Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 19. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N S J Á V A R Ú T V E G U R O R K A O G I Ð N A Ð U R Ingimar Karl Helgason skrifar „Sjálfum fannst mér að ein meginniðurstaða hennar væri að samkeppni á raforkumarkaði væri fjarri því farin að virka sem skyldi,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um skýrslu ráðu- neytisins um raforkumál. Í skýrslunni kemur fram að í hitteðfyrra hafi um 600 heimili skipt um raforkusala, eða sem nemur 0,35 prósentum almennra raforkunotenda. „Munurinn á verði er samt svo lítill að það skipta nánast engir um orkusala,“ segir Össur. Ný raforkulög tóku gildi um mitt ár 2003. Sam- fara gildistökunni átti að hefjast hér samkeppnis- markaður. Frá 1. janúar 2006 áttu allir raforkunot- endur að geta valið sér raforkusala. Fram kemur í skýrslu iðnaðarráðuneytisins að fjöldi þeirra sem skipta um raforkuseljanda sé nánast eini mælikvarðinn á samkeppni á raforku- markaði. Staðan sé töluvert önnur annars staðar á Norður- löndum. Frá ársbyrjun 2003 hafi Danir getað valið sér raforkusala. Þar hafi 1,5 prósent notenda skipt um raforkusala í hitteðfyrra. Tæp fjögur prósent Finna skiptu um raforku- sala á sama ári. Frá árinu 1997 hafa allir norskir raforkunotend- ur getað valið sér orkusala. Í hitteðfyrra skiptu 11,5 prósent raforkunotenda um sölufyrirtæki og 7,8 prósent Svía. Fram kemur í skýrslunni að hátt hlutfall Finna og Svía semji beint við seljanda sinn um lækk- un á taxtaverði. Sambærilegar upplýsingar um slíka samninga hérlendis liggi ekki fyrir hjá Orku- stofnun. „Hlutfallið er mun hærra í nágrannalöndunum, þar sem markaðurinn er þroskaðri. Í Noregi er hlutfallið til dæmis ríflega þrítugfalt meira. Þar telja neytendur greinilega að eftir einhverju sé að slægjast með því að velja nýjan orkusala. Það speglar væntanlega miklu þróaðri samkeppni, og meira hlaup í orkuverði milli fyrirtækja,“ segir Össur. Sjá má á töflunni að verðmunur milli orkusala er lítill. Sé miðað við ársnotkun í fjölbýli í Breið- holtinu munar innan við tvö þúsund krónum á hæsta og lægsta verði á raforku, sem hleypur rétt undir 50 þúsund krónum, sé kostnaður við dreif- inguna tekinn með. Fólk greiðir sérstaklega fyrir hverja kílóvattstund. Síðan þarf fólk að greiða svonefnt fastagjald, sem hjá Orkuveitu Reykja- víkur nemur 6.746 krónum, án virðisaukaskatts, auk gjalds fyrir hverja kílóvattstund, sem kost- ar meira en kílóvattstundin kostar að jafnaði frá seljandanum. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, seg- ist ekki skilja hvernig þeir sem kaupi raforkuna frá Landsvirkjun fari að því að bjóða svipað verð og Orkuveitan. „Við framleiðum sjálf um helm- inginn af því rafmagni sem við seljum almenn- um notendum. Það kostar mun minna en það sem við kaupum af Landsvirkjun og gerir okkur kleift að bjóða jafn lágt verð og raun ber vitni,“ segir Hjörleifur. Óvirk samkeppni Mjög fáir raforkukaupendur hafa skipt um raforkusala, frá því að samkeppnismarkaður hófst hér með raforku. Iðnaðarráðherra segir fjarri því að markaðurinn virki. KVEIKTU Á PERUNNI Samkeppnismarkaður með raforku er lítt virkur. Íslenskir raforkukaupendur sjá ekki ástæður til að skipta um raforkusala, enda munar ekki miklu á verðinu. MARKAÐURINN/PJETUR H V A Ð K O S T A R ? * Kostnaður Kr./ kWh Raforkusali á ári Dreifing** Alls *** Rafveita Reyðarfjarðar 19.104 28.822 47.926 3,33 Fallorka 19.620 28.822 48.442 3,42 Orkuveita Húsavíkur 19.620 28.822 48.442 3,42 Orkusalan 20.194 28.822 49.016 3,52 Orkuveita Reykjavíkur 20.194 28.822 49.016 3,52 Hitaveita Suðurnesja 20.538 28.822 49.360 3,58 Orkubú Vestfjarða 20.897 28.822 49.719 3,10 * Miðað er við 100 fermetra íbúð í fjölbýli í Breiðholti í Reykjavík. Stuðst er við reiknivél Orkustofnunar og Neytendastofu. ** Hjá Orkuveitu Reykjavíkur. *** krónur á kílóvattstund. Aflaverðmæti sjófrystra afurða í fyrra nam tæpum 25 millj- örðum króna í fyrra og dróst saman um tæplega fjögur pró- sent, miðað við árið á undan, að því er fram kemur í tölum Hag- stofunnar. Ríflega þrettán prósenta aukning varð á verðmæti afla sem seldur er beint til vinnslu hér. Hann nam 32 milljörðum í fyrra. Verðmæti afla sem seld- ur var á markaði til vinnslu inn- anlands jókst um fimm og hálft prósent og nam tæpum þrettán milljörðum. Verðmæti afla sem fluttur er óunninn úr landi jókst um næstum sjö prósent milli ára og nam átta og hálfum millj- arði króna. Aflaverðmæti íslenskra skipa í heild nam 80 milljörðum króna á árinu 2007, samanborið við 76,2 milljarða á árinu 2006. Aflaverðmæti hefur aukist um 3,9 milljarða, sem nemur ríf- lega fimm prósentum milli ára. Verðmæti botnfisks nam ríf- lega 60 milljörðum króna í fyrra og jókst um tæp fimm prósent milli ára. Þorskaflinn var tæp- lega 30 milljarða króna virði og jókst um tæp 7 prósent. Afla- verðmæti ýsu jókst um næst- um þriðjung milli ára og var 14,5 milljarðar króna í fyrra. Verðmæti uppsjávarafla jókst um 15,5 prósent og nam fjórtán og hálfum milljarði króna. Þar munar mestu um loðnuna. Hins vegar dróst verðmæti karfa saman um ríflega ell- efu prósent og nam tæpum sex milljörðum króna. Svipaða sögu er að segja af ufsanum. Verð- mæti hans dróst saman um tæp- lega tíu prósent milli ára. Sama er um síldina að segja. Aflaverð- mæti flatfisks dróst saman um næstum fimmtung. Aflaverð- mæti rækju dróst einnig saman, um ríflega fimmtung. - ikh Sjófrystingin verðminni ÍSAÐ Á BRYGGJUNNI Verðmæti afla sem fluttur er óunninn úr landi hefur aukist mikið milli ára. Verðmæti sjófrystra afurða dregst nokkuð saman. MARKAÐURINN/GVA V E R Ð M Æ T I Ð Verðmæti nokkurra tegunda og breyt- ing milli ára: Þorskur 29.466,10 6,8 Ýsa 14.504,00 27 Ufsi 4.240,50 -9,5 Karfi 5.798,30 -11,3 Úthafskarfi 1.835,60 -41,4 Síld 5.698,00 -10,2 Loðna 4.247,20 94,8 Kolmunni 3.002,80 -16,2 Rækja 225,6 -21,3 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.