Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Smáa lý Guðrún Jóhannsdóttir matgæðingur hefur skrifað tvær handhægar matreiðslubækur, Hollt og ódýrt og Hollt og fljótlegt sem Salka gefur út.„Í mínum huga er hollur matur fyrst og fremst fólginn í fjölbreytni,“ segir Guðrún sem er óhrædd við að prófa nýj- ungar í matargerð og lítur á það sem ævintýri að fara í sér- staka leiðangra að leita að kryddi.Lesendur Fréttablaðsins þekkja Guðrúnu að góðu. Hún hefur verið með matarpistla og uppskriftir í blaðinu í rúm þrjú ár undir yfirskriftinni Til hnífs og skeiðar. Lengi vel miðuðust hráefniskaup við þúsundkallinn og hafa áreiðan- lega margir blessað Guðrúnu í huganum fyrir lækkaðan matarreikning. Nú eru þessar uppskriftir komnar út á bók sem heitir Hollt og ódýrt. „Sumar uppskriftirnar hafði ég notað sjálf í mörg ár en aðrar voru þróaðar næstum jafnóðum með tilraunastarf- semi því ég hef alla tíð verið forvitin og óhrædd við að prófa mig áfram. Mér þykir gaman að sækja í matreiðsluhefðir annarra landa og gera mínar útfærslur á réttunum og finnst líka frábært hversu framboð af góðu og fjölbreyttu hráefni hefur aukist hér á landi. Í þeim meðbyr sem ég haft í sam- bandi við pistlana finn ég að margir eru opnir fyrir því að prófa uppskriftir og spennandi krydd úr fjarlægum álfum. Mér finnst hugmyndin um að ferðast með bragðlaukunum heillandi.“ Spurð hvernig gangi að halda kostnaði niðri en vera samt með framandi hráefni svarar hún: „Margt af því sem til- heyrir ítalskri og austurlenskri matargerð er frekar ódýrt en í bókinni Hollt og fljótlegt einskorða ég mig ekki bara við ódýru uppskriftirnar. Guðrún tekur sjálf myndirnar í bækurnar. „Þegar ég byrjaði á pistlunum þá vildi ég ekki binda mig við að fá ljós- myndara á ákveðnum tíma heldur elda réttinn þegar það hentaði mér og innblásturinn kom. Ég hafði föndrað við ljósmyndun og ákvað að taka myndirnar sjálf. Svo hefur það þróast yfir í mikla ástríðu og áhuga á matarljósmynd- un. Það má því segja að hér sé algert tilraunaeldhús.“ Guðrún gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að ítölskum tvíbökum á bls. 6. Óhrædd við að prófa sig áfram Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 25. mars 2008 — 81. tölublað — 8. árgangur HALIM HAKAN DURAK Skemmtilegt að dansa fram á rauða nótt heilsa heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Vilja styrkja tvöfalt fleiri börn ABC barnahjálp er tuttugu ára. TÍMAMÓT 18 Nýir brennuvargar? Hannes Hólmsteinn Gissurarson varar við íslamisma og segir best að vera við öllu búinn. Í DAG 16 Fullkominn endir á góðri máltíð Nýtt bragð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA TÓNLIST Mugison mun hita upp fyrir bandarísku rokksveitina Queens of the Stone Age á ferðalagi hennar um Kanada í maí. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið. Mugison mun halda út ásamt hljómsveit sinni en forsprakki sveitarinnar, Josh Homme, vildi ólmur fá íslenska tónlistarmann- inn til sín eftir að hafa hlustað á diskinn Mugiboogie. „Ég hefði ekki getað hugsað mér betri hljómsveit til að hita upp fyrir en þá,“ segir Mugison. - fgg/ sjá síðu 30 Mugison á faraldsfæti: Hitar upp fyrir Queens of the Stone Age RANDVER ÞORLÁKSSON Segir sátt ríkja um samning RÚV og FÍL Urgur meðal eldri leikara FÓLK 23 STEFÁN MÁR Lætur langþráðan draum rætast Eignast Tottenham-bláa vespu í sumar FÓLK 30 BBC í Latabæ Breska ríkissjónvarp- ið vill taka upp hjá Latabæ í Garðabæ. MENNING 21 SKÚRIR EÐA ÉL Í dag verða austlægar áttir, 5-15 m/s, hvassast syðst. Skúrir eða slydduél suðvestan til, annars snjómugga. Frostlaust að deginum suðvestan til, annars 0-5 stiga frost. VEÐUR 4 1 2 1 -3 -1 Oddaleikurinn í kvöld KR og Grindavík spila úrslita- leik um sæti í lokaúrslitum kvenna- körfunnar í DHL-Höllinni í kvöld. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG FÉLAGSMÁL „Það er ekki síður ástæða til að skoða það sem gerðist á Kópavogsbraut 9 en á Breiðavík,“ segir Jón Magnússon hljóðmaður, sem dvaldi á barnsaldri um miðjan áttunda áratuginn á upptökuheim- ili ríkisins á Kópavogsbraut. Hann dvaldi í æsku á fjölda ann- arra upptökuheimila, svo sem á Breiðavík. Hann lýsir Kópavogs- braut sem „ómannúðlegu fangelsi“ þar sem löng einangrun og bar- smíðar voru látnar viðgangast í skjóli hins opinbera þrátt fyrir að hann hafi verið á barnsaldri. Kristján Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumaður á upptökuheimilinu á Kópavogsbraut, segir að það sé ekki launungarmál að Kópavogs- braut 9 hafi verið fangelsi. „En ég veit ekki til þess að þar hafi liðist ómannúðlegar aðferðir. Þetta var jú fyrir þá sem voru alveg trylltir og þurfti að loka inni á meðan þeir náðu að róast og þar var tiltækt starfsfólk sem átti að reynast krökkunum vel,“ segir hann. „Meiningin hjá Breiðavíkursam- tökunum er að vinna að rannsókn þess sem átti sér stað á Kópavogs- braut og koma því upp á yfirborðið sem og öðrum hlutum sem börnum var gert að sæta að hálfu hins opin- bera,“ segir Páll Rúnar Elísson, fyrrverandi formaður Breiðavíkur- samtakanna, en á því heimili dvaldi hann sem barn sem og á Kópavogs- braut. Pétur Duffield, sem þar var vist- aður frá þrettán til sextán ára aldurs, segist afar reiður yfir þeirri meðferð sem hann hafi þurft að sæta þar sem barn og vilji að starf- semin þar verði rannsökuð eins og á Breiðavík. Hann hafi aðeins mátt hitta foreldra sína tvisvar á þess- um árum og þurft að sæta miklu ofbeldi. Hann hafi ávallt leynt fjöl- skyldu sína þeirri staðreynd að þarna hafi hann verið hafður sem barn en eftir að Breiðavíkurmálið komst í hámæli hafi hann ákveðið að „horfast í augu við fortíðina“. „Mér þykir ekki minna vert að þessi staður verði skoðaður rétt eins og Breiðavík því þetta var barnafangelsi við borgarmörkin,“ segir Jón. Páll Rúnar tekur undir mikilvægi þess, jafnvel þótt það sé sársaukafullt. - kdk Vilja rannsókn á starf- semi Kópavogsbrautar Þrír menn sem vistaðir voru sem börn og unglingar á upptökuheimilinu á Kópavogsbraut telja mikilvægt að starfsemin sem þar var viðhöfð verði rann- sökuð rétt eins og á Breiðavík. Einangrun og barsmíðar hafi viðgengist. HARKA Lögregla í Katmandú í Nepal tekur af hörku á þátttakanda í mótmælum til stuðnings Tíbetum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLMIÐLAR „Ég trúi ekki öðru en þetta sé einhver klaufaskapur, alla vega fara ekki Þjóðverjar að kaupa raforku frá Íslandi jafnvel þó virkjað væri við Gullfoss,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, um auglýsingaherferð REWE Group, sem er eitt af stærstu verslunarfyrirtækjum Evrópu. Í herferðinni er lögð áhersla á að öll fyrirtækin sem undir því heyra noti héðan í frá aðeins vistvæna orku. Í auglýsingunni er mynd af Gullfossi en við hlið hans er hnappur líkt og hægt sé að kveikja og slökkva á orkunni frá honum. Eins og kunnugt er voru hugmyndir uppi um að virkja Gullfoss snemma á síðustu öld en hann var síðan friðlýstur árið 1979. - jse Auglýsingaherferð REWE: Virkja Gullfoss í auglýsingu AUGLÝSING REWE Þarna má sjá Gullfoss með hnappinn. Það má greinilega virkja hann í auglýsingaskyni. Enn berast fregnir af átökum mótmælenda og lögreglu í Tíbetahéruðum Kína: Hvatt til viðræðna við Dalai Lama KÍNA, AP Fregnir bárust í gær af áframhaldandi átökum mótmæl- enda og lögreglu í héruðum í Kína þar sem Tíbetar eru fjöl- mennir. Kínverskir ríkisfjöl- miðlar greindi frá því í gærkvöld að einn lögreglumaður hefði látið lífið og „nokkrir aðrir“ særst í slíkum átökum í Setsúan- héraði, sem er austan við Tíbet. Þessi tíðindi juku á efasemdir um að kínverskir ráðamenn færu með rétt mál í yfirlýsingum sínum undanfarna daga um að yfirvöld hefðu náð fullri stjórn á ástandinu. Engum erlendum fréttamönnum er hleypt á vett- vang. Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, endur- nýjaði í gær hvatningu sína til Kínastjórnar að hefja viðræður við andlegan leiðtoga Tíbeta í útlegð, Dalai Lama. Það væri eina leiðin til að finna friðsam- lega og varanlega lausn á mál- efnum Tíbeta. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur boðist til að eiga milligöngu um hvers konar slíkar viðræður milli full- trúa Kínastjórnar og útlaga- stjórnar Dalai Lama. - aa / sjá síðu 6 og 10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.