Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 32
34 22. mars 2008 LAUGARDAGUR Þ ó að himnarnir breytt- ust í pappír og hafið í blek gæti ég ekki með neinu móti lýst hrotta- skap þrælasölunnar.“ Þessi tilvitnun frá árinu 1701 í sjónarvott af látlausu arð- og mannráni Evrópubúa í Afr- íku í 400 ár, frá 1464-1864, tekur á móti ferðamönnum í anddyri Húss þrælanna á Gorée-eyju úti fyrir Dakar í Senegal. Goreé-eyja var ein af alræmdum miðstöðvum þrælasölunnar þessar fjórar myrku aldir grimmdar og miskunnarleys- is. Hundrað og tuttugu milljónum Afríkubúa var rænt og þeir fluttir eins og skynlausar skepnur til þrælkunar í Evrópu, Suður-Amer- íku og Bandaríkja Norður Amer- íku. Dollar á dag Þar með og á þeirri stundu í Húsi þrælanna var ferðalag okkar Jón Þórs Sturlusonar hagfræðidoktors til Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku orðið að lifandi veruleika. Sá slá- andi vitnisburður um hörmulega afleiki sögunnar sem þrælaeyjan er laðar nú að hundruð þúsunda ár hvert. Ekki síst bandaríska afkom- endur þrælanna sem koma á slóðir blóðbaðsins til að votta forfeðrun- um virðingu sína og draga strik undir syndir Evrópumanna öldum saman. Að kveldi þessa sama dags vorum við félagar komnir á áfanga- stað; Gíneu-Bissá. Eins af fátæk- ustu ríkjum heimsins þar sem ríkir neyðarástand að mati Sameinuðu þjóðanna. Á lífskjaralistanum, sem við Íslendingar leiðum, vermir Gínea-Bissá þriðja neðsta sætið. Sæti 177. Enda er allsleysið allt um kring og blasir nakið við. Hvert sem komið er. Alls staðar og alltaf er von um betri tíma. Einnig og ekki síður í Gíneu-Bissá frekar en hér heima. „Kreppan“ íslenska virkar reyndar ansi mildilega á mann eftir heimsókn til Gíneu- Bissá þar sem fólkið dregur fram lífið á dollara á dag. Það er eins og með annað í lífinu. Hver hefur sín eigin viðmið á örbirgð og allsnægt- ir. Tugum þúsunda barna rænt Í landinu býr um ein og hálf milljón manna. Þriðjungurinn í höfuðborg- inni Bissá þar sem við dvöldum. Eftir borgarastyrjöld í landinu árið 1998 er þjóðfélagið meira og minna án rafmagns fyrir utan nokkra mis- öflugra ljósarokka sem mala hér og hvar um borgina. Önnur grunngerð samfélagsins er vart til staðar eða undurveik. Fer vissulega batnandi og stjórnmálalegur stöðugleiki er kominn á í landinu eftir síðustu kosningar til þings sem myndaði þjóðstjórn allra flokkanna. Banda- lag til tíu ára til að koma böndum á hlutina og skapa skilyrði fyrir end- urreisn landsins og þjóðarinnar. Þá er landið í myntbandalagi við sjö önnur Afríkuríki og skipan full- trúa í dómskerfið þykir standa framar fyrirkomulagi margra vest- rænna ríkja. Þannig að leiðin til framfara og betri lífskjara er hafin og henni miðar áfram. Með aðstoð góðra manna. Barnadauði er hrika- legt vandamál í landinu þar sem tíunda hvert barn deyr fyrir fimm ára aldur. Tíu börn af hverjum hundrað verða ekki eldri en fimm ára og meðalaldurinn í landinu er einungis 47 ár. Annað yfirþyrmandi vandamál er umskurður stúlkna hjá hinum múslimska hluta lands- manna en um helmingur lands- manna er múslimar og þar á eftir er stærsti trúarhópurinn sá sem aðhyllist andatrú. Barnsrán eru veruleiki þar sem tugum þúsunda barna er rænt ár hvert og komið til Senegal til ömurlegs viðurværis og hlutskiptis. Lífskjör þau verstu Rafmagn, menntun og heilsugæsla, þetta eru stóru málin. Flestir hafa sér til matar þó að skortur og eins- leitni einkenni kostinn hjá þorra fólks. Af 29 ráðherrum ríkisstjórn- arinnar hittum við félagarnir tólf þeirra á föstudeginum í formlegum heimsóknum í sjö ráðuneyti. Auk þess hittum við og áttum fund með sögufrægum forseta landsins sem formlega lýsti yfir sjálfstæði landsins frá Portúgal árið 1974. Portúgalar, eins og aðrar nýlendu- þjóðir, skildu einkar illa við. Eftir blóðuga baráttu Bissáa fyrir sjálf- stæði landsins hefur samfélagið á margan hátt verið ein rjúkandi rúst