Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Margrét Valmundsdóttir, fornleifafræðinemi við Háskóla Íslands, lagði upp í ævintýri með samnemanda sínum til Slóvakíu til að vinna við uppgröft. „Við vorum að vinna að uppgreftri á rómversku virki sem var í notkun á annarri til fjórðu öld eftir Krist, þannig að þetta var mjög áhugavert. Við vorum í þrjár vikur úti í Slóvakíu og svo kom annar hópur frá Íslandi seinna um sumarið,“ segir Margrét. Fyrst grófu Margrét og félagar könnunarskurði ensvo var grafið þ merkilegt finnst okkur kannski ekkert merkilegt. Þetta var fín starfsreynsla og allt öðruvísi en það sem hægt er að upplifa hérna heima á Íslandi,“ útskýrir Margrét. Öll tæki og tól eru ólík þeim sem eru notuð hér á landi og vinnuaðferðir fólksins í Slóvakíu eru grófari og er notast við stórar skóflur og sköfur. Ýmislegt skemmtilegt er fram undan hjá Margréti þó að uppgreftrinum í Slóvakíu sé lokið. „Í sumar verð ég í uppgreftri á Skriðuklaustri og svo er stefnan tekin á meistaranám erlendis, vonandi til England Ímaí tl é í Við uppgröft erlendis Verðandi fornleifafræðingur sem hvetur sem flesta til að kynna sér námið. SÓLARHRINGSGANGA Göngufélagið Glerárdals- hringurinn 24x24 á Akureyri var stofnað af nokkrum göngugörpum sem ákváðu að ganga á 24 fjallstoppa Glerárdalshringsins á 24 tímum. FERÐIR 4 NÝJAR RAFLAGNIR Raflagnir, rofa og tengla getur verið nauðsynlegt að endurnýja ef það hefur ekki verið gert lengi. HEIMILI 3 Orkugangan 2008 29.mars 60 km. skíðaganga á Kröfl usvæðinu í Mývantssveit kl. 10:00. Leiðin er troðin og drykkjarstöðvar með reglulegu milliibli. Þáttökugjald er 4.000 kr. og er innifalið í því aðgangur að Jarðböðum eftir gönguna og lokahóf í Hótel Reynihlíð með verðlaunaafhendingu kl. 18:00. Allar nánari upplýsingar og skránin er hjá Upplýsingamiðstöð staðarins í síma 464 4390 eða í netfang orkuganga@visitmyvatn.is www.visitmyvatn.is Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 26. mars 2008 — 82. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG MARGRÉT VALMUNDSDÓTTIR Íslendingar í Slóvakíu við uppgröft fornminja ferðir bílar heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Barist um Bítlamiða Miðar í ferðina á Bítlaslóðir sem FTT gengst fyrir í lok maí hafa rokið út. FÓLK 30 Barónessa Mills? Í nýrri heimildamynd um Heather Mills heldur hún því fram að Tony Blair hafi viljað gera hana að barónessu. FÓLK 28 Ekki bara samlokur Samlokur hafa verið framleidd- ar hjá Sóma í þrjátíu ár. Sextíu vörutegundir eru framleiddar í fyrirtækinu. TÍMAMÓT 22 FÓLK Auðvelt er að verða sér úti um mannabein. Þau má kaupa í sérverslunum erlendis eða á netinu. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum fannst hauskúpa í Kjósarhreppi um páskahelgina. Lausleg könnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að ekki kostar mikið að kaupa sér hauskúpu í Bandaríkjunum. Verslunin Boneroom í Berkeley í Kaliforníu er með níu hauskúpur á lager og kosta þær á bilinu 400-900 dollara, eða frá 30 þúsund krónum og upp í 67.500. Hauskúpurnar eru oftast af kínverskum karlmönnum. Auk þess selur búðin ýmis önnur mannabein. - glh / sjá síðu 38 Mannabein seld á netinu: Hauskúpa kost- ar 30 þúsund GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON Biskupssonurinn söng á föstudaginn langa Las Passíusálma og skemmti Hríseyingum. FÓLK 28 VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON Ánægður með Mannaveiðar Höfundur Aftureldingar er himinlifandi með sjónvarpsþættina FÓLK 38 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Éljagangur austantil Einnig má búast við smá éljum á Vestfjörðum í dag, en annars þurru. Hitinn lækk- ar talsvert, og frost verður í flestum landshlutum, nema helst við ströndina sunnan- og vestanlands. VEÐUR 4 -4-4 -4 -40 Sverre til HK Landsliðsmaðurinn Sverre Jakobsson leik- ur með HK næsta vetur ásamt því að vera aðstoðar- og varnarþjálfari liðsins. ÍÞRÓTTIR 34 LÍFRÆN STEMNING Á meðan kuldinn beit í kinnar vegfarenda á Laugaveginum sátu þessar tvær stöllur í hlýindum inni á Kaffi Hljómalind og gæddu sér á lífrænum veigum. Kaffihúsið hefur þá sérstöðu að vera samvinnurekið, þar sem allir starfsmenn þess eru meðeigendur og hafa atkvæðarétt um reksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL „Ég ætla sjálfur að stýra því hvenær persónulegar upplýsingar um mig eru birtar,“ segir Þórhallur Gunnarsson dag- skrárstjóri sjón- varps hjá Ríkisút- varpinu. Sú sérkennilega staða er komin upp að í dag mun Hróbjartur Jóna- tansson, lögmaður Þórhalls, leggja fram lögbanns- kröfu á hend- ur RÚV. Er það í framhaldi af úrskurði upplýs- inganefndar um upplýsingalög að orðið verði við kröfu Vísis um að lagðar verði fram upplýsingar um launakjör Þórhalls og Sigrún- ar