Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 25. mars 2008 9,4% LÖNG FYRIRTÆKJABRÉF Fjárfestingatími 2-4 ár SJÓÐUR 11 KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.GLITNIR.IS/SJODIR EÐA HJÁ EIGNASTÝRINGU GLITNIS Í SÍMA 440 4900 „Verið er að kanna hvort þetta stenst lög. Er verjandi að einn félagsfundur í stéttarfélagi geti ákveðið að við afsölum okkur endur- greiðsluréttindum sem eru alþjóða- samþykktir fyrir?“ spyr Júlíus Brjánsson, leikari með meiru. Urgur er meðal leikara vegna nýlegs samnings sem kveður á um nýtt fyrirkomulag á endursýning- um gamals efnis í fórum Ríkissjón- varpsins. Áður fengu leikarar greitt fyrir endursýningu sem nam 20% upprunalegrar greiðslu en nú greiðir RÚV árlega tiltekna upp- hæð til Félags íslenskra leikara (FÍL) – sem þá úthlutar þeirri upp- hæð samkvæmt punktakerfi og miðast greiðslur við framlag hvers og eins. „Mikill misskilningur er að leik- arar fái ekkert greitt. Við gefum eitthvað aðeins eftir hvað upphæð varðar. En menn skulu einnig athuga að stóraukin verður fram- leiðsla innlends efnis sem er lífs- nauðsyn stéttinni,“ segir Randver Þorláksson, formaður FÍL. Randver kallaði fyrir á fund flesta þeirra leikara sem mest eiga undir í endursýningum og var þar einróma samþykkt að ganga til samninga við RÚV ohf. á þessum forsendum enda mat fundarmanna að tuttugu prósent af engu væri núll. En Sjónvarpið hefur ekki vilj- að endurflytja efni vegna kostnaðar við endursýningar og er þá vísað til samninga. „Menningarlegur glæpur er að hafa þetta í kistunni engum til gagns. Þetta verður að sýna, þessa vinnu, nýjum kynslóðum,“ segir Randver. Hann bendir á að nýverið var gengið frá hliðstæðum samn- ingum við leikara í Danmörku og þar hafa menn nú tekið til við að endursýna menningarverðmæti sín. Þetta atriði fer fyrir brjóstið á ýmsum leikaranum: Tal um að nú loks sé hægt að ljúka upp lokinu af gullkistunni því að leikarar hafa látið af óbilgjörnum kröf- um sínum. Þá óttast leikarar af eldri kynslóðinni, sem eiga mestra hagsmuna að gæta eðli málsins samkvæmt, að ólíklegra sé en ekki að þeir verði kallaðir til starfa við ný verkefni. - jbg Urgur vegna samn- inga RÚV og leikara RANDVER Gefum eitthvað eftir en framleiðsla nýs inn- lends efnis kemur á móti. JÚLÍUS BRJÁNS- SON Spyr hvort þetta standist lög – afsal samnings- bundinna ákvæða á greiðslur fyrir endursýningar. umboðsskr i fsto fa Sím i 898 1010 r igg@simnet . is Tónleikarnir eru Samvinnuverkefni umboðsskrifstofunnar Rigg, Icelandair og N1 laugard. 29. mars kl. 16.00 Aukatónleikar Salnum Kópavogi Miðasala á www.salurinn.is og frá 25.mars einnig í miðasölu Salarins Hamraborg 6 Kópavogi sem er opin virka daga frá kl.10.00 – kl.18.00 Sími 5 700 400 Miðaverð kr.4.900- Fram koma söngvaranir Stefán Hilmarsson, Pálmi Gunnarsson, Friðrik Ómar og Guðrún Gunnarsdóttir. – í minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.