Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 2
2 26. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Ljúffengt og gott Nóatún mælir með 998 kr.stk. Rotissier Kjúklingur DÝRAHALD Nokkrir viðskiptavinir Húsasmiðjunnar á Selfossi voru slegnir óhug þegar þeir urðu vitni að því þegar maður drekkti tíu hænuungum sem höfðu verið til sýnis í versluninni í aðdrag- anda páskanna. Lager og áhaldaleiga verslun- arinnar eru í sama rými. Þar eru því oft nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar. Tók maðurinn ungana úr versluninni og fór með þá inn á lager. „Hann kraup á hnén á gólfinu fyrir framan okkur öll og byrjaði að drekkja ungunum. Eftir smá stund var tístið alveg steinþagnað og þeir lágu allir dauðir í fötunni við hlið- ina á okkur,“ sagði einn viðskipta- vinur. Sumum viðskiptavinunum mis- bauð svo verknaðurinn að þeir gengu út. Um klukkustund síðar lágu ungarnir enn dauðir í fötunni við áhaldaleiguna. „Við fengum þessa unga frá manni og vissum ekki annað en að hann kæmi til að sækja þá á laugardaginn,“ segir Sverrir Einarsson, rekstrarstjóri Húsa- smiðjunnar á Selfossi. Segir hann þau hafa talið að ungarnir yrðu aldir upp annars staðar. „Vegna sýkingarhættu vildi hann ekki taka þá aftur og sagði að það þyrfti að lóga þeim en ég vissi ekki af því fyrr en rétt fyrir lokun á laugardaginn.“ Segist Sverrir hafa sagt manninum að hann þyrfti að fara með ungana út úr húsinu til þess. Sverrir harmar atvikið. „Þetta er agalega leiðinlegt af því að þessir ungar áttu að vera til yndisauka fyrir krakkana.“ Segir hann að ef þetta sé raunin, að aflífa þurfi unga eftir að þeir hafi verið í versluninni, að þá sé þetta í síðasta skipti sem lifandi páska- ungar verði þar. Ef viðkomandi geti ekki tekið ungana til baka og alið þá verði þau að vera með gervi-páskaunga. „Ég harma þetta og bið viðkomandi sem urðu vitni að þessu velvirðingar.“ „Þetta er ekki viðurkennd aðferð til að lóga skepnum. Skepnum er yfirleitt ekki drekkt,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir, héraðsdýra- læknir á Suðurlandi. Þá sé betra að svæfa dýr ef þau þurfi að aflífa. Hún segir mjög strangar reglur gilda um smitsjúkdóma og því sé ekki hægt að setja unga í hús með öðrum hænuungum eftir að þeir hafi verið innan um fólk. Umhverfisstofnun og heilbrigðis- eftirlit gefa leyfi til dýrasýninga. Þá eru sett skilyrði um aðbúnað dýranna. „Það hefur ekki verið leit- að til mín vegna þessa,“ segir Katrín en oft er leitað álits héraðsdýra- lækna vegna leyfisveitinga. Sverrir staðfestir að þau hjá Húsasmiðjunni hafi ekki sótt um leyfið. olav@frettabladid.is Drekkti tíu tístandi páskaungum í fötu Páskaungar voru sýndir, fólki til yndisauka, í verslun Húsasmiðjunnar á Selfossi. Maður sem útvegaði versluninni ungana vildi ekki taka þá aftur vegna sýkingar- hættu og drekkti þeim því í fötu fyrir framan viðskiptavini verslunarinnar. ÍSLENSKIR PÁSKAUNGAR Þessir ungar í Húsdýragarðinum geta verið rólegir þó að páskarnir séu liðnir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS Stefán, tókst ykkur að koma í veg fyrir lekann? „Já, þessi á hefur verið stemmd að ósi.“ Sektum fyrir að pissa á almannafæri hefur snarfækkað í miðborginni. Stefán Eiríksson er lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins. Jónína Sigríður Gísladóttir, ekkja Pálma Jónssonar í Hag- kaupum, andaðist á St. Jósefs- spítalanum í Hafnarfirði 18. mars síðast- liðinn. Jónína fædd- ist í Reykja- vík árið 1921. Hún var dóttir Sigurðar Gísla Sigurðsson- ar sjómanns og Lilju Guð- mundsdóttur. Jónína stundaði verslunar störf en helgaði full- orðinsárum sínum eiginmanni og börnum. Hún gerðist vel- gjörðarmaður hjartadeildar Landspítalans og studdi deild- ina með peningagjöfum til tækjakaupa. Jónína og Pálmi áttu fjögur börn: Sigurð Gísla, Jón, Ingi- björgu Stefaníu og Lilju Sigur- línu, tólf barnabörn og tvö barnabarnabörn. Útför hennar fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan fjögur á morgun. Jónína Sigríður Gísladóttir látin JÓNÍNA SIGRÍÐ- UR GÍSLADÓTTIR LÖGREGLUMÁL Karlmaður var handtekinn í íbúð í Reykjanesbæ um áttaleytið í gærkvöldi. Hann er tal- inn tengjast árás á sjö karlmenn í íbúð í Keilufelli í Breiðholti á laugardag. Fleiri árásarmanna er leitað. Tilkynnt var um árásina síðdegis á laugardag. Þá réðust tíu til tólf manns inn á heimili í Keilufelli í Reykjavík og gengu í skrokk á hópi Pólverja sem þar býr. Sjö karlmenn, allir pólskir, fóru á slysadeild. Stuttu eftir að tilkynnt var um árásina stöðvaði lög- regla fjóra menn í bíl á Reykjanesbraut: þrjá Pól- verja og einn Litháa. Þeir voru handteknir og úrskurð- aðir í gæsluvarðhald. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er yfirheyrslum yfir mönnunum fjórum ekki lokið. Leitin að hinum árásarmönnunum bar árangur í gær þegar lögreglan á Suðurnesjum handtók pólskan karlmann í tengslum við árásina í Keilufelli. Sérsveit lögreglunnar aðstoðaði. Maðurinn var fluttur til Reykjavíkur þar sem hann var yfirheyrður. Að sögn Friðriks Smára mun leit halda áfram að þeim árásarmönnum sem eftir eru. - sþs Rannsókn lögreglu á líkamsárásarmáli í Keilufelli síðan á laugardag ber árangur: Handtóku einn af árásarmönnunum KEILUFELL Einn þeirra sjö sem ráðist var á liggur enn á sjúkra- húsi. Hann er með samfallið lunga og er handleggsbrotinn. Tvær líkamsárásir á Ísafirði Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á Ísafirði um síðustu helgi. Var önnur þeirra á veitingastað en hin skammt frá tónleikasvæði. Þar réðist meintur gerandi að lögreglu- mönnum þegar afskipti voru höfð af málinu. Verður hann kærður vegna brots gegn valdstjórninni að viðbættri líkamsárásarkæru. LÖGREGLUFRÉTTIR BANDARÍKIN, AP Átta lögreglumenn háðu æsilegan eltingarleik við ökumann sendibifreiðar sem ekur út kleinuhringjum í Iowa í Banda- ríkjunum. Tókst þeim á endanum að handtaka ökumanninn. Bíllinn sem maðurinn ók var í eigu kleinuhringjaverslunar í Illinois. Hafði hann stolið bílnum á meðan ökumaður hans skildi hann eftir í gangi. Í kjölfarið ók hann bílnum til Iowa þar sem hann var eltur uppi af lögreglunni. Lögregluþjónarnir sem náðu þjófnum gátu ekki kvartað yfir dagsverkinu því þeir fengu risastóran skammt af kleinu- hringjum í þakklætisskyni. - fb Löggur stöðvuðu bílþjóf: Kleinuhringir að launum SVÍÞJÓÐ Óróleikinn á fjármála- mörkuðum í heiminum hefur gert það að verkum að sænska ríkisstjórnin hefur fyllst örvænt- ingu og ætlar að setja lög um banka í bráðum vanda, eftir átta ára umþóttunartíma. Þetta kom fram í Ekot, fréttaþætti sænska útvarpsins. Nýju lögin eiga að heimila ríkinu að taka yfir banka í neyð. Í bankakreppunni á síðasta áratug neyddist sænska ríkið til þess að styðja banka í vanda með háum fjármunum til að þeir yrðu ekki gjaldþrota. Í framhaldinu neyddist ríkisstjórn Carls Bildt til að segja af sér. Núverandi ríkisstjórn vill ekki eiga á hættu að sama ástand myndist og ætlar því að drífa í lagasetningunni. - ghs Sænsk lög í bankakreppu: Þjóðnýting leyfð í neyð Árekstur í Vestmannaeyjum Ekið var á kyrrstæðan bíl í Vest- mannaeyjum um klukkan hálf ellefu á mánudagskvöldið. Bílstjóri og farþegar hlutu minniháttar meiðsl og komu sér sjálfir á sjúkrahús til skoðunar. Bíllinn sem ók á er talinn ónýtur. . UMHVERFISMÁL „Hér í Hafnarfirði snýr þetta fyrst og fremst að því að koma línum og spennistöðvum burt úr byggðinni. Það er stóra málið sem er uppi á borðinu hjá okkur,“ segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Lúðvík var inntur eftir við- brögðum við áskorun Sólar í Straumi, sem birt var í gær, um „að hafna tilleitan Landsnets um að loftlínur fyrir álver í Helguvík fari í gegnum bæjarlandið“. Lúðvík segir að Suðurlindir, sameiginlegt fyrirtæki Hafnar- fjarðar, Grindavíkur og Voga, eigi nú í viðræðum við Landsnet um málið „í miklu víðara samhengi en bara um línur til Helguvíkur. Við erum í raun að ræða um skipulag á öllu raflínukerfinu hérna á suð- vesturhorninu,“ segir hann. Flytja þurfi þá orku sem verði framleidd á Reykjanesskaganum í burt af svæðinu og inn á landsnetið. „En það er ekki okkar höfuð- verkur að koma þeim í jörðu. Við lítum svo á að það sé verkefni Landsnets að leysa úr því,“ segir bæjarstjórinn. Áherslan á að koma línum og spennistöðvum frá byggðinni sé í nákvæmu samhengi við stefnu og umræðu síðustu ára. „Það er engin breyting á okkar afstöðu í þeim efnum.“ - kóþ Bæjarstjóri um mótmæli Sólar í Straumi vegna raflína í lofti: Vilja línurnar burt úr byggð LOFTLÍNUR Þessar raflínur eru mun ódýrari en jarðlínurnar. Sól í Straumi vill að Hafnarfjarðarbær hafni því að línur Landsnets, sem þjóni álveri í Helguvík, fari gegnum bæjarlandið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hvatti í gær kínversk stjórn- völd til að beita ekki mótmælend- ur í Tíbet valdi, þegar hún ræddi við sendiherra Kína, Zhang Keyuan. Lýsti Ingibjörg yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og sérstaklega í ljósi frétta af dauðsföllum mótmæl- enda og áframhaldandi spennu milli íbúa Tíbets og kínverskra stjórnvalda. Þá hvatti ráðherra kínversk stjórnvöld til að leggja sig fram við að finna varanlega lausn á stöðu Tíbets og að virða mann- réttindi. - kóþ Utanríkisráðherra og Tíbet: Stjórnin í Kína beiti ekki valdi INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLA- DÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.