Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 34
26 25. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Enska úrvalsdeildin ASTON VILLA-SUNDERLAND 0-1 0-1 Michael Chopra (84.) BLACKBURN-WIGAN 3-1 1-0 Roque Santa Cruz (11.), 1-1 Marlon King (17.), 2-1 Jason Roberts (45.), 3-1 Santa Cruz (63.) EVERTON-WEST HAM 1-1 1-0 Yakubu Aiyegbeni (8.), 1-1 Dean Ashton (68.) MIDDLESBROUGH-DERBY 1-0 1-0 Tuncay Sanli (32.). NEWCASTLE-FULHAM 2-0 1-0 Mark Viduka (6.), 2-0 Michael Owen (83.). READING-BIRMINGHAM 2-1 1-0 Andre Bikey (31.), 1-1 Mauro Zarate (64.), 2-1 Andre Bikey (78.) TOTTENHAM-PORTSMOUTH 2-0 1-0 Darren Bent (80.), 2-0 Jamie O‘Hara (82.) CHELSEA-ARSENAL 2-1 0-1 Bacary Sagna (59.), 1-1 Didier Drogba (73.), 2-1 Didier Drogba (81.). MANCHESTER UNITED-LIVERPOOL 3-0 1-0 Wes Brown (34.), 2-0 Cristiano Ronaldo (79.), 3-0 Nani (81.) STAÐAN Man. United 31 23 4 4 64-15 73 Chelsea 31 20 8 3 55-23 68 Arsenal 31 19 10 2 59-24 67 Liverpool 31 16 11 4 55-24 59 Everton 31 17 6 8 48-26 57 Portsmouth 31 14 8 9 44-33 50 Aston Villa 31 13 10 8 52-40 49 Blackburn 31 13 10 8 42-38 49 Man. City 31 13 10 8 36-34 49 West Ham 31 12 8 11 34-37 44 Tottenham 31 10 9 12 60-51 39 Middlesbrough 31 8 10 13 28-44 34 Newcastle 31 8 8 15 33-57 32 Wigan Athletic 31 8 7 16 28-45 31 Reading 31 9 4 18 37-58 31 Sunderland 31 8 6 17 27-48 30 Birmingham 31 6 9 16 35-48 27 Bolton 31 6 8 17 28-45 26 Fulham 31 4 11 16 27-51 23 Derby 31 1 7 23 14-65 10 Spænski fótboltinn FC BARCELONA - REAL VALLADOLID 4-1 1-0 Samuel Eto‘o (24.), 1-1 Jonathan Sesma (31.), 2-1 Andres Iniesta (47.), 3-1 Bojan Krkic (62.), 4-1 Bojan Krkic (84.). Eiður Smári Guð johnsen kom inn á sem varamaður á 62. mín. REAL MADRID - VALENCIA CF 2-3 0-1 David Villa (33.), 1-1 Raúl (34.), 2-1 Raúl (57.), 2-2 David Villa (67.), 2-3 Arizmendi (88.) STAÐA EFSTU LIÐA Real Madrid 29 20 2 7 61-28 62 FC Barcelona 29 17 7 5 58-26 58 Villarreal CF 29 17 5 7 49-37 56 Undankeppni HM 20 ára Strákar: Ísland-Þýskaland 26-34 Mörk Íslands skoruðu: Orri Freyr Gíslason 8, Aron Pálmarsson 5, Rúnar Kárason 5, Þröstur Þráinsson 3, Ólafur Bjarki Ragnarsson 2, Anton Rúnarsson 2 og Oddur Grétarsson 1. Ísland endaði í 2. sæti og komst ekki áfram. Stelpur: Ísland-Búlgaría 40-21 Mörk Íslands skoruðu: Stella Sigurðardóttir 9, Arna Sif Pálsdóttir 5, Karólína Gunnarsdóttir 4, Sara Sigurðardóttir 4, Hildigunnur Einarsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Karen Knútsdóttir 2, Auður Jónsdóttir 1, Rut Jónsdóttir 1 og Hildur Þorgeirsdóttir 1. Ísland endaði í 2. sæti og komst ekki áfram. Iceland Express deild kvenna Grindavík-KR 91-83 Stig Grindavíkur: Tiffany Roberson 35 (12 frák.), Joanna Skiba 27 (7 stoðs.), Ólöf Helga Pálsdóttir 13 (6 stoðs.), Petrúnella Skúladóttir 8, Ingibjörg Jakobsdóttir 4, Íris Sverrisdóttir 2, Jovana Lilja Stefánsdóttir 2. Stig KR: Candace Futrell 27 (12 frák.), Hildur Sigurðardóttir 19 (11 stoðs., 7 frák.), Sigrún Ámundadóttir 17 (11 frák.), Helga Einarsdóttir 6 (15 frák.), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 6, Guðrún Ámundadóttir 5, Ingibjörg Skúladóttir 3. 1. deild karla í körfubolta: Haukar-FSu 86-98 Ármann/Þróttur-Valur 80-96 FSu og Valur eru komin áfram og spila um laust sæti í Iceland Express-deild karla. ÚRSLIT LEIKJA KÖRFUBOLTI KR og Grindavík mæt- ast í kvöld í fimmta sinn í undan- úrslitaeinvígi sínu um sæti í loka- úrslitum Iceland Express-deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-höllinni. KR vann tvo fyrstu leikina örugglega en Grindavík náði að jafna einvígið með því að vinna tvo síðustu leiki, þar á meðal síð- asta leik 91-83 í Grindavík á laugar daginn. Sigurvegari leiks- ins í kvöld spilar um Íslands- meistaratitilinn á móti deildar- meisturum Keflavíkur sem þegar hafa beðið í fimm daga eftir því að fá að vita hverjir mótherjarnir verða. Fyrsti leikhlutinn í kvöld ætti að vera mikilvægur því það lið sem hefur verið yfir eftir fyrstu 10 mínúturnar í leikjunum fjór- um hefur unnið leikinn. KR vann fyrsta leikhlutann með samtals 23 stigum í fyrstu tveimur leikj- unum en í síðustu tveimur leikj- um hefur Grindavík unnið upp- hafsleikhlutann með 20 stigum. Það eru einkum tveir leikmenn Grindavíkur sem hafa bætt sig mest frá því í fyrstu tveimur tapleikjunum í einvíginu. Þetta eru þær Ólöf Helga Pálsdóttir og Joanna Skiba. Ólöf Helga er með 13,5 fleiri framlagsstig í leik í sigrunum tveimur en í tapleikjunum og Skiba hefur hækkað sig um 10,5 í framlagi, um 11,5 stig í leik og um 23,7 prósent í skotnýtingu. Skiba var aðeins með 9,5 stig og 23,2 prósenta skotnýtingu í tapleikj- unum í upphafi einvígisins en hefur hækkað þær tölur upp í 21,0 stig í leik og 47,1 prósents skotnýtingu í sigrunum. Skiba hefur gefið tóninn í upphafi beggja leikja en hún hefur skorað 20 stig í fyrsta leikhluta í þessum tveimur góðu sigrum liðsins. Grindavík getur með sigri orðið annað liðið í sögu úrslitakeppn- innar til þess að vinna viðureign eftir að hafa lent 2-0 undir. Eina skiptið sem þetta hefur gerst var í lokaúrslitunum árið 2002 þegar KR lenti 2-0 undir en vann síðan næstu þrjá leiki, þar af oddaleik- inn á útivelli. Þetta verður tíundi oddaleikur- inn um sæti í lokaúrslitum úrslita- keppni kvenna og hafa heimaliðin unnið í öll níu skiptin. - óój Fimmti leikur KR og Grindavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna fer fram í kvöld: Ólöf Helga og Joanna hafa bætt sig mest ALLT ÖNNUR Joanna Skiba í Grindavík fann sig ekki í fyrstu tveimur leikjun- um en betri leikur hennar hefur skipt sköpum í síðustu tveimur leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FORMÚLA 1 Heimsmeistarinn Kimi Räikkönen vann öruggan sigur í malasíska kappakstrinum í Formúlu eitt um páskana. Hann er nú aðeins þremur stigum á eftir Lewis Hamilton, sem varð fimmti að þessu sinni. Robert Kubica hjá BMW Sauber tók annað sætið og Heikki Kovalain- en hjá McLaren varð þriðji. „Þetta var frekar auðvelt eftir fyrsta viðgerðarhléið. Fyrsta helgin í Ástralíu var mjög erfið en það gekk allt fullkomlega upp núna og ég er mjög ánægður með byrjunina á tímabilinu,“ sagði Finninn Kimi Räikkönen. Hann tók fram úr félaga sínum hjá Ferrari Felipe Massa í kringum fyrsta stopp og leit aldrei til baka eftir það. Massa, sem var á ráspól, missti aftur á móti bílinn út úr brautinni og datt úr leik. „Ég vildi að sjálfsögðu gera betur en ég get ekki kvartað yfir því að vera efstur eftir fyrstu tvö mótin,“ sagði Lewis Hamil- ton, sem fékk fimm sæta refsingu fyrir að „trufla“ Nick Heidfeld í tímatökunni og byrjaði