Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 12
 19. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● byggingariðnaður ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Svalirnar nýttar allt árið um kring. Hvað er það sem Ísland og Finnland eiga sameiginlegt? Fyrir utan að bæði löndin telja sig eiga tilkall til hins eina sanna jólasveins er óneitan- lega hægt að fullyrða að veðurblíða er ekki helsta aðdráttarafl þessara landa vetrarmyrkurs, vætu og kulda. Til þess að njóta frekar en blóta hafa Finnar verið duglegir að finna leiðir til að njóta útiveru á óhefðbundinn hátt. Allir þekkja sögur af finnsku sauna en nú er önnur finnsk hefð að verða vinsæl hér á landi. Sí- fellt fleiri hús- og íbúðaeigendur velja að loka svölum sínum með svala- gleri. Svalagler er tiltölulega ódýr og hentug leið til að nýta rými á svölum og útipöllum sem annars eru köld og blaut. Aðrir kostir svalaglers eru að með því næst einangrun sem kemur í veg fyrir leka, minnkar við- hald á svalagólfum og gluggum, dregur úr umhverfishávaða og minnk- ar hættu á innbrotum. Svalagler spillir ekki útsýni og þegar veðurguðirnir eru góðir er lítið mál að opna upp á gátt og hleypa sól og hlýrri golu inn. Er það ekki hugguleg tilhugsun að sitja á heitum svölum á köldu vetrarkvöldi, horfa á norðurljósin eða fylgjast með þeim úti sem eru að berjast við kuldann sem bítur? - vaj Svalt eða kalt á svölum Íslenskir aðalverktakar eru nú að byggja fjölbýlishús við Mánatún 3 og 5. Húsin eru samföst með samtals 55 íbúðum. Verkið skiptist í tvo hluta; Mána- tún 3 sem er sex hæða hús þar sem íbúðir eru með sérinngangi af svalagangi og Mánatún 5 sem er níu hæða hefðbundið stigahús. „Íbúðir í Mánatúni 5 verða afhentar kaupendum í byrjun desember 2008 en íbúðir í Mána- túni 3 verða afhentar kaupend- um í byrjun apríl 2009. Íslenskir aðal verktakar hafa frá árinu 1997 byggt í hverfinu um 300 íbúðir,“ segir Eyjólfur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Íslenskra aðalverktaka. Reiturinn sem byggt er á hefur verið kenndur við Bílanaust sem var á reitnum í eina tíð, auk bíla- þvottastöðvar og Akoges-salarins. Á þessum reit verða byggðar um 200 íbúðir. Um þrjátíu manns eru á verkstað við vinnu þessar vikurn- ar en sú tala á eftir að tvöfaldast þegar mest verður.Verkið gengur vel og uppsteypu er nánast lokið. Sala íbúðanna hjá Íslenskum aðal- verktökum er nýhafin. - mmr Fjölbýlishús í Mánatúni HVAÐ ER VERIÐ AÐ BYGGJA? Mánatún eins og byggingin verður í sinni endanlegu mynd. Byggingaframkvæmdir standa nú yfir við Mánatún og vindur verkinu vel áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Með svalagleri næst einangrun sem hindrar leka og minnkar við- hald á svalagólfum og gluggum, svo fátt sé nefnt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.