Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 19. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T 06.15 Mætt í Rope yoga-setrið í Listhúsinu til Guðna. Er nýbyrjuð í Rope yoga og þetta eru frábærar 70 mínútur á morgnana. 07.30 – komin heim, hljóp í sturtu, morgunmatur og blöðin. Dóttirin sefur enda komin í páskafrí og því kom það í minn hlut að hleypa hundinum, henni Elju, út að pissa. 08.15 Mætt á skrifstofuna í Víkurhvarfinu, tölvupóstar lesnir, nokk- ur símtöl, pappírsvinna og gott kaffi. 09.30 Fundur í Besta í Ármúla 23. Góður fundur enda verið að ræða um sölumál. Ótrúlega gaman að koma við í búðinni í Ármúla og kem alltaf hlaðin út af alls konar góðri vöru enda starfsfólkið sérstak- lega duglegt að selja mér vörur og hugmyndir. 11.00 Á leið upp í Víkurhvarf kom ég við í Löðri og lét skola mestu drulluna af bílnum – það sást reyndar ekki 2 tímum seinna. 11.15 Komin í Víkurhvarfið aftur á skrifstofuna. Áfram símtöl og tölvupóstar. Ræddi við fjármálastjórann okkar um gengið enda gífur leg sveifla þessa dagana sem hefur áhrif á allan rekstur. 12.00 Hádegismatur með starfsmönnum. Ljósmyndari Frétta- blaðsins kom í miðjum klíðum og smellti af nokkrum myndum. 13.00 Tölvupóstar og símtöl. Stuttur símafundur við Færeyjar – sit í stjórn nýs félags þar, sem er mjög spennandi. 15.00 Fundur með markaðsstjóra og framkvæmdastjóra vegna keppni sem haldin verður í sýningarsalnum okkar á vegum Kaffibarþjónafélagsins og heitir Coffee and Good Spirits. 16.30 Páskabingó fyrir starfsmenn og fjölskyldur í sýningar salnum okkar í Víkurhvarfinu, stjórnað af dótturinni Kristbjörgu og frænk- unni Hörpu. Gífurleg þátttaka og mikið fjör. Allir komust í páska- skap. 18.30 Komin heim, skipt um föt og farið upp í hesthús. Útreiðartúrar í góðu veðri og síðan hestunum gefið. 20.30 Kvöldmatur í seinna lagi. D A G U R Í L Í F I . . . Lindu B. Gunnlaugsdóttur, forstjóra A. Karlssonar LINDA B. GUNNLAUGSDÓTTIR Önnum kafin allan daginn enda hafa sveiflurnar mikil áhrif á reksturinn. MARKAÐURINN/ARNÞÓR „Ætli ég hafi ekki verið svona tólf, þrettán ára. Þá kom ég í Tómstundahúsið og rak augun í þessar græjur,“ segir Maurice Zschirp, starfsmaður upplýsinga- og tæknisviðs Kaupþings, Maur- ice er af þýsku bergi brotinn en flutti hingað til lands árið 1988. Hann hefur frá unga aldri haft brennandi áhuga á fjarstýrðum flugvélum, og í seinni tíð, fjar- stýrðum þyrlum. Þessar græj- ur voru hins vegar dýrar í þann tíð. „Ég þurfti samt ekkert að suða,“ segir Maurice, sem beið í skamma stund, fram að ferm- ingu, áður en hann eignaðist sína fyrstu fjarstýrðu flugvél. Síðan hefur þetta áhugamál átt huga hans allan, svo mikið raunar, að undan farin ár hefur hann farið utan og tekið þátt í heimsmeistara- mótinu í þyrluflugi. Og nú allra síðast stofnaði hann, ásamt félaga sínum, Þórði K. Einarssyni, fyrir- tæki utan um áhugamálið. „Félagið heitir Icecam. Við sér- hæfum okkur í loftmyndatökum, tökum bæði myndbönd og ljós- myndir,“ segir Maurice. Hann keypti í samstarfi við félaga sinn fjarstýrða þyrlu frá Bandaríkjun- um í þessu skyni. „Þetta er iðnað- argræja,“ segir Maurice og hlær. Hann segir að þeir félagar séu í raun í startholunum með fyr- irtækið, en hafi þegar myndað brautir á golfvelli og síðan séu bæði verktakar og auglýsinga- stofur farin að taka eftir fyrir- tækinu. Maurice flaug flugvélum fram- an af, en fyrir fimm eða sex árum skipti hann yfir í þyrluna. „Það er meiri áskorun fólgin í því að fljúga þyrlunni en flugvélum. Það má stoppa hana í loftinu og hún getur flogið afturábak. Maurice er félagi í Þyt, sem er með malbikaðan flugvöll í Hafnar- firði. „Þetta er í raun eina að- staðan sem við höfum fyrir þetta sport á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum verið nokkrir í þessu, en þetta er að sækja í sig veðrið, enda er þetta orðið ódýrara en það var,“ segir Maurice. Hann segist sjálfur hafa eytt lunganum af öllum sumrum í þetta áhugamál, frá því að hann var unglingur. Áhugamálið hafi bæði verið tíma- og peningafrekt, en umfram annað skemmtilegt. - ikh Stofnaði fyrirtæki utan um áhugamálið G lamúr og peningar eru orð sem koma upp í hugann í tengslum við Formúlu 1 kappakstur. Mikið