og er nú það land veraldar sem verst er statt á mælikvarða lífs- kjara. Því var ákvörðun íslenskra hug- sjónamanna um að leggja mikinn þunga í að hjálpa þessu litla ríki til sjálfbjarga einkar jákvæð. Sam- stillt átak Íslandsdeildar Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna (Unicef) og nokkurra íslenskra athafna manna fyrir fáum misser- um er nú byrjað að blómstra. Skól- ar rísa og tíðni malaríu er að ganga niður. Allt í kjölfar þess að Baugur Group, FL Group og Fons ákváðu í samvinnu við Unicef að verja miklu fé til að byggja upp á annað hundrað skóla og gefa 250.000 moskítónet inn á heimili í landinu. Til allra barna undir ákveðnum aldri. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, hlýtur að hafa upplifað sterk hughrif í ferðinni þar sem hann sá með eigin augum þá krafta sem af stað hafa farið í landinu við að byggja upp grunngerð þess fyrir tilstuðlan þeirra peninga sem hann og hans félagar hafa lagt til. Jóhannes var með í för ásamt Guð- rúnu Þórsdóttur, sambýliskonu sinni, og voru þau að koma til lands- ins í fyrsta sinn til að kynna sér afrakstur og áframhald hjálpar- starfsins sem þau hafa lagt upp í með fyrirtækjum sínum. Einstakt framtak hjá þeim og gott dæmi um hverju umsvifamikið athafnafólk getur áorkað með góðum vilja og ásetningi um að láta gott af sér leiða. Hvatinn að þessu einstæða starfi er kominn frá hjónunum Geir Gunnlaugssyni og Jónínu Ein- arsdóttir. Þau bjuggu árum saman í landinu. Geir starfaði sem læknir og Jónína sem mannfræðingur. Þar skrifaði hún t.d. meistaralega dokt- orsritgerð sína „Tired of Weeping, child death and mourning among papel mothers in Guinea-Bissau“. Bók sem Jónína var svo rausnarleg að gefa mér að skilnaði í Bissá. Heimamenn ánægðir með Íslend- inga Einnig voru í förinni þau Þorlákur Karlsson og Margrét Jónsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík en skólinn hyggst á landvinninga þar ytra, Helgi Ágústsson, sendiherra og heiðursmaður, Hreinn Loftsson, hæstaréttarlögmaður og stjórnar- maður í Baugi Group, Ingibjörg Kjartansdóttir, kona hans, og ljós- myndarinn Erna, dóttir þeirra hjóna. Þá eru ótalin Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef, Katrín Júlíusdóttir alþing- ismaður, Hjálmar Blöndal við- skiptalögfræðingur og Egill Ólafs- son tónlistarmaður. Fyrir hópnum fór Hólmfríður Anna Baldursdótt- ir, starfsmaður Unicef á Íslandi sem starfar nú um nokkurra mán- aða skeið í Gíneu-Bissá. Undir öllu saman hljómaði síðan taktföst tón- list Super Mama Djombo. Hljóm- sveitin skipar hlutverk Fjölnis- manna í sjálfstæðissögu Bissáa. Hljómsveitin sem kom saman í fyrsta sinn í tuttugu ár í heima- landi sínu á tónleikum um síðustu helgi fyrir tilstuðlan þeirra Geirs og Hreins. Hreinn og fjölskylda kostuðu endurkomu hljómsveitar- innar með því að flytja hana síðast- liðið haust til Íslands, endurnýja hljóðfæri hennar og fjármagna upptöku nýrrar hljómplötu með henni í stúdíói Sigurrósar. Auk þess hefur Hreinn og fjölskylda hans tekið þátt í byggja upp hjálp- Grátur og gleði í Gíneu-Bissá Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra brá sér í viðburðarríka ferð til Afríku á dögunum. Í þessari stuttu frásögn lýsir Björgvin upplifun sinni af dvölinni í Gíneu-Bissá. Landið sem áður var hluti af hinu portúgalska veldi fékk sjálfstæði sitt fyrir hartnær 35 árum og hefur síðan þá verið eitt af fátækustu ríkjum heims. Með honum í för var meðal annars Erna Hreinsdóttir sem tók myndir í ferðinni. KÁTT Á HJALLA Gleði skín úr augum barnanna enda þótt þau búi við kröpp kjör og búi við miklu minni lífsgæði en jafnaldrar þeirra á Íslandi. VIÐSKIPTARÁÐHERRAR Á SIGLINGU Við- skiptaráðherra Íslands og viðskiptaráð- herra Gíneu-Bissá silgdu til Bijagós-eyja. ALLIR SAMAN Íslenska sendinefndin stillti sér upp með þorpsbúum fyrir myndatöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.