Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 30
22 25. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR Fulltrúi Dana í ár er Simon Mathew sem syngur lagið „All Night Long“ eftir þá Jacob Launbjerg, Svend Gudiksen og Nis Bøgvad. Þetta er hressilegt popplag, dálítið „danskt“, og á eflaust góða möguleika á að komast upp úr milliriðlinum. Danir eru númer þrettán á svið á seinna undankvöldinu og mega ábyggilega búast við nokkrum stigum frá Íslend- ingum. Simon er 23 ára og hefur verið vinsæll söngvari heima fyrir. Hann var alinn upp við leik og söng og sex ára gamall var hann byrjað- ur að sýna listræna tilburði. Hann er bróðir Sabínu og Rebekku Mathew, sem líka eru vinsælar söngstjörnur í Danmörku, Sabina er í JamPack og Rebekka er hluti af dúettnum Creamy. Simon og Rebekka sungu nýlega saman danska útgáfu af titillaginu í hinni geysi- vinsælu Disney-mynd High School Musical 2. Fyrsta lagið sem Simon sendi frá sér, „These Arms“ kom út árið 2005 og var í fimm vikur samfleytt á toppi danska vinsældarlistans. Önnur smáskífan, „Dreamer“ gerði það gott og nú er „All Night Long“ að gera allt vit- laust hjá fyrrum herraþjóð okkar. Simon vinnur að nýrri sólóplötu meðfram Serbíu undirbúningnum, en fyrsta stóra platan hans kom út árið 2005. Danir veðja á stórstjörnu ALGJÖR POPPSTJARNA Simon Mathew á að taka Dani alla leið. 60 DAGAR TIL STEFNU Tólf nemendur við Háskóla Reykja- víkur hafa verið önnum kafnir undanfarnar vikur við gerð eld- flaugar sem þeir ætla að skjóta tvo kílómetra upp í loftið í byrjun maí. Um er að ræða fimmtán vikna valnámskeið undir leiðsögn sjö kennara sem gefur nemendunum sex einingar. „Þetta er öðruvísi. Það eru ekki allir sem fá að smíða eldflaug og fá einingar fyrir það,“ segir Andri Gunnarsson, nemandi í véla- og rafmagnsverkfræði. „Doktorana í skólan- um langaði að smíða svona en þeir hafa aldrei getað það,“ segir hann í léttum dúr. „Þetta er búið að blunda lengi í mörgum af þeim þannig að þeir ákváðu að búa til áfanga og eigna sér svo heiðurinn.“ Fyrir skömmu kom hópurinn saman á æfingasvæði slökkviliðsins í Grafarvogi til að prófa mótor eldflaugarinnar og var ljósmyndari Fréttablaðsins á staðnum til að mynda tilþrifin. „Þetta gekk glimrandi, alveg eins og til var ætlast,“ segir Andri. „Þetta var mótorinn sem fer í sjálfa eldflaugina. Þetta er allt saman háð miklum prófunum svo eldflaugin springi ekki í tætlur.“ Í maí verður eldflauginni sjálfri síðan skotið á loft ef allt gengur að óskum. „Henni verður sennilega skotið upp hjá Kleifarvatni eða uppi á Hellisheiði. Það fer eftir því hvar Flugmálaeftirlitið leyfir okkur að vera,“ segir hann. Nemendurnir vonast til að fá styrk frá Nasa við gerð eldflaugarinnar. Ekki þó hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna heldur skemmtistaðnum Nasa. „Við eigum eftir að tala við þá en okkur þótti það góð hug- mynd. Við ætlum að þreifa fyrir okkur hvort það séu einhverjir áhugasamir. Við viljum endilega fá stuðning frá góðu fyrirtæki.“ Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá á heimasíðunni www. eldflaug.com. freyr@frettabladid.is Íslensk eldflaug fer á loft í maí SPENNINGUR Spenningurinn var mikill á meðal nemendanna yfir því hvernig útkoman yrði. STILLING Allt þurfti að stemma áður en kveikt var á mótor eldflaugarinnar. HÓPURINN Nemendurnir standa stoltir við mótor- inn áður en hann var prófaður í Grafarvoginum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Með vaxandi verðbólgu eru verðtryggðir skuldabréfasjóðir góður og traustur fjárfestingakostur. Glitnir býður fjóra slíka sjóði sem fjárfesta bæði í ríkistryggðum sem og öðrum skuldabréfum. Kynntu þér kosti skuldabréfasjóða Glitnis. Hver þeirra hentar þér best? Árleg nafnávöxtun m.v. sl. 12 mánuði skv. www.sjodir.is. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Sjóður 1, 5, 7 og 11 eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Glitnir sjóðir er rekstrarfélag sjóðanna. Nánari upplýsingar er að fi nna á www.glitnir.is. 13,1% MEÐALLÖNG RÍKISSKULDABRÉF Fjárfestingatími 1-3 ár SJÓÐUR 5 11,9% LÖNG RÍKISSKULDABRÉF Fjárfestingatími 2-4 ár SJÓÐUR 7 11,0% MEÐALLÖNG SKULDABRÉF Fjárfestingatími 1-3 ár SJÓÐUR 1 NÚ ERU TÆKIFÆRI Í VERÐTRYGGÐUM SKULDABRÉFUM > SÁTTUR VIÐ WITHERHAAL Ryan Phillippe segist vera sáttur við samband fyrrverandi eigin- konu sinnar Reese Wither- spoon og Jake Gyllenhaal. Ryan lýsti þessu yfir í út- varpsþætti Howard Stern. Hann sagðist jafnframt vona að Reese væri ham- ingjusöm. folk@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.