er enda í lagt við keppnishald og stjarnfræðilegar upp- hæðir kostar að þróa bíla og halda úti keppnisliði og fara með það um allan heim. Auga leið gefur að ekki er fyrir nema sterkefnaða með nær ótakmarkaðan frítíma að ætla sér að hlaupa heimshorna á milli til að styðja sitt lið. En svo gerir það kannski heldur enginn? Formúlutímabilið fór af stað af krafti í þessum mánuði. Fyrsta keppnin fór fram í Melbourne í Ástralíu um síðustu helgi og um næstu helgi verður svo keppt á Sepang-brautinni í Kúala Lúmpúr í Malasíu. Gunnlaugur Rögnvaldsson, umsjónarmaður sýn- inga frá Formúlu 1 keppnum í sjónvarpi, segir liggja fyrir að áhangendur keppninnar séu af öllum þjóðfélagsstigum. „Formúla er fyrst og fremst sjónvarpsíþrótt. Hún er sýnd í yfir 200 löndum og vinsælasta áhorfsefnið fyrir utan Ólympíuleika og heimsmeistaramót í fótbolta sem koma á fjögurra ára fresti,“ segir hann. Eins segir Gunnlaugur ljóst að ekki þurfi að vera milljónamæringur til að skella sér á keppni. „Héðan eru til dæmis að fara hátt í hundrað manns á keppnina í Barcelona og það er ekkert endilega sterkefnað fólk. Hins vegar hefur fjöldi Íslendinga farið á Mónakó þar sem er meiri glæsileiki og dýrara að mæta. Bæði farið í einka- þotum, komið á eigin snekkjum og gist í höfninni sem kostar sitt og borgað dýru verði inn á skemmti- staði þegar mót standa yfir.“ Gunnlaugur segir til- fellið að þegar mót séu haldin í Mónakó þyki góður kostur að fara þangað til að ná í viðskiptasambönd. „Þetta er til dæmis mikið notað af kostendum For- múlu 1 liðanna, að bjóða til sín tignum gestum og fólki sem verið er að ná inn í viðskipti og þetta því sterkur vettvangur fyrir það.“ Um mótshelgi segir Gunnlaugur dýrtíð aukast mjög í Mónakó; hótel- herbergi geti kostað allt upp í tvö til þrjú hundruð þúsund krónur og ekki auðvelt að komast að. „Um allan heim þykir Formúlan hins vegar sterk- ur vettvangur til að heilla tilvonandi kúnna í við- skiptalífinu og þá er ég að tala um forstjóra og framkvæmdastjóra,“ segir Gunnlaugur og bendir á að samkvæmt könnunum sem hann hafi látið Gallup gera hér í tví- eða þrígang sé áberandi hversu mikið af forstjórum og framkvæmdastjórum fylgist hér á landi með Formúlu 1. „Þegar búið er að greina þessar kannanir, svo sem með tilliti til launa þeirra sem horfa á Formúluna, kemur í ljós að þau eru yfir- leitt vel yfir meðallaunum. Svo eru framkvæmda- stjórar fyrirtækja og þeir sem eru með einka- rekstur mjög stór hópur áhorfenda.“ Gunnlaugur segir tilfellið enda vera að kostun og auglýsingar tengdar Formúlu 1 liðunum skili ár- angri. „Á keppnishelgum fylgjast um 200 milljónir manna með. Síðan má nefna lönd á borð við Spán, þar sem Fernando Alonso hefur orðið heimsmeist- ari tvö ár í röð, þar sem Formúla 1 þekktist ekki, en þeir fóru að sýna eftir að honum gekk vel. Þá náðu þeir sjötíu prósenta áhorfi og sala á Renault-bílum rauk upp um mörg hundruð prósent. Svo eru fyrir- tæki á borð við Baug sem eru að auka styrk sinn til Williams-liðsins vegna þess hve vel hefur geng- ið. Þeir hafa verið með Hamley‘s á bílnum, en salan hefur aukist svo mjög að þeir ákváðu að bæta við tveimur til þremur vörumerkjum til að auka velt- una.“ Þá bendir Gunnlaugur á að Salt Investments, fjárfestingarfélag Róberts Wessman, styrki ungan ökuþór, Kristján Einar Kristjánsson, til keppni í Formúlu 3, en þar sé vel þekktur stökkpallur fyrir ökumenn inn í Formúlu 1. „Þannig að hann sér markaðstækifæri í þessu.“ UMSJÓNARMENN Rúnar Jónsson og Gunnlaugur Rögnvaldsson lýsa Formúlunni í sjónvarpi. Gunnlaugur segir áberandi marga í hópi forsvarsmanna fyrirtækja vera Formúluáhugamenn. MARKAÐURINN/ANTON Efla viðskiptatengslin í Mónakó Formúla 1 er einhver vinsælasta sjónvarpsíþrótt heims. Hér mun áberandi hversu mikill áhugi er á sportinu meðal forsvarsmanna fyrirtækja. FÖGUR FLJÓÐ OG FORMÚLUBÍLL Upphafi keppnistímabilsins í Formúlu eitt var fagnað í veislu Stöðvar 2 Sport í Perlunni fyrir helgi. Þar var meðal annars til sýnis keppnisbíll Williams-liðsins frá því í fyrra. MARKAÐURINN/ANTON F R Í S T U N D I N VINNAN ER HOBBÝ Maurice Zschirp gerir þyrluna klára til flugs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.