Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 4
4 26. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 5° 3° -2° 0° -1° 7° 7° 5° 6° 4° 21° 22° 8° 20° 9° 25° 15° Á MORGUN Hæg breytileg átt um allt land MÁNUDAGUR Róleg austanátt víðast hvar 2 -4 -6 -3 -3 -5 -3 0 8 8 10 7 6 5 12 8 12 7 5 -2 -2 -2 -2 -2 -4 -3 -2 0 -2 -3 -1 0 KÓLNAR Austan- áttir eru ríkjandi á landinu í vikunni, og í dag verður víðast hvar rólegt - en þó má búast við strekkingi á annesjum. Hitastigið verður víðast hvar undir frostmarki, kaldast fyrir norðan. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Kveikt var í yfir- gefnu húsi við Hverfisgötu aðfara- nótt þriðjudagsins. Hafði verið kveikt í drasli og timbri á fyrstu hæð hússins en vel gekk að slökkva eldinn. Reykkafarar fundu sofandi mann í risi hússins og björguðu honum út en hann sakaði ekki. Oft er brotist inn í yfirgefin hús og hefur slökkvilið áður verið kall- að að þessu tiltekna húsi, Hverfis- götu 32-34, vegna íkveikju. Er það eitt þeirra húsa sem til stendur að rífa. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, segir slökkviliðið nú vinna með Reykjavíkurborg að kortlagningu umrædds svæðis. Setja eigi upp verklagsreglur um hvað eigi og megi gera en húsin eru ekki í eigu Reykjavíkurborgar heldur einstaklinga og fyrirtækja. Segir hann þá vinnu hafa hafist töluvert fyrir páska en hraða eigi vinnunni. „Þetta er ömurlegt tilvik og menn hafa verið að benda á að svona gæti komið upp,“ segir Jón Viðar, sem telur mál sem þetta ekki boðlegt. Hann segir slökkvi- liðsmönnum stafa hætta af aðstæð- um sem þessum. Húsin séu oft að hálfu rifin, göt í gólfum, handrið vanti og fleira. „Við erum að setja mína menn í mikla hættu.“ Auk þess sé alltaf hætta á að eldur berist í nærliggjandi hús. - ovd Slökkviliðsstjóri vill hraða vinnu við gerð verklagsreglna vegna yfirgefinna húsa: Bjargað úr brennandi húsi HÚSIÐ AÐ HVERFISGÖTU 32-34 Slökkvilið hefur áður verið kallað að húsinu vegna íkveikju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra var viðstödd setningu ráðstefnu um alþjóðlega samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar á Barbados í gær. Á ráðstefnunni er meðal annars fjallað um samstarf Íslands og þróunarríkja á smáeyjum í Karíbahafi. Utanríkisráðherrann fer fyrir íslenskri sendinefnd, en utan ríkis- ráðuneytið stendur að ráðstefn- unni í samvinnu við Efnahags- og félagsmálastofnun Sameinuðu þjóðanna og stjórnvöld á Barbados. Hana sækja fulltrúar sextán þróunarríkja í Karíbahafi, auk fulltrúa Sameinuðu þjóð- anna. - sþs Ingibjörg Sólrún í Karíbahafinu: Samvinnufund- ur í Barbados VINNUMARKAÐUR Innheimta á laun- um og launa- tengdum gjöldum fyrir starfsfólk á veitingastaðnum Thai í Keflavík er komið til lögfræðings Matvís, Mat- væla- og veit- ingafélags Íslands. Níels S. Olgeirsson, formaður Matvís, segir að eigendur Thai hafi erlenda matreiðslumenn í vinnu og greiði þeim laun samkvæmt taxta en ætlist til að fólkið vinni eins mikið og þörf er á án þess að vilja greiða yfir- vinnutíma heldur ætlist bara til að það sé inni í dagvinnulaunun- um. Innheimta hafi verið reynd án árangurs og því hafi málinu verið vísað til lögfræðings. - ghs Veitingastaðurinn Thai: Launamál hjá lögfræðingi NÍELS S. OLGEIRSSON Er mataræðið óreglulegt? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltíðir – allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanlíðan. Regluleg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir því að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA EFNAHAGSMÁL „Þeir sem hafa milljón á mánuði og meira eiga að lækka við sig launin og draga saman seglin. Um leið á að stór- bæta kjörin hjá þeim sem hafa minnstar og meðaltekjurnar. Það er nægt svigrúm til þess í þjóðfélaginu.