því í 9. sæti. - óój Formúla eitt í Malasíu: Kimi kom sterkur til baka Á SIGURBRAUT Kimi Räikkönen og liðs- menn í Ferrari voru kátir eftir kappakst- urinn um páskana. NORDICPHOTOS/GETTY KEPPNI ÖKUMANNA: 1. Lewis Hamilton, McLaren 14 2. Kimi Räikkönen, Ferrari 11 3. Nick Heidfeld, BMW 11 4. Heikki Kovalainen McLaren 10 5. Robert Kubica, BMW 8 6. Nico Rosberg, Toyota 6 7. Fernando Alonso, Renault 6 FÓTBOLTI Staða ensku meistaranna í Manchester United er mjög góð eftir leikina um páskana en leik- mennirnir hans Sir Alex Ferguson hafa nú fimm stiga forskot á Cheslea þegar aðeins sjö umferðir eru eftir. Margir eru farnir að bíða spenntir eftir leik toppliðanna á Brúnni 26. apríl næstkomandi en þar gæti farið fram óopinber úrslitaleikur um titilinn. „Þetta var mjög góð frammi- staða og sýndi hversu mikið liðið mitt hefur þroskast á undanförn- um sex mánuðum. Baráttan um tit- ilinn heldur áfram þar til í lok tíma- bilsins því bæði Chelsea og Arsenal eru að spila vel,“ sagði Sir Alex Ferguson eftir 3-0 sigur Manchest- er United á Liverpool en umdeildasta atvik leiksins var þegar argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano fékk sitt annað gula spjald á 43. mínútu fyrir mót- mæli. „Hann veit að hann gerði mistök en það er erfitt að skilja þessa ákvörðun dómarans. Ég talaði við Javier á spænsku og hann svaraði alltaf að hann hefði ekki sagt neitt. Það voru samt mistök að fara að spyrja dómarann með spjald á bak- inu. Hann þekkir ekki dómarana en bæði hann og aðrir leikmenn hafa sagt mér að hann hafi aðeins spurt af hverju. Hann var því mjög hissa á að hafa fengið spjald en það er hreinlega rangt hjá dómaranum að skilja lið eftir manni færra af því að einn leikmaður spurði af hverju,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool, eftir leik en hann þurfti að halda aftur af Maschera- no, sem neitaði að yfirgefa völlinn þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. Þau viðbrögð gætu kostað hann langt bann. „Mótmæli eru mótmæli. Ég veit ekki af hverju Mascherano kom alla leið frá miðju vallarins til þess að rífast í dómaranum. Rauða spjaldið gaf okkur völd á leiknum en við vorum betra liðið fyrir það. Rooney komst þrisvar einn á móti markverði og Ronaldo klúðraði tveimur dauðfærum. Við spiluðum mjög vel og unnum okkar vinnu,“ sagði Ferguson. Didier Drogba skoraði bæði mörk Chelsea í 2-1 sigri á Arsenal og Chelsea hefur hægt og rólega komið sér aftur inn í toppbarátt- una. Það var samt Arsenal-liðið sem komst yfir áður en Drogba jafnaði leikinn og tryggði sínum mönnum síðan þrjú mikilvæg stig með því að skora sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok. „Þessi sigur gefur okkur trú á að við séum enn með í baráttunni um titilinn við United. Ég vona að við getum unnið titilinn en fagnaðar- lætin okkar í dag sýndu það hversu miklu máli deildin skiptir þetta lið,“ sagði hetja Chelsea, Didier Drogba, eftir leikinn. Stjórinn Avram Grant var líka kátur. „Didier spilaði ekki vel eftir að hann kom til baka frá Afríku- keppninni en hann spilaði betur gegn Spurs í síðustu viku og í dag var hann mjög góður. Það var kom- inn tími til,“ sagði Grant en Drogba skoraði sitt fyrsta mark síðan í nóvember í jafnteflinu við Totten- ham í síðustu viku. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, lifir enn í voninni um að Arsenal geti orðið meistari en eftir fimm leiki í röð án sigurs bendir flest til þess að liðið sé að dragast aftur úr. ooj@frettabladid.is Einvígi United og Chelsea Manchester United er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar eftir leiki páskahelgarinnar. Chelsea vann Arsenal, sem er að gefa eftir. LOKSINS Didier Drogba er vaknaður af værum blundi. NORDICPHOTOS/GETTY RAUTT SPJALD Steve Bennett rekur Javier Mascherano af velli í lok fyrri hálfleiks. NORDICPHOTOS/GETTY > Hermann missir af Slóvakíuleiknum Hermann Hreiðarsson verður ekki með í vináttulands- leiknum á móti Slóvakíu á miðvikudaginn en hann hefur dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla eftir samráð við lækni íslenska landsliðsins. Hermann lék með Portsmouth gegn Tottenham um helgina en þegar á reyndi úti í Slóvakíu var ákveðið að taka enga óþarfa áhættu. „Hann er meiddur á hné, var alveg stokkbólginn og hefði aldrei getað spilað leikinn,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari, sem fór með tuttugu manna hóp út og þurfti því ekki að kalla inn annan leikmann. Fréttablaðið heyrði hljóðið í fyrirliðum KR og Grindavíkur sem mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Expresss-deild kvenna í körfubolta. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, horfir mest á vörnina. „Varnar- leikurinn hefur ekki verið að ganga eins vel og í fyrstu tveimur leikjun- um. Í síðasta leik eru Skiba og Tiffany að gera of mikið og við þurfum að loka betur á þær,” segir Hildur. „Nú er bara úrslitaleikur fram undan og það hjálpar okkur mikið að eiga hann á heimavelli. Það verður vonandi mikil stemning á pöllunum og það er spurning um að hringja í strákana í Miðjunni og athuga með þá,” segir Hildur í léttum tón. „Við eigum alveg að geta klárað þetta og það verður ekkert annað slys í Vesturbænum,” sagði Hildur og vísaði til tapsins í þriðja leiknum. Jovana Lilja Stefánsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, segir hugarfarsbreytingu hafa orðið í sínu liði eftir að þær lentu 2-0 undir. „Við sýndum karakter og jöfnuðum þetta einvígi,” segir Jovana. „Ég hef alltaf sagt það að við erum ekkert saddar eftir þennan bikarmeistaratitil. Ég sagði það í viðtali þegar við vorum 2-0 undir og ég stend ennþá við það. Við fengum mikið sjálfstraust með því að vinna þennan örugga sigur á heimavelli KR. Það er betra að byrja seint en aldrei,” sagði Jovana í léttum tón. „Við vitum alveg hvað það er langt síðan Íslands- meistaratitillinn kom til Grindavíkur og við ætlum að gera allt til þess að koma bikarnum aftur heim,” sagði Jovana, sem veit hvað Grindavík þarf að gera. „Við vitum alveg hvað þær geta en við erum fyrst og fremst að hugsa um okkar leik. Við ætlum bara að leika okkar leik og stíga út og þá eigum við ekki að lenda í neinum vand- ræðum,” segir Jovana. „Ég er búin að heyra það í bænum að það sé mikil stemning fyrir þessum leik. Ég býst við að það verði alveg troðið í DHL- höllinni sem yrði alveg frábært.” HILDUR SIGURÐARDÓTTIR, KR, OG JOVANA LILJA STEFÁNSDÓTTIR, GRINDAVÍK: EINUM SIGRI FRÁ ÚRSLITUNUM Spurning um að hringja í strákana í Miðjunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.