Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 23
[ ] Að mörgu er að hyggja þegar búið er í gömlu húsi. Með tíð og tíma þarf að endurnýja hluti eins og pípulagnir og rafmagn. Svona hlutir vaxa manni oft í augum og auðveldara virðist að draga framkvæmdir af þessum toga en að drífa þær af. Að skipta um raflagnir í gömlum húsum þarf ekki að vera stórmál. Það fer aðallega eftir stærð hússins hversu stór framkvæmdin verður, en allt í allt ætti hún ekki að þurfa að taka meira en einn til tvo daga. Það sem þarf að gera er að endurnýja rafmagns- lagnir og svo er rafmagn dregið í öll rör. Á sama tíma er yfirleitt skipt um alla rofa og tengla. Ekki þarf að brjóta upp veggi, nema fólk vilji bæta við rafmagnslögnum, þá er fræst inn í veggina og svo múrað. Ef fólk býr í fjölbýli þá er ekki nauðsynlegt að skipta um rafmagnslagnir í öllu húsinu, nóg er að taka hverja íbúð fyrir sig. Jóhann Kröyer, rafvirki hjá Rafvirkjum Reykja- víkur, bendir á að ef rofar og tenglar eru brotnir eða orðnir lélegir þá sé kominn tími á endurnýjun. Gamlar og illa farnar rafmangstöflur geta verið hættulegar, ekki síst ef þær eru úr postulíni með postulínrörum á trébretti eða töflurnar séu inni í skáp þar sem mikil eldhætta getur myndast. „Aðalmálið í eldra húsnæði er að enginn lekaliði sé til staðar en það er aðalrafmagnsvörnin okkar í dag,“ segir Jóhann. Í gömlum húsum getur verið eitthvað um ójarð- bundna tengla en best er að hafa þá jarðbundna. Lekaliði kemur til dæmis ekki að tilætluðum notum nema raflögnin sé jarðtengd. Margar eldri rafmagnsleiðslur eru einangraðar með tjöru, en slík einangrun á það til að morkna og detta utan af vírunum. Þegar einangrunin fer getur skapast ákveðin brunahætta og rafmagninu getur farið að slá út. „Kostnaður aðgerðarinnar fer eftir stærð íbúðar og væntingum fólks,“ segir Jóhann. Vírinn sem dreginn er inn í veggina er ekki mjög dýr. Kostnað- urinn liggur aðallega í sjálfri vinnunni og í þeim rofum og tenglum sem fólk vill fá. Jóhann segir að hægt sé að fá rofa og tengla úr gleri eða eftir sérstakri hönnun og allt niður í hina hefðbundnu plastrofa og tengla. Þó er enginn endingarmunur á því dýrasta og því ódýrasta, það er aðeins spurning um útlitið. klara@frettabladid.is Raflagnir endurnýjaðar Blóm eru falleg á stofuborðið eða í eldhúsgluggann og gefa heim- ilinu frískan blæ. Afskorin blóm í vasa henta þeim sem ekki hafa græna fingur. Jóhann vinnur hjá Rafvirkjum Reykjavíkur Ineke Hans hannaði hús- gagnalínuna fyrir ítalska fyrirtækið Cappellini. Lágur skemill og kollur úr frauðplast- línunni Fracture furniture. Frauðplasthúsgögn PLASTHÚSGÖGN UNNIN ÚR FRAUÐPLASTKÚLUM OG PÓLÝESTERGRISJU. Hollenski vöruhönnuðurinn Ineke Hans hannaði húsgagnalínuna „Fracture furniture“ fyrir ítalska fyrirtækið Cappellini. Húsgögnin eru úr frauðplastkúlum sem vafið er utan um með pólýestergrisju. Pólýesterefnið er ný tækni og minnir á gifsgrisjur sem vafið er um frauðkúlurnar eins og brotinn handlegg. Þegar það harðnar verður það mjög sterkt á nokkrum mínútum. Grisjan gefur hlutunum textílkennda áferð svo þau fara vel inni í stofunni og auðvelt er að þrífa þau þar sem þau eru vatnsheld og gætu einnig staðið sem útihúsgