Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 12
12 25. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR Hjónin Sigvaldi Bjarnason og Íris Sigrid Guðmundsdóttir eru dagforeldrar á Selfossi. Ekki er algengt að karlmenn velji sér slíkt starf en 20. febrúar síðastliðinn fékk Sigvaldi leyfi frá sveitar félag- inu Árborg til að annast fjög- ur börn. „Við vorum búin að vera að melda þetta með okkur í heilt ár,“ segir Sigvaldi en Íris hefur starfað sem dag- foreldri í rúm sex ár. „Mér datt þetta í hug þar sem ég get ekki stundað hvaða vinnu sem er en hef mjög gaman af börnum og hef alið nokkur upp sjálfur.“ Þau Íris og Sigvaldi eiga sam- tals níu uppkomin börn en að auki eru þau stuðnings foreldrar. „Við höfum verið heppin með börn og foreldrarnir eru ánægð- ir með hvað börnin eru fljót að ná áttum hérna hjá okkur.“ Sigvaldi hefur stundað ýmsa vinnu, var meðal annars lengi vel til sjós og í byggingavinnu. Nýja starfið leggst mjög vel í hann og það gefur honum mikið. Börnin eru frá um átta mán- aða aldri upp í tveggja og hálfs árs en saman gæta þau Íris níu barna. „Það eru gerðar ýmsar kröfur þegar maður er með þetta mörg börn. Við erum með stórt lokað leiksvæði í bak- garðinum.“ Að auki hafa þau innréttað bílskúrinn. „Þar er skiptiaðstaða, vaskar og þess háttar.“ „Ég get alveg hiklaust hvatt fleiri karlmenn til að stunda þessa vinnu,“ segir Sigvaldi. - ovd nær og fjær „ORÐRÉTT“ MIKIÐ FJÖR Sigvaldi segir mjög gefandi að vinna með börnunum og mælir með því. MYND/GUÐLAUG Sigvaldi Bjarnason er dagforeldri og hvetur aðra karlmenn til að gera slíkt: Hefur gaman af börnunum SIGVALDI BJARNASON „Sú var tíðin að refaskyttur komu næst prestinum að virðingu í hverju sveitar- félagi,“ segir Snorri Jóhannesson, formaður Bjarmalands − félags atvinnuveiðimanna á ref og mink. „Ég er svo sem ekkert að mælast til að sá háttur verði tekinn upp aftur en hitt tel ég mikil- vægt að fólk taki okkur ekki sem einhverjum skúrkum.“ Fréttir af mönnum sem fara um að næturlagi, jafnvel nálægt byggð, með ljóskastara og skjóti tófur, hafa ratað í fjölmiðla. Þá hefur það komið fyrir að hestur lægi eftir með byssukúluna við gagnaugað. Snorri segir að þessi ólöglegu vinnubrögð séu órafjarri þeim sem tíðkist meðal atvinnuveiðimanna. „Þetta er starf sem ekki er hægt að sinna aðeins um helgar eða þegar skotgleðin grípur menn,“ segir hann. „Það liggur mikil vinna á bak við þetta, hér áður lágu menn jafnvel í fimm sólarhringa yfir greni enda var ekki frá horfið fyrr en verkið var unnið. Það er nefni- lega svo að ef ekki tekst að ná yrð- lingunum strax verður að hvíla grenið svo að þegar þannig ber undir hverf ég að öðrum störfum og kem svo aftur sólarhring síðar. Þá er hungrið farið að segja til sín hjá þeim og þá er hægt að leita lags. Hins vegar yfirgef ég aldrei greni fyrr en ég næ fullorðnu dýr- unum.“ Refurinn er býsna þefnæmur og því þarf að huga vel að því hvernig vindátt stendur svo að hann þefi skyttuna ekki uppi en það horfir öðruvísi við með minkinn. „Hann er vitlausari en allt sem vitlaust er svo það þarf minni tækni við hann,“ segir Snorri. Um 200 manns eru meðlimir í Bjarmalandi og telur Snorri að um áttatíu prósent þeirra séu skyttur með samning frá sínu sveitar- félagi. Félagið heitir eftir sam- nefndum bæ í Öxarfirði en þar bjó Theódór Gunnlaugsson refaskytta með meiru. Hann ritaði meðal ann- ars sögu Guðmundar Einarssonar frá Brekku sem var með afbrigð- um drjúgur við refaveiðar en sagt er að hann hafi legið á grenjum í 2.469 nætur og veitt 2.464 dýr auk verðlítilla yrðlinga. Veitti honum ekki af skildingnum sem hann fékk fyrir það því karlinn var einnig drjúgur við barneignir en hann átti 21 barn með tveimur konum og komust sextán börn upp. En það hefur fleira breyst en staða refaskyttna því breytt hegð- un mannanna veitir rebba ný tæki- færi sem hann nýtir sér af sinni alþekktu kænsku. „Áður fyrr voru refir meira uppi á heiðum og fjöll- um enda var mikið um mannaferð- ir á láglendisjörðum og menn voru ekki lengi að koma auga á grenin ef þau voru þar,“ segir Snorri. „Nú þeysast menn upp til fjalla í frí- tímum en halda sig á tiltölulega afmörkuðum stöðum á láglendis- jörðunum og það gefur refnum meira ráðrúm þar enda er svo komið að minna sést af honum á fjöllum. Honum er hins vegar orðið óhætt að gera fleiri greni á láglendinu og jafnvel á sumar- bústaðajörðum.