Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 12
 26. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR Föstudaginn 28. mars á Hilton Reykjavík Nordica – sal A & B – kl. 8-12 Upplýsingar og skráning á vef Samtaka atvinnulífsins – www.sa.is Félag kvenna í atvinnurekstriIÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ Aseta ehf Tunguháls 19 110 Reykjavík sími: 533 1600 aseta@aseta.is FLEX hágæða rafmagnsverkfæri í miklu úrvali DANMÖRK, AP Saksóknarar í Kaup- mannahöfn lögðu í gær fram ákær- ur á hendur tveimur meintum öfga- mönnum úr röðum múslima. Þeim er gefið að sök að hafa unnið að smíði sprengna til að nota í hryðju- verkaárásum í Danmörku og víðar. Þriðji maðurinn var ákærður í sama máli fyrir að hafa hvatt til þess að Dönum væri rænt þar sem til þeirra næðist erlendis, í því skyni að þrýsta á dönsk yfirvöld að láta hina sakborningana tvo lausa. Ákærurnar byggja á gögnum sem safnað var í aðgerð lögreglu á Kaupmannahafnarsvæðinu frá 4. september síðastliðnum. - aa Rannsókn í Danmörku á sprengjusmíðum: Meintir öfgamenn múslima ákærðir HANDTEKNIR Í KAUPMANNAHÖFN Frá aðgerð lögreglu á Nörrebro 4. sept- ember í fyrrahaust þar sem sakborning- arnir voru handteknir. NORDICPHOTOS/AFP LÍKAMSÁRÁS Ráðist var á tvo Íslend- inga á þrítugsaldri, Svavar Örn Eysteinsson og Ívar Björnsson þar sem þeir eru með fjölskyldu sinni í frí á Kanaríeyjum. Klukkan var um þrjú að nóttu aðfaranótt föstudagsins síðastlið- ins. Voru þeir mágar komnir um tuttugu metra frá hótelinu sem þeir búa á þegar þeim mætti maður sem spurði hvort þeir væru Englendingar. Áður en þeir náðu að svara hafði maðurinn slegið Ívar í höfuðið með flösku. Höggið var það þungt að flaskan brotnaði. „Ég hljóp á eftir honum og það næsta sem ég veit er að ég vakna á spítala, skorinn á háls og nærri dauður,“ segir Svavar Örn. Svavar Örn vaknaði morguninn eftir á sjúkrahúsi á Las Palmas. Þangað höfðu þeir Ívar verið flutt- ir meðvitundarlitlir með sjúkrabíl og vissi enginn úr fjölskyldunni um afdrif þeirra. „Fjölskyldan fór því á fimm eða sex sjúkrahús að leita að okkur,“ segir Svavar Örn. Þá var hann einnig rændur þeim peningum sem hann bar á sér ásamt því sem sími hans var tek- inn. Segir hann lögregluna telja að glæpagengi hafi beðið lengra frá árásarstaðnum, þar sem hann síðar fannst. „Ég er nokkuð brattur miðað við aðstæður.“ Sauma þurfti mörg spor í háls Svavars auk þess sem taug skarst í sundur. Er hann því nokkuð dofinn vinstra megin á höfðinu. Þá þurfti að sauma tuttugu spor í höfuð Ívars sem missti mikið blóð í árásinni. Frí fjölskyldunnar hófst því með látum en hluti hópsins fer heim í kvöld meðan aðrir verða áfram í eina viku til viðbótar. Segir Svavar þau reyna að láta þetta ekki á sig fá. „Það þýðir ekkert annað, við reynum að gera gott úr þessu.“ - ovd Fólskuleg árás á tvo unga Íslendinga á Kanaríeyjum: Skorinn á háls með brotinni flösku SVAVAR ÖRN EYSTEINSSON Greinilegt er að árásarmaðurinn réðst á Svavar Örn með brotinni flösku. ÍVAR BJÖRNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.