Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 19. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRI: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Jón Skaftason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorgvin@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l jsk@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl Engum blöðum er um það að fletta að enn eru ekki öll kurl komin til grafar vegna undirmálslánaklúðursins í Bandaríkjunum. Fjárfestar með hland fyrir hjartanu eftir hrakfarir ameríska bankans Bear Stearns stuðluðu meðal annars að hruni krónunnar í byrjun vikunnar. Helstu áhyggjur fjármálaheimsins varðandi þróun mála snúa hins vegar núna að fjármálatryggingafyrirtækjum þeim sem ábyrgjast skuldabréfaviðskipti. Um slíkar upphæðir er að ræða í þessum við- skiptum að erfitt er að gera sér í hugarlund. Nú er staðan sú að kom- ist eitthvert þessara fyrirtækja í slík vandræði að alþjóðleg matsfyrir- tæki lækki lánshæfismatseinkunn þeirra, mun slíkt endurmat á lánshæfi ganga yfir öll skuldabréf og skuldabréfavöndla sem viðkomandi fyrir- tæki er í ábyrgð fyrir og rýra verðgildi þeirra. Atburðarás sem þessi væri alvarleg og kynni að vinda upp á sig með afgerandi hætti, jafn- vel þannig að heilu bæjarfélögin vestra færu á hliðina. Um leið er það þannig að vandamálin virðast mest í Bandaríkjunum, og réttilega, því þar eru upptökin. Vandinn er bara sá að vegna þess hve Bandaríkin vega þungt í viðskiptum heimsins er þeirra vandi allra vandi. Undirmálslánakreppan og lausafjárvandi heimsins sem af henni er sprottinn er þannig vaxið mál að ólíklegt er til að draga úr fordómum í garð Bandaríkjamanna, sem stundum hafa verið orðaðir við heimsku, skammsýni og græðgi. Vestra fengu fasteignamiðlarar lausan tauminn í að selja Pétri og Páli endurfjármögnunarlán með fasteignaveði og fengu greitt fyrir afköst í sölu. Upp úr þessu umhverfi spruttu ævintýralega góð kjör á fasteignalánum þar sem jafnvel þurfti ekki að byrja að greiða af láninu fyrr en eftir eitt til tvö ár og lítið að því gætt hverjum væri verið að lána peninga og út á hvaða veð. Miðlurunum var nokk sama, þeir fengu greitt per samning. Til voru orðin undirmálslán. Síðan tóku bank- arnir ytra við undirmálslánum og vöndluðu þeim saman í skuldabréfa- vafninga sem fengu hið fagra heiti CDO, voru áferðar fallegir mjög. Al- þjóðleg matsfyrirtæki féllu í þá gryfju að gefa þeim góða einkunn og vafningarnir því taldir afar góður fjárfestingarkostur. Bloomberg lýsti á mánudag viðhorfi á fjármálamörkuðum til íslensks efnahagslífs og banka. Þar meta menn það svo að hátt skuldatrygging- arálag sé til marks um að menn telji einhvern banka hér jafnvel eiga á hættu að komast í þrot. Virðist engu breyta um þetta viðhorf þótt ríkið sé nær skuldlaust og bankarnir árétti góða lausafjárstöðu og fjármögnun starfsemi langt fram í tímann, auk þess sem þeir séu lausir við áhættu af fyrrnefndum undirmálslánum og hafi ekki tekið þátt í slíkum „fjármála- gjörningum“ með amerískum og sum evrópskum kollegum sínum. Svartnættið er hins vegar ekki algjört því greinendur hafa sumir hverjir loks áttað sig á að skuldatryggingarálag á evrópska banka er komið út úr öllu korti. Þannig segir í greiningu Merrill Lynch fyrir sléttri viku að nú fari að líða að viðsnúningi hvað evrópska banka ræðir og mælir greiningardeildin með kaupum í mörgum stórum bönkum á megin- landinu. „Við gerum okkur ljóst að hlutir gætu enn færst til verri vegar áður en þeir batna. Um leið höfum við í huga að ef til vill er aldrei hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær viðsnúningur verður,“ segir þar. Farið er yfir aðgerðir evrópskra banka til að bregðast við lausafjárskorti og meðal annars tínt til hvernig Kaupþing hætti við kaupin á NIBC, Lands- bankinn hafi hætt við kaup á bankastarfsemi Close Brothers og hvernig Glitnir hafi lokað útibúi í bankans í Kaupmannahöfn og ætli að einbeita sér að kjarnastarfsemi á árinu. Aðgerðir evrópskra banka eru kallaðar „hikandi skref til veraldar nýrrar og góðrar“. Ekki sér fyrir endann á vandræðum vegna kerfisvanda bandarísks fasteignamarkaðar sem hefði átt að vera augljós. Bjánaskapur ógnar fjármálakerfi heims Óli Kristján Ármannsson Fyrir rúmum mánuði síðan hélt Viðskiptaráð Íslands árlegt Við- skiptaþing sitt undir yfirskrift- inni „Íslenska krónan: byrði eða blóraböggull?