Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. mars 2008 STJÓRNMÁL Á fundi í Svíþjóð 8.-9. apríl munu forsætisráðherrar Norðurlandanna freista þess að svara spurningum á borð við; hvernig Norðurlöndin geta staðið vörð um samkeppnishæfni sína, hvernig þau geta aukið áhrif sín innan Evrópusambandsins og hvernig gera má Norðurlöndin meira aðlaðandi í augum umheimsins. Fundurinn er haldinn á vett- vangi Norrænu ráðherranefnd- arinnar og auk forsætisráðherr- anna sitja hann fulltrúar á ýmsum sviðum norræns þjóðlífs, þeirra á meðal Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins. Er markmið fundarins að sækja nýjar hugmyndir og örva umræðu um tækifæri og áskor- anir hnattvæðingarinnar. - bþs Forsætisráðherrar funda: Staða Norðurlandanna GEIR H. HAARDE ALÞINGI Þuríður Backman, þing- maður VG, telur að viðhorf til nik- ótínlyfja kunni að breytast ef sala þeirra verður leyfð utan apóteka. Hvatinn til að nota þau sem raun- veruleg lyf til að hætta að reykja hverfi og fólk neyti þeirra í stað tóbaks. „Annað viðhorf verður til lyfjanna ef þau eru til sölu úti í matvörubúð en ef maður þarf að fara í apótek að kaupa þau,“ sagði Þuríður í umræðum um frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á lyfjalögum á Alþingi. Með frum- varpinu er bann við póstverslun með lyf fellt á brott og sala nikót- ín- og flúorlyfja utan lyfjabúða heimiluð. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra sagði mörgum finnast órökrétt að gott aðgengi væri að tóbaki en ákveði einstak- lingur að hætta að reykja þurfi hann að fara í sérstakar verslanir til að nálgast hjálpartæki til að vinna á fíkninni. Þuríður vill að skoðað verði hvernig notkun nikótínlyfja hefur þróast í þeim löndum sem leyft hafa sölu annars staðar en í lyfja- búðum. Undir það sjónarmið tekur Viðar Jensson, verkefnisstjóri í tóbaksvörnum hjá Lýðheilsustöð. „Það þarf að skoða neysluna hjá þeim þjóðum sem hafa aukið aðgengið,“ segir Viðar og nefnir að Svíar og Bretar hafi farið þá leið. Að auki séu lyfin niðurgreidd í Bretlandi, að því gefnu að fólk neyti þeirra í því skyni að hætta að reykja og njóti við það aðstoðar fagfólks. Noti fólk nikótínlyf til að hætta að reykja mælir Lýðheilsu- stöð með að fólk neyti þeirra eigi lengur en í 10-12 vikur. Viðar segir vitað að fólk geti orðið háð neyslu nikótínlyfja og rennir þar með stoðum undir áhyggjur Þuríðar. Hann óttast þó ekki að auknu aðgengi fylgi aukin misnotkun. „Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. Það er ekki slæmt að auka aðgengið. Hins vegar tek ég undir með Þuríði um að það þarf að skoða neyslu nik- ótínlyfja.“ Íslendingar nota umtalsvert meira af nikótínlyfjum heldur en ná grannaþjóðirn- ar. Nýleg athugun Viðars sýnir að notkunin hér er allt að fjórum sinnum meiri en á hinum Norðurlöndunum. Nikótínlyf seljast í íslenskum apótekum fyrir yfir eina milljón króna á dag. bjorn@frettabladid.is Óttast mis- notkun nik- ótínlyfja Þingmaður VG telur hugsanlegt að nikótínlyf verði misnotuð ef sala þeirra verður leyfð í almennum verslunum. Heilbrigðisráðherra segir eðlilegt að slík lyf séu jafnaðgengileg og tóbak. LYF AF ÝMSU TAGI Verði frumvarp heilbrigðisráðherra að lögum má selja nikótínlyf annars staðar en í apótekum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞURÍÐUR BACKMAN GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON VIÐAR JENSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.