Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 10
 19. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● byggingariðnaður Höfðatorgsreiturinn er nú að taka á sig mynd. Við Borgartún 10 til 12 er stór bygging sem gengur undir nafninu Reykja- víkurhúsið. Þar mun borgin setja undir sama þak nokkrar af helstu skrifstofum sínum. Reykjavíkurhúsið er að taka á sig mynd, en eins og atvinnuhúsa er háttur skiptir máli að innan ytri veggja ríki gott andrúmsloft og er sveigjanleiki einn af mikilvægari þáttunum til að skapa það vinnuum- hverfi sem þarf. Til að ná því markmiði völdu PK- arkitektar, sem hönnuðu Reykja- víkurhúsið, kerfisveggina Maars String2, sem Mest flytur inn. Slíkir veggir þykja hafa komið vel út, en þeir eru aðallega ætlaðir fyrirtækj- um og stofnunum en geta nýst í íbúðarhúsnæði. „Það er mikill tímasparnaður í String2-kerfisveggjum, því vegg- einingarnar koma sem tilbún- ar kassettur og eru slegnar í með kjullu. Það þarf að festa botn skúffu og loftaskúffu, setja stoðir og svo eru kassetturnar slegnar í,“ upplýs- ir Ragnar Björgvinsson, söluráð- gjafi hjá Mest, sem telur þetta kerfi gott þar sem ekki taki nema tvær vikur að klára 1.600 fermetra hæð. Ragnar bendir á að veggirnir komi einnig í léttari einingum, þar sem hvor hlið er stök en ekki heill veggur. Hann segir það gera vinn- una auðveldari og eins verði fleiri möguleikar í uppsetningu. Það verði til þess að einfalt sé að skipta út ef skemmdir verði eða breyta eigi útliti. „Kerfisveggir eru færanlegar kassettur sem dregnar eru út með sogblöðkum og tekur sú aðgerð örfáar mínútur. Oftast eru kerfis- veggir notaðir með kerfisloft- um, en þó ekki alltaf. Ef færa þarf veggi verða göt eftir í loftplötum sem auðvelt er að skipta út þannig að það verða enginn ummerki eftir veggina,“ útskýrir Ragnar og full- yrðir að enginn vandi sé að endur- hanna rými sem nota þessa tegund veggja eða skilrúma. Góð reynsla er þegar komin af þessum nýju veggjum, sem mega nú þegar þola ágang nemenda Menntaskólans í Hamrahlíð og fá á næstunni það hlutverk að skilja að starfsmenn Reykjavíkur borgar við Höfðatorg. - vaj Yfirmenn hollenska fyrirtækisins Maars í heimsókn á Höfðatorgi. Þau Louise de Lange og Thijs Mouw heilluðust af hönnun PK arkitekta og nýtingu nýju kerfisveggj- anna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fleiri möguleikar í uppsetningu Hið nýja háskólatorg sem vígt var 1. desember síðastliðinn í HÍ hefur sannað gildi sitt. Það iðar af lífi hvern einasta skóladag, ekki síst í hádeginu þegar kennarar og nemendur úr öllum deildum flykkjast í Hámu til að seðja lík- amlegt hungur. Fyrir utan veitingarnar er margs konar þjón- ustu að fá á Háskólatorgi. Þar er Stúdentaráð, Náms- og starfsráðgjöf, Nemendaskrá, Félags- stofnun stúdenta og Alþjóðaskrifstofa, svo og bóksalan. Frá torginu liggja svo leiðir til allra átta því það tengir saman fjórar byggingar. Háskólatorg er á þremur hæðum. Þar eru kennslusalir, lesstofur og tölvuver auk þeirrar þjónustu sem að ofan er talin. Listaverk í loft- inu með tilvísun í Hávamál, Vits er þörf þeim er víða ratar, er gætt þeirri náttúru að gæsir í miðju þess fljúga alltaf mót vindátt. - gun Þar sem hjartað slær Tillögur að Vatnsmýrarskipulagi þekja nokkra veggi á Háskólatorgi. Þessi er á neðstu hæð. Þó að nóg sé af stólum á torginu þykir sumum best að sitja flötum beinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stiginn milli fyrstu hæðar og annarrar er með lágum en djúpum þrepum. Hér er setið bæði við lestur og skriftir auk fæðuinntöku. Tölvutenging fyrir fartölvur er í hverju borði. Bóksalan er á vinstri hönd. Gruflað og grúskað. Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar og Horn- steinar, fyrirtæki Ögmundar Skarphéðins- sonar, hönnuðu húsið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.