“. Yfirskrift þings- ins vísaði til þess mikla óróa sem einkennt hefur krónuna síðastlið- in misseri. Það verður skýrara með hverjum mánuðinum hversu mikilvægt málefni er hér á ferð enda er það fæstum óviðkomandi. Hvort sem horft er til lánakjara einstaklinga, innlends verðlags, stöðugleika í rekstri alþjóðlegra fyrirtækja, aðgengis að fjár- magni eða almenns efnahagslegs stöðugleika er ljóst að breytinga er þörf. Það ætti að vera markmið stjórnvalda að hér verði rekstrar- umhverfi fyrirtækja eins og það gerist best annars staðar og fyrir- komulag peningamála hlýtur þar að vera efst á baugi. Vandamál tengd íslensku krón- unni hafa ekki minnkað á þeim tíma sem liðinn er frá þinginu. Aukin áhættufælni á fjármála- mörkuðum og vaxandi áhyggj- ur af samdrætti í alþjóðahagkerf- inu hafa leitt til þess að krón- an hefur veikst um 20 prósent á þessum stutta tíma. Ef ekki kemur til snöggrar gengisstyrk- ingar á næstu vikum er fyrirséð að verðbólga aukist, nema aðlög- un fasteigna- og vinnumarkaðar verði þeim mun hastarlegri. Það er því ólíklegt að barátta Seðla- banka Íslands við verðbólguna beri árangur í náinni framtíð. Að sama skapi liggur fyrir að Seðlabankinn getur ekki með góðu móti lækkað stýrivexti sína, enda verðbólga langt yfir mark- miðum bankans og íslenska krón- an í hraðri veikingu. Atburðir síð- ustu vikna benda því til alvarlegs skipbrots peningastefnu bankans. Þannig telja fjárfestar eyri sínum betur borgið í erlendum myntum þrátt fyrir vaxtamun sem nemur rúmlega 10% á ári og þar með hefur síðasta vígið í baráttu bank- ans við að halda verðlagi stöð- ugu fallið. Það er flestum ljóst að auk- inn efnahagslegur stöðugleiki er grundvallarforsenda þess að ís- lenska krónan eigi sér von um framtíð. Til að svo megi verða er brýnt að stjórnvöld grípi til mark- vissra aðgerða til að styrkja hag- stjórn og auka á trúverðugleika peningastefnunnar. Í skýrslu Við- skiptaráðs til Viðskiptaþings 2008 er gerð grein fyrir mörgum slík- um aðgerðum. Meðal þess helsta má nefna aukið aðhald í útgjalda- þróun hins opinbera, tilfærslu stórra atvinnuverkefna frá hinu opinbera til einkaaðila, endur- skoðun á fyrirkomulagi Íbúða- lánasjóðs, stórauknum sveigjan- leika stjórnvalda gagnvart alþjóð- legum fyrirtækjum, niðurfellingu innflutningshindrana og afnám hafta á erlendum fjárfestingum. Þetta er hluti af þeim brýnu verk- efnum sem fyrir stjórnvöldum liggja, hvort sem ákveðið verður að halda krónunni eða kasta. Í því samhengi er mikilvægt að stjórn- völd grípi til aðgerða sem allra fyrst, enda aðstæður á mörkuðum afar krefjandi um þessar mundir. Ýmislegt bendir til þess að hag Íslendinga verði betur borgið til framtíðar með upptöku evru. Til að það borgi sig fyrir Íslendinga að halda eigin mynt verður ávinn- ingur sjálfstæðrar peningastefnu að vega þyngra en fórnarkostn- aður hennar. Það eru margir ann- markar á því að reka sjálfstæða peningastefnu í jafn opnu og sveiflukenndu hagkerfi og það ís- lenska er. Ef ekki reynist unnt að byggja upp trúverðugleika pen- ingastefnu Seðlabanka Íslands er líklegt að ábati af sjálfstæðri pen- ingastefnu sé hverfandi. Undir þeim kringumstæðum er hag- kvæmara að afsala sér sjálfstæði í peningamálum og taka upp aðra mynt. Í ljósi þess að meirihluti utan ríkisviðskipta Íslendinga er við lönd