“ Þetta segir Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB og þing- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Spurður hverjir eigi að lækka laun sín kveðst Ögmundur einkum horfa til starfsfólks í fjármálakerfinu, forstjóra og „hirðarinnar í kringum þá. „Þeir sem hafa rakað til sín milljónum verða að draga saman. Það sem hægt er að hækka er líka hægt að lækka,“ segir hann. Ósamið er milli ríkis og sveitarfélaga og flestra stétta innan vébanda BSRB. Ögmund- ur segir að þrátt fyrir breyttar aðstæður hafi markmið samn- inganna ekki breyst. „Tvennt þarf að gerast. Annars vegar þarf að brúa það bil sem hefur skapast vegna tuttugu prósenta launa- gliðnunar milli stórra geira á almennum markaði og fólks í almannaþjónustu. Hins vegar þarf að efna gefin fyrirheit um að bæta kjörin hjá umönnunarstéttum, löggæslu- mönnum og almennt því fólki sem starfar í almannaþjónustu. Það þarf að takast á við þetta hvernig sem viðrar í þjóð- félaginu.“ Ögmundur telur það almennt vilja viðsemjenda stéttarfélag- anna að bæta kjör en óttast að þeir notfæri sér ástandið nú til að umbylta samningakerfinu og reyna eftir mætti að innleiða ein- staklingsbundna samninga. Slíkt er eitur í beinum Ögmundar sem hann segir munu skapa misrétti á vinnustöðum. Um þegar orðnar og boðaðar verðhækkanir á vörum og þjónustu segir Ögmundur sláandi hvernig gengislækkanir hafi nær samtímis áhrif á allt verðlag. Þá séu aldrei neinar birgðir til og verðið hækki undir eins. Þegar gengið styrkist séu hins vegar alltaf til svo miklar birgðir að ekki sé unnt að lækka verð í marga mánuði. Og Ögmundur brýnir lands- menn til árvekni. „Það á að vera verk þjóðarinnar númer eitt, tvö og þrjú að fylgjast með að hún sé ekki snuðuð af hálfu óprúttins liðs sem nýtir sér þetta ástand til hins ýtrasta.“ bjorn@frettabladid.is Milljónamennirnir lækki við sig launin Ögmundur Jónasson vill að hátekjufólk lækki eigin laun og dragi saman seglin. Hann telur núverandi efnahagsárferði veita tækifæri til stórfelldrar kjarajöfn- unar í samfélaginu. Nægt svigrúm sé til að hækka laun lág- og millitekjufólks. ÖGMUNDUR JÓNASSON STAÐAN METIN Starfsfólk fjármálakerfisins, forstjórar og „hirðin í kringum þá“ er það fólk sem Ögmundur Jónasson vill að lækki við sig launin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANDARÍKIN, AP Bandarísk kona á sextugsaldri, sem var í siglingu með fjölskyldu sinni undan strönd- um Flórída, lést eftir árás stórrar arnarskötu. Við árásina féll konan aftur fyrir sig, lenti með höfuðið á bátstokknum og lést samstundis. „Þetta er furðulegasta slys sem ég hef nokkru sinni heyrt um,“ sagði Jorge Pino hjá Fiska- og villi- dýrasamtökum Flórída. „Líkurnar á því að þetta gerist eru svo litlar að við trúum því eiginlega ekki að þetta hafi gerst.“ Pino hefur séð skötur sem þessar stökkva upp í loftið en afar sjaldgæft er að þær stökkvi á manneskjur eða hluti. - fb Óvæntur atburður í Flórída: Skata varð konu að bana Hraðakstur við Borgarnes Tólf voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Borgar- nesi á mánudaginn og aðfaranótt þriðjudags. Mjög mikil umferð var í umdæminu en hún gekk að mestu vel fyrir sig. LÖGREGLUFRÉTTIR Bílvelta á Holtavörðuheiði Ökumaður velti bíl sínum á Holta- vörðuheiði á mánudagskvöldið. Endaði bíllinn á hjólunum aftur og var honum ekið í Borgarnes þar sem ökumaður og tveir farþegar hans tilkynntu um slysið. Þá sakaði ekki. Hált var á slysstað. ELDUR Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað að Waldorfs- kólanum Sólstöfum í Hraunbergi í Breiðholti laust upp úr klukkan ellefu í gærmorgun. Allt tiltækt lið var sent á staðinn. Mikill svartur reykur barst frá skólanum sem er í þremur samliggjandi timbur- húsum. Komst slökkvilið fljótlega að eldinum sem var í miðrými bygginganna og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Í ljós kom að heitavatnslögn hafði einnig farið í sundur og þurfti slökkviliðið að ganga frá því ásamt reyklosun. Slökkvistarf tók um klukkustund. Mikil mildi þykir að engin skyldi vera í húsunum þegar eldurinn kom upp þar sem frí var í skólan- um í gær. Eldsupptök eru ekki ljós en málið er í rannsókn. - ovd Slökkviliðið brást hratt við: Eldur í skóla í Breiðholtinu WALDORFSKÓLINN SÓLSTAFIR Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem kom upp í miðrými skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GENGIÐ 25.03.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 150,2834 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,7 75,06 148,86 149,58 116,21 116,87 15,577 15,669 14,368 14,452 12,331 12,403 0,7427 0,7471 121,92 122,64 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.