Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 19. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R „Gullforðinn hefur fylgt okkur frá því árið 1930,“ segir Torben Nil- sen, stjórnarmaður í danska seðlabankanum. Bankinn hefur ekki í hyggju að selja úr búrinu, að hans sögn. Danski seðlabankinn á 66,5 tonn af gulli en hann liggur í hirslum Englandsbanka í Bretlandi. Verðmætið hefur rokið upp síð- ustu mánuði eftir því sem harðnað hefur á dalnum á hlutabréfamarkaði en fjárfest- ar hafa hópast á hrávörumarkaði og tryggt fé sitt í þessum mjög svo gamaldags gjald- miðli, sem er vægast sagt gulltryggður. Gullforðinn hefur aukist hratt upp á síðkastið og nemur verðmæti hans nú tíu milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 160 milljarða íslenskra króna. Seðlabankinn hefur hagnast ágætlega á niðursveiflunni með þessum hætti en á síð- asta ári einu saman jókst verðmæti gullforð- ans um 1,3 milljarða danskra króna, samkvæmt út- reikningum danska dagblaðsins Berlingske Tidende. - jab Danir sitja sáttir á gullbirgðum Stjórn bresku kráakeðjunnar Mitchells & Butler er sögð íhuga að selja hlut í félag- inu til að bæta eiginfjárstöð- una. Stærsti hluthafi keðjunn- ar er fasteignamógúllinn Ro- bert Tchenguiz, stjórnarmaður í Existu og stór viðskiptavinur Kaupþings í Bretlandi. Breskir fjölmiðlar hafa ýjað að því lengi að hluthaf- ar Mitchells & Butlers gætu þurft að losa um eign- ir, jafnvel sameina það Punch Taverns, sem þegar hefur lagt fram yfir töku tilboð í kráakeðj- una. Salan þykir þrautalending eftir að félagið tapaði 274 millj- ónum punda, tæpum 40 millj- örðum íslenskra króna, á af- leiðusamningum sem bæta áttu skuldastöðu félagsins en höfðu þveröfug áhrif. Viðskiptin voru í samstarfi við viðskipta- banka kráarinnar, sem sneri við þeim baki þegar lausafjár- þurrðin barði að dyrum. Fjárfestarisarnir í dyragætt- inni eru félögin CVC og Black- stone, að sögn breska dagblaðs- ins Telegraph. Hugsanlegt er að þeir veiti kráarkeðjunni lán með breytirétti, sem geti tryggt þeim inngöngu í hluthafahóp- inn, að sögn blaðsins. - jab Robert Tchenguiz undir feldi „Það verður að endur skoða siða- reglur norska olíu- sjóðsins,“ segir Tina Aagaard, talskona vinstrikvenna í Nor- egi, í samtali við norska dagblaðið Dagens Nær- ingsliv. Aagaard hefur ásamt þarlendum kven- réttindasamtökum gagn- rýnt stjórnendur norska sjóðsins harðlega fyrir að kaupa hlutabréf í bandaríska út- gáfufélaginu Playboy Enterprise, sem gefur meðal annars út samnefnt tíma- rit. Þetta þykir ekki samrýmast sið- ferðilegri og ábyrgri fjárfestingarstefnu sjóðsins, sem kynnt var í fyrra. Sjóðurinn fjárfest- ir af þeim sökum ekki í fyrirtækjum sem tengjast hergagnaframleiðendum, svo dæmi sé tekið. Sjóðurinn var í fyrra skráður fyrir hlutabréf- um í Playboy fyrir jafnvirði 125 þúsund banda- ríkjadala, eða 0,039 prósent af heildarhluta- fé hans. Olíusjóðurinn, sem hefur byggt auð sinn á tekjum af olíu- og gassölu fyrir komandi kynslóðir, hefur tútnað út síð- ustu mánuði samhliða miklum verð- hækkunum á hráolíuverði á heimsvísu. Verðmæti hans liggur nú í 1.900 milljörð- um norskra króna, jafnvirði tæpra 29 þús- und milljarða íslenskra króna, og er í dag stærsti lífeyrissjóður í heimi. Sá hængur er á að ráðamenn hafa takmarkaðar heimildir til að nýta sér auðinn almenningi til hags- bóta, að sögn Aftenposten. - jab PLAYBOY-KANÍNUR Norski olíusjóðurinn, sem hefur gefið sig út fyrir ábyrga og siðferðilega fjárfestingar- stefnu, átti hlutabréf í Playboy-útgáfunni á síðasta ári. Norskur lífeyrir geymdur í klámi Undirmálslánakreppan hefur kostað bandarísk trygginga- fyrirtæki 38 milljarða dala, jafn- virði 2.700 milljarða íslenskra króna, samkvæmt útreikningum Bloomberg-fréttaveitunnar. Í flestum tilvikum er um að ræða bókfært tap á verðbréfa- eignum. Fyrirtækin kjósa frem- ur að halda í eignasöfn sín, sem hafa hríðfallið í verði upp á síð- kastið, en að selja þau með af- slætti, að sögn Bloomberg. Bókfærða tapið er aðeins þremur milljörðum dala minna en félögin urðu að punga út vegna tjóna og flóða af völd- um fellibylsins Katarínu haustið 2005. Náttúruhamfarirnar voru þær verstu í sögu Bandaríkj- anna en í þeim létust fimmtán hundruð manns auk þess sem rúmur helmingur íbúa New Or- leans missti heimili sín. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Robert Haines, greinanda hjá CreditSights í Bandaríkjun- um, lítið þurfi til að undirmáls- lánakreppan verði trygginga- félögum dýrari en náttúruham- farirnar. Menn bíði hins vegar botnsins á hlutabréfamarkaði þegar viðsnúningur snúi geng- inu til betri vegar. - jab NEW ORLEANS EFTIR FELLIBYLINN Lítið vantar upp á að undirmálslánakreppan verði bandarískum tryggingafyrirtækjum dýrkeyptari en fellibylurinn Katarína sem reið yfir fyrir þremur árum. Undirmálskreppa verri en náttúruhamfarir F A B R I K A N Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Afkoma bandarísku fjárfestingarbank- anna Lehman Brothers og Goldman Sachs var birt í gær og nokkuð yfir væntingum. Menn hafa lengi beðið eftir uppgjörum bankanna og hamrað á hverri hrakspánni á fætur annarri í skugga lausafjárþurrðar. Heldur hrikti í stoðunum í vikunni eftir að samkomulag náðist um helgina um að bandaríski bankinn JP Morgan keypti hinn tæplega níræða Bear Stearns fyrir 236 milljónir dala, jafnvirði 18 milljarða ís- lenskra króna miðað við gengi Bandaríkjadals gagn- vart íslensku krónunni í gær. Þetta er gjafverð enda verðið tveir dalir á hlut. Til samanburðar lá meðal- verðið í 160 dölum á hlut á fyrri hluta síðasta árs. Þetta er 98 prósenta verðfall. Stjórnendur Bear Stearns, fimmta stærsta fjár- festingarbanka Bandaríkjanna, vísuðu því á bug í vikunni að bankinn glímdi við lausafjárþurrð sökum afskrifta á verðbréfa- og lánavöndlum sem tengj- ast bandarískum undirmálslánum. Afkoma bankans hefur engu að síður hríðversnað upp á síðkastið og var síðasta ár eitt það versta í bókum félagsins um áraraðir. Menn eru uggandi um framhaldið og útiloka ekki að fleiri bankar gætu lent í vandræðum vegna gríðarlegra vandræða sem tengjast bandarískum fasteignalánamarkaði. Helst hafa menn nefnt veika stöðu Lehman Brothers, fjórða stærsta fjár- festingarbanka Bandaríkjanna, og hugsan lega Goldman Sachs, stærsta fjárfestingarbanka heims. Richard Fuld, forstjóri bankans, hefur hins vegar lagt á það ríka áherslu upp á síðkastið að bank- inn standi traustum fótum og muni ekki lúta í duftið vegna ytri aðstæðna, líkt og breska blaðið Guardian og fleiri fjöl- miðlar höfðu eftir honum í gær. Afkoma Lehman á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda febrúar, var hins vegar nokkuð yfir væntingum. Hagnaður nam 489 milljónum dala á tímabilinu, 81 senti á hlut sem er níu sentum meira en reiknað hafði verið með. Þetta er engu að síður 57 prósenta samdráttur á milli ára sem skýrist af af- skriftum á fasteignalánum upp á 1,8 milljarða dala. Eignastaða bankans er hins vegar ágæt, nemur 98 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 7.517 milljarða ís- lenskra króna. Hagnaður Goldman Sachs nam á sama tíma 1,5 milljörðum dala, sem er 53 prósenta samdráttur á milli ára. Þetta er 3,23 dala hagnaður á hlut sam- anborið við væntingar upp á 2,59 dali á hlut. Gengi beggja banka hækkaði nokkuð vestanhafs í gær vegna afkomufréttanna. Afkoman yfir spám Tveir stórir fjárfestingarbankar birtu uppgjör sín í gær. Afkoman var yfir spám og blása þeir á orðróm um veika stöðu. RICHARD FULD

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.