Stefánsdóttur dagskrárstjóra útvarps hjá RÚV ohf. Óskar Hrafn Þorvaldsson, rit- stjóri Vísis, segir ástæður fyrir- spurnarinnar vera orðróm um að uppi sé kynbundið launamisrétti innan RÚV. - jbg/sjá síðu 38 Þórhallur Gunnarsson: Dagskrárstjóri í mál við RÚV ÞÓRHALLUR GUNNARSSON NEYTENDUR „Einhverjir birgjar hafa haldið aftur af sér en við eigum von á tilkynningum í þessari viku vegna veikingar krónunnar. Við erum nýlega búin að fá hækkun á brauði upp á 11 prósent. Talað er um kjúklingahækkun á bilinu 5-18 prósent og verðhækkun á gosi og söfum um 8-12 prósent. Hluti af þessu er hráefnishækkun sem hafa líka áhrif á innlenda framleiðendur og síðan gengisbreytingar,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Á næstunni kemur í ljós hvaða áhrif stýrivaxta- hækkun Seðlabankans hefur, en tilkynnt var í gær um hækkun stýrivaxta um 1,25 prósentustig og eru vextirnir nú 15,0 prósent. „Ég held að þessi stýrivaxta- hækkun skili ekki þeim árangri sem til stóð,“ segir Finnur. „Til lengri tíma hefur þetta einhver áhrif en á móti kemur að þetta eru vextir sem atvinnulífið stendur ekki undir,“ segir hann. Finnur lýsir eftir frelsi í innflutningi á kjöti og kjötvörum og telur það geta skilað jafnmikilli verðlækkun og þegar vörugjöld og skattar voru afnumdir 1. mars í fyrra. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtahækkunin hækki „enn afborganir þeirra sem eru með yfirdráttarlán og lán í íslenskum krónum. Vextirnir eru orðnir ótrúlega háir. Íslenska krónan er ekki samkeppnishæf sem gjaldmið- ill til að taka lán í. Heimilin eru í auknum mæli farin að taka erlend lán sem viðbrögð við háum vöxtum bankans,“ segir hann og telur tímann nú góðan til að taka erlent lán meðan „krónan er á útsölu“. - ghs Frjáls innflutningur á kjöti skilar mikilli verðlækkun segir forstjóri Haga: Matvælaverð hækkar frekar í vikunni ORKUMÁL Greiðsla Orkuveitu Reykjavíkur fyrir hlut Hafnar- fjarðar í Hitaveitu Suðurnesja er fallin í gjalddaga og reiknast fullir dráttarvextir af hlutnum, að sögn Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Tæplega 15 prósenta hlutur í hitaveitunni hefur verið metinn á 7,6 milljarða króna. Miðað við að dráttarvextir eru nú 25 prósent gætu vaxtagreiðslur numið allt að 1,9 milljörðum á ári, eða 158,3 millj- ónum á mánuði. Það gerir 5,2 milljónir á dag. „Þetta mál er á borði Orkuveit- unnar til að taka ákvörðun um. Samningurinn liggur alveg fyrir af okkar hálfu gagnvart Orkuveitunni og sú greiðsla er gjaldfallin frá og með 12. mars,“ segir Lúðvík. Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað í desember að ganga að tilboði Orku- veitunnar í hlutinn. Í seinni hluta febrúar barst Orkuveitunni hins vegar álit Samkeppniseftirlitsins, þar sem lagst var gegn kaupunum. Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, bendir á að með kaupsamningnum hafi verið undir- rituð viljayfirlýsing um að kaupin þyrftu að standast lög, þar á meðal samkeppnislög. „Samkeppniseftirlitið lét okkur síðan hafa andmælaskjal, sem segir að með kaupunum brjótum við lögin. Við höfum því tilkynnt Hafn- arfjarðarbæ að á meðan endanleg niðurstaða Samkeppniseftirlitsins liggur ekki fyrir, geti ekki orðið af þessum kaupum,“ segir hann. Fyr- irtækið vilji ekki brjóta lögin og færustu lögfræðingar telji niður- stöðu eftirlitsins verða neikvæða, líkt og í andmælaskjalinu. Hjörleifur hafði ekki reiknað dráttarvextina út en telur útreikn- ingana vel geta passað. „Þeir setja fram sínar kröfur,“ segir hann. Spurður hvort til greina komi að greiða vextina ítrekar Hjörleifur að forsendur kaupsamningsins séu brostnar, stríði þær gegn lögum. Leyfi Samkepniseftirlitið hins vegar kaupin verði farið yfir vextina. Viðskiptin fari ekki fram í illindum. - kóþ Dráttarvextirnir yfir fimm milljónir á dag Tilboð Orkuveitunnar á hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja er fallið í gjald- daga og reiknar bæjarstjórn með dráttarvöxtum af 7,6 milljörðum. Það gera allt að 158 milljónir á mánuði. „Spyrjum að leikslokum,“ segir forstjóri Orkuveitunnar. ÁSTRALÍA Sjálfsmorðsvélmenni skaut 81 árs húsbónda sinn til bana í Ástralíu. Maðurinn notaði leiðbeiningar sem hann fann á netinu til að smíða vélmennið. Hann skipaði því síðan að skjóta sig fjórum sinnum í hausinn fyrir framan heimili sitt í borginni Gold Coast í Queensland. Að því er greint er frá á fréttavef dagblaðsins The Gold Coast Bulletin hafði maðurinn vafrað klukkutímum saman um netið í leit að leið til að fremja sjálfsmorð. Hann skildi eftir sig bréf þar sem kom fram að ástæðan fyrir verknaðinum væru kröfur skyldmenna um að hann flyttist á elliheimili. - sþs Náði í leiðbeiningar á netinu: Vélmenni drap húsbónda sinn AUÐVELT AÐ KAUPA Á NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.