“ Formaðurinn fordæmir þá iðju manna að taka sér skotfæri í hönd og eltast við ref eða mink að nætur- lagi og jafnvel nálægt byggðum. „Þeir gera okkur refaskyttum grikk með þessu og það er rétt að halda því til haga að það er langur vegur frá okkar vinnubrögðum að hátterni þessara manna.“ jse@frettabladid.is Refskák við refi ■ Við Íslendingar stærum okkur oft af norðurljósunum sem prýða vetrarnætur hér á landi. Þau verða til af samverkun einda úr sólvindi og efri lögum andrúmslofts jarðarinnar. Vissulega erum við ekki ein um að getað litið þessa dýrð því þau sjást ekki bara á norðurhveli jarðar heldur einnig á suður- hvelinu. Því ber þó að halda til haga að þar eru þau ekki kölluð norðurljós heldur suðurljós, nema hvað. heimild:natturan.is SUÐURLJÓSIN: NORÐURLJÓSIN Á SUÐURHVELI „Það eina sem ég er að gera þessa dagana er að vinna af mér bossann í partístandi,“ segir Ólafur Geir Jónsson, fyrrverandi Herra Ísland og núverandi eigandi umboðsskrifstofunnar agent.is og herrafata- búðar í Reykjanesbæ. Fyrirtækið Agent segir Ólafur, eða Óli Geir eins og hann er jafnan kallaður, sérhæfa sig í alls kyns partíhaldi. Það standi að kynningum á hinum ýmsu viðburðum en sé í senn umboðskrifstofa á netinu. „Það er nýbúið að vera partí á Nasa sem við sáum um og svo erum við með tvö partí um páskana, annað í Keflavík og hitt í Vestmannaeyjum. Þannig að það er alveg nóg um að vera úti um allt land og alls kyns fyrirtæki, félagasamtök og fleiri vilja fá einhvern til að skipuleggja skemmti- leg þemapartí eins og við sjáum um,“ segir Óli. Hann segir að enn sem komið er rúmist vinnuaðstaða hans í tengslum við Agent í einu herbergi í heimabæ hans á Reykja- nesi en fyrirtækið fagnaði nýlega eins árs afmæli sínu. „Það er fínt að vakna bara og vera kominn inn á skrifstofu. En stefnan er tekin á að eftir eitt til tvö ár verði maður kominn með flotta skrifstofu í Reykjavík.“ Í byrjun þessa árs dæmdi Héraðsdómur Reykja- víkur Óla Geir 500 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar sviptingar titilsins Herra Ísland 2005. Hann er ánægður með þann árangur og telur að réttlætinu hafi verið fullnægt. „Þau héldu greinilega að það væri bara hægt að svipta mann titli og maður myndi þegja. En ég læt ekki valta yfir mig. Annars held ég að mest sé að frétta af fatabúðinni minni,“ segir Óli og útskýrir að í henni telji hann hægt að finna flottustu herrafötin á Reykjanesskaga og þótt víðar væri leitað. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÓLAFUR GEIR JÓNSSON, FYRRUM HERRA ÍSLAND Vinn af mér bossann í partístandi SNORRI JÓHANNESSON REFASKYTTA Staða refaskyttunnar hefur breyst með árunum en eins hefur hagur refsins breyst sem nú hefur fært sig í auknum mæli á láglendisjarðir þar sem minna er um mannaferðir þar. GÓÐ VEIÐI REFUR Erfitt getur verið að veiða refi, en þessi ætti að vera öruggur, enda búsettur í Húsdýragarðinum. Best ef ég væri ekki að vestan „Hér eru mörg ný sprota- fyrirtæki að hasla sér völl. Má þar nefna Kjarnafisk en ef ég væri ekki að vest- an myndi ég þora að segja að þeir framleiddu besta harðfisk í heimi.“ GÍSLI S. EINARSSON BÆJAR- STJÓRI Á AKRANESI UM UPPGANGINN ÞAR. Fréttablaðið 22. mars 2008. Karlar og krabbamein „Markmiðið er að koma umræðunni á það stig að krabbamein sé eins og hver annar sjúkdóm- ur sem hægt er að hafa áhrif á.“ SIGURÐUR BJÖRNSSON, FOR- MAÐUR KRABBAMEINSFÉLAGS ÍSLANDS, UM ÁTAKIÐ „KARLAR OG KRABBAMEIN“. Fréttablaðið 22. mars 2008.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.