innan evrópska mynt- bandalagsins væri evran heppi- legasti kosturinn. Afsal á eigin mynt og sam- runi við stærra myntsvæði leiðir til hagræðis enda minnk- ar bæði gengisáhætta og við- skiptakostnaður. Að sama skapi myndi upptaka evru lækka vaxta- stig, auka utanríkisviðskipti og dreifa áhættu hagkerfisins með meiri erlendri fjárfestingu. Enn fremur hefur mikill vöxtur ís- lenska banka kerfisins leitt til þess að staða Seðlabanka Íslands sem lánveitandi til þrautarvara er ekki eins traust og áður. Með það í huga væri mikill akkur fyrir íslenskt fjármálakerfi ef Seðla- bankinn fengi bakhjarl í evrópska seðlabankanum. Af þeim leiðum sem eru færar er aðild að myntbandalagi Evr- ópu tvímælalaust hagkvæmasti kostur inn. Ekki liggur fyrir hvort aðgengi að evrópska seðlabank- anum sem lánveitanda til þrautar- vara væri til staðar með nokkru öðru móti. Að sama skapi væri beinn kostnaður annarra leiða, til að mynda vegna myntsláttuhagn- aðar og upphaflegra myntskipta, þó nokkur. Að lokum má gera ráð fyrir að nafnvextir á Íslandi yrðu hærri en á evrusvæðinu ef notast yrði við myntráð eða ein- hliða upptöku evrunnar. Það er hinsvegar ljóst að meginskilyrðið fyrir þátttöku í myntbandalagi Evrópu er aðild að Evrópusam- bandinu. Innganga í Evrópusambandið hugnast ekki öllum. Í því samhengi er mikilvægt að skoða sérstaklega hagsmuni íslensks sjávarútvegs, enda sjávarútvegur meðal mikil- vægustu atvinnugreina landsins. Það liggur að sama skapi fyrir að innganga í Evrópusambandið og upptaka evru ætti sér ekki stað á einni nóttu. Samninga- og sam- runaferlið gæti líklega tekið þrjú til fimm ár. Þetta má þó ekki að nýta sem afsökun til að ýta um- ræðunni á undan sér. Sú stað- reynd að fimm ár gætu liðið frá því Ísland ákvæði að sækja um aðild að Evrópusambandinu þar til það væri fullgildur meðlimur sambandsins og myntbandalags- ins ætti þvert á móti að hvetja stjórnvöld til að komast að niður- stöðu sem fyrst. Hvert sem markmiðið verður er skýr stefnumörkun alltaf væn- legur kostur. Sitji stjórnvöld með hendur í skauti er hætt við því að evra verði tekin upp með óskipu- lögðum og óformlegum hætti. Þar með væri tækifæri stjórnvalda til að stýra atburðarásinni glatað og þau gætu neyðst til að fylgja þróun inni eftir í stað þess að leiða hana. Að loknu Viðskiptaþingi O R Ð Í B E L G Á VIÐSKIPTAÞINGI 2008 Staða krónunnar var í brennidepli á Viðskiptaþingi Viðskipta- ráðs í febrúar. Hér stinga saman nefjum í ráðstefnulok Róbert Wessman, fjárfestir og forstjóri Actavis, Árni Oddur Þórðarson, framkvæmdastjóri Eyris Invest, og Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris. MARKAÐURINN/GVA Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs Íslands Gjaldmiðlaskiptasamningar, eða currency swap upp á enska tungu, fara fram á millibankamark- aði, en hér var slíkur markaður stofnaður seint á árinu 2001. Slíkir samningar fara fram „á milli tveggja aðila sem eiga viðskipti með gjaldmiðla á stundargengi og skuldbinda sig til að láta við- skiptin ganga til baka að ákveðnum tíma liðnum á framvirku gengi. Framvirka gengið er reiknað út frá stundargengi, vaxtamun og dagafjölda samn- ings,“ segir í lýsingu Seðlabankans á þessum við- skiptum, en fjallað var sérstaklega um þennan markað í þriðja tölublaði Peningamála árið 2002. Á gjaldmiðlaskiptamarkaði eru sömu aðilar og á gjaldeyrismarkaði; Kaupþing, Glitnir, Landsbank- inn og Seðlabanki Íslands. „Aðilar markaðarins, að Seðlabanka Íslands undanskildum, eru skuld- bundnir til að birta bindandi tilboð í samninga frá einni viku til eins árs. Hlutverk Seðlabankans er að skipuleggja markaðinn. Seðlabankinn birtir ekki tilboð á markaðnum en getur þó átt viðskipti við aðila markaðarins ef honum sýnist svo,“ segir á vef Seðlabankans. Gjaldmiðlaskiptasamningar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.