvægari kúnnum. Þorvaldur Þorsteinsson lista- maður hefur undir höndum afar athyglisverða skýrslu sem varðar íslenska listamenn, kaup þeirra og kjör gagnvart Listahátíð í saman- burði við erlenda listamenn sem koma fram á hátíðinni. Býður hún frekari umfjöllunar en halla mun allverulega á Íslendingana sem mega nánast lepja dauðann úr skel meðan erlendir listamenn hafa verið bornir á höndum Þórunnar Sigurð- ardóttur og þeirra kvenna sem sjá um Listahátíðina. -fgg/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.