Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 1
Milljarðar í vaskinn | Stærstu hluthafar fjárfestingarfélaganna FL Group og Existu hafa misst 100 milljarða af eignum sínum það sem af er árinu. Gengi beggja fé- laga hefur lækkað um rúm fjöru- tíu prósent á þeim rúmu tveimur og hálfa mánuði sem liðinn er af árinu. Skoða nýmarkaði | „Við erum að skoða sérstaklega tækifæri sem fæðast við breytingar á alþjóðleg- um mörkuðum,” sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, á ráðstefnu í New York í síðustu viku. Nefndi hann sérstak- lega Rússland en líka Indland og Kína. Þetta væru vaxtamarkaðir á meðan þróaðri markaðir væru að minnka í hlutfalli við þá. Vinsæll forsætisráðherra | Fjöl- margir bandarískir fjölmiðlar, svo sem frá Reuter og Bloom berg, ósk- uðu eftir viðtali við Geir H. Haarde forsætisráðherra sem í síðustu viku kynnti íslenskt efnahagslíf í New York í Bandaríkjunum. Fresta skoðun | Evrópsk sam- keppnisyfirvöld hafa framlengt frest vegna skoðunar á samkeppnis- legum áhrifum kaupa Marel Food Systems á Stork Food Systems til 21. apríl næstkomandi. Framleng- ingin er tilkomin vegna þess að uppfæra þurfti tækni legar upp- lýsingar en ekki vegna samkeppn- isréttarlegra sjónarmiða. Tryggja fjármögnun | Glitnir ætlar að gefa út breytileg skulda- bréf upp á allt að fimmtán millj- arða króna sem síðar verður breytt í hlutabréf í bankanum. Formúlan Glamúr og peningar 14 Arðgreiðslur Dragast saman um helming 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 19. mars 2008 – 12. tölublað – 4. árgangur FL Group Ris og fall 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Atburðir síðustu vikna benda til alvarlegs skipbrots peninga- stefnu Seðlabanka Íslands, segir Erlendur Hjaltason formað- ur Viðskiptaráðs Íslands, í grein sem hann ritar í blað dagsins. „Þannig telja fjárfestar hag sínum betur borgið í erlendum myntum þrátt fyrir vaxtamun sem nemur rúmlega tíu prósent- um á ári og þar með hefur síð- asta vígið í baráttu bankans við að halda verðlagi stöðugu fallið,“ segir Erlendur og kveður fyrir liggja að Seðlabankinn geti ekki með góðu móti lækkað stýrivexti, enda verðbólga langt yfir mark- miði bankans og krónan í hraðri veikingu. Erlendur segir flestum ljóst að aukinn efnahagslegur stöðugleiki sé grundvallarforsenda þess að krónan eigi sér framtíðarvon og brýnt að stjórnvöld grípi til mark- vissra aðgerða til að styrkja efna- hagsstjórn og auka á trúverðug- leika peningastefnunnar. Um leið segir hann ýmislegt benda til að hag Íslendinga verði betur borgið til framtíðar með upptöku evru. Samninga- og samrunaferli vegna inngöngu þjóðar innar í Evrópusambandið og upptöku evru segir Erlendur geta tekið þrjú til fimm ár. „Þetta má þó ekki nýta sem afsökun til að ýta umræðunni á undan sér. Sú stað- reynd að fimm ár gætu liðið frá því Ísland ákvæði að sækja um aðild að Evrópusambandinu þar til það væri fullgildur meðlimur sambandsins og myntbandalags- ins ætti þvert á móti að hvetja stjórnvöld til að komast að niður- stöðu sem fyrst.“ - óká / Sjá síðu 10 Síðasta vígi Seðlabankans fallið að halda haus...??!! nánar www.lausnir.is Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com „Mér er það óskiljanlegt hvernig þeir sem kaupa megnið af sinni orku af Landsvirkjun fara að því að selja rafmagnið aftur til neyt- enda á svipuðu verði og við,“ segir Hjörleifur Kvaran, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, spurður hvers vegna svo stór aðili geti ekki boðið almenningi betur en raun ber vitni. Hjörleifur segir að Orkuveit- an framleiði sjálf um helminginn af því rafmagni sem hún selur almennum notendum. Það kosti mun minna en það sem sé keypt af heildsalanum Landsvirkjun. „Það sem við framleiðum sjálfir gerir okkur kleift að bjóða raf- magnið á 3,52 kr. á kílóvattstund,“ segir Hjörleifur. - ikh / Sjá síðu 12 Heildsalan dýr Á HELLISHEIÐI Orkuveita Reykjavíkur virkjar jarðvarma á Hellisheiði í nágrenni höfuðborgarinnar. MARKAÐURINN/GVA Björgvin Guðmundsson og Ingimar Karl Helgason skrifa „Við höfum hugað að því að bankarnir fái rýmri kjör hjá Seðlabankanum. Ekki í neinum stórum stíl þó. Við höfum átt náin samtöl við forystumenn bankanna, en ekki er búið að ljúka þeim öllum,“ sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri í samtali við Markaðinn í gær. Hann vildi ekki greina nánar frá samskiptum sínum við forystumenn bankanna, en þeir funduðu í Seðlabankanum í fyrradag. Bolli Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðu- neytinu, kallaði í gær saman samráðshóp til að fjalla um fjármálastöðugleika í landinu. Krónan hélt áfram að hríðfalla gagnvart erlendum gjald- miðlum fram eftir degi. Margir sem Markaðurinn talaði við sögðu að opinberir aðilar yrðu að grípa inn í núverandi aðstæður. Bolli segir að farið hafi verið yfir stöðuna og þróun undanfarinna daga. Ýmsar hugmyndir séu ræddar á þessum fundum, sem haldnir séu reglu- lega. Hópnum er ætlað að vera ráðgefandi en taki ekki ákvarðanir um aðgerðir. Það sé á forræði ráðu- neyta eða stofnana. Í hópnum eiga sæti auk Bolla ráðuneytisstjórar fjármála- og viðskiptaráðuneytis- ins, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Seðlabankans. Geir Haarde forsætisráðherra sló á allar hug- myndir um aðkomu ríkisvaldsins við þessar að- stæður á fjármálamörkuðum eftir ríkisstjórnar- fund í gærmorgun. Hann sagði að gengislækkun krónunnar væri ekki komin á það stig að það kallaði á sérstakar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hópur fulltrúa norrænna seðlabanka, sem eiga að vinna saman að viðbrögðum við fjármálaáfalli í banka sem starfar í fleiru en einu norrænu ríki, kom saman fyrir viku. Ef fjármálaáföll eiga sér stað breytist þessi hópur í viðbragðshóp óski ein- hver seðlabanki eftir því. Tryggvi Pálsson, full- trúi Seðlabanka Íslands í hópnum, segir þá stöðu ekki uppi. Davíð Oddsson segir að Seðlabankinn sjái ekki að gengislækkun krónunar undanfarið hafi verið fyrir atbeina erlendra aðila. Viðskiptabankarnir hafi sankað að sér erlendum gjaldeyri til að verja eigin- fjárstoð sína. „Við vorum hlynntir því, því við vild- um ekki að eiginfjárstoðin veiktist,“ segir seðla- bankastjóri. Í skoðun að rýmka lánskjör bankanna Stjórnvöld funda um fjármálastöðugleika. Forsætisráðherra tekur fyrir aðkomu ríkisstjórnarinnar. Krónan fellur áfram.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.