Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 19
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 Enn stækkar Fjarskiptageirinn með skráningu Skipta UpplýsingatækniVeiturHráefni Nauðsynjavörur Neysluvörur Orkuvinnsla Heilbrigðisgeiri Fjármálaþjónusta Við bjóðum Skipti velkomið í Nordic Exchange. Skipti hf. er eignarhaldsfélag sem fjárfestir aðal- lega í fyrirtækjum sem starfa á sviði fjarskipta og upplýsingatækni. Nú þegar eiga Skipti fyrirtæki á Íslandi, í Danmörku, í Noregi og á Bretlandseyjum. Í dag, 19. mars verður Skipti skráð í Nordic Exchange á Íslandi, fyrst íslenskra félaga eftir að kauphöllin varð hluti af stærsta kauphallarfyrirtæki í heimi: NASDAQ OMX. Skipti flokkast sem meðalstórt félag og tilheyrir Fjarskiptageira. Fjarskipti Iðnaður Íslenskar eignir fjármála- fyrirtækisins Milestone verða frá og með þessu ári færð- ar undir sænsku fjármálasam- stæðuna Invik, dótturfélag Mile- stone. Eftir þetta verða öll fyrir- tæki Milestone dótturfélög Invik. Í þeim hópi eru meðal annars félögin Sjóvá, Askar Capital og Avant. Maðurinn á bak við þessi félög heitir Karl Wernersson. Karl er fæddur árið 1962, sonur Werners Rasmussen, apótekara í Reykjavík. Karl útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1986. Eftir það varð hann millistjórnandi í ýmsum félögum, þar á meðal fjármála- stjóri hjá Apple á Íslandi og fyrir- tækinu Örtölvutækni. Þeir feðgar, Karl og Werner, keyptu síðan Örtölvutækni. Reksturinn gekk ekki alltaf vel og á fyrri hluta tíunda áratugar- ins lenti fyrirtækið í greiðslu- stöðvun. Þeir sem til þekkja segja að þetta hafi verið Karli mikill skóli. Werner dró sig síðan út úr við- skiptum en hefur fylgst vel með síðan. Karl fór hins vegar að huga að fjárfestingum. Hermt er að Werner sé sterkefnaður, en fjölskylduauðinn hafa Karl og systkini hans ávaxtað vel. Karl var í hópi stofnenda Lyfja og heilsu og forstjóri þess frá árinu 1999. Hann er nú stjórn- arformaður fyrirtækisins, sem rekur þrjátíu apótek hér á landi, auk þess sem Milestone á ríflega 200 apótek í Austur-Evrópu. Karl sat í stjórn samheitalyfja- fyrirtækisins Delta sem síðar sameinaðist Pharmaco og varð Actavis. Milestone seldi hlut sinn í fyrirtækinu þegar það var tekið af markaði. Undanfarin ár hefur Karl ein- göngu sinnt fjárfestingum í gegn- um félagið Milestone. Upp úr aldamótum fór Karl að fjárfesta í ýmsum fyrirtækj- um. Hann eignaðist stóran hlut í Glitni banka og átti fimmtungs hlut í honum í hitteðfyrra. Árið 2005 keypti Milestone tvo þriðju hluta í Sjóvá-Almennum og á nú félagið allt, og í hitteðfyrra stofn- aði Milestone fjárfestingarbank- ann Aska Capital. Í fyrra var svo gert yfirtökutilboð í sænska fjár- málafyrirtækið Invik, sem hefur síðan eignast sautján prósenta hlut í sænska fjárfestingarbank- anum Carnegie. Hermt er að Karl sé talna- glöggur og mjög hugmyndaríkur kaupsýslumaður. Hann var ný- lega valinn viðskiptafræðingur ársins af dómnefnd á vegum Fé- lags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga. - ikh Sonur apótekarans KARL WERNERSSON Sinnir stjórnarformennsku allra félaga Milestone. MARKAÐURINN/VALLI Aðalfundir íslensku fyrirtækj- anna hafa alltaf heillað mig. Enda skiptir þar engu hversu stóran hlut maður á, eitt skitið bréf er ávísun á góðgæti og vín í kannske klukkutíma eftir að formlegum aðalfundi lýkur. Sem er ágætis- tími sem nýta má í spjall við vini og kunningja. Verstu aðalfundirnir eru klukk- an tvö og þrjú. Svo maður tali ekki um aðalfund að morgni. Þá hunsa ég algjörlega. Kaupþing, ha? Aðalfundur klukkan 8.15. Hvað gekk þeim til? Á morgunfundi er illa mætt, fundirnir stuttir og yfirleitt fátt í boði fyrir utan kex, smákökur og kaffi. Sem minnir svolítið á fund hjá Félagi eldri borgara. Gott ef nályktin liggur ekki í loftinu. Ekki eru fundirnir mikið skárri um fimmleytið á virkum dögum enda langar mann í svolítið meiri rauðan lit í glasið þegar stjórnin er horfin á braut og forstjór- inn að ræsa bílinn. Rétt eins og á aðalfundi FL um daginn þar sem stjórnin settist niður strax að fundi loknum – og ræddi um hugsanlega afskráningu á bak við luktar dyr, ef marka má nýjustu fréttir. Þar voru fáir í góðum gír, nema ef vera skyldi Gunni Sig sem er alltaf í stuði. Aðalfundir Alfesca og Bakka- varar eru alltaf bestir. Þar er líka foie gras af vel öldum öndum, risarækjum og öðru framandi stöffi sem hvergi fæst – nema á uppsprengdu verði í Osta- búðinni á góðum degi fyrir jól. Bakkavararstöffið fæst reyndar hvergi hér. Kærkomin hvíld frá hversdagsamstrinu að taka þrjár heimsálfur með trompi og skola þeim niður með rauðu, hvítu og bjór eins og á föstudaginn. Árs- skýrslan spillti ekki fyrir enda flott lesning yfir bjór á 101 fram á kvöld. Gott ef maður hefur ekki bætt á sig og verulega pælt í því að skreppa í afvötnun og ræktina eftir alla þessa aðalfundi upp á síðkastið. Reyndar spái ég því að á næsta ári verði meðlætið með minnsta móti og drykkjan eftir því. Ekki það að ég sé að taka mig á heldur segja mér það spádóm- arnir í botni rauðvínsglassins að samrunar verði í fjármálageir- anum sem skili sér í færri fund- um á næsta ári. Á þetta hef ég margoft bent á. Veislunni er að ljúka, tappinn að fara í flöskuna og síðasta kökusneiðin að hverfa af borðinu og ofan í maga. Í bili. Skál. Sjáumst á næsta aðalfundi. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Veislunni að ljúka S A G A N Á B A K V I Ð . . . K A R L W E R N E R S S O N Í M I L E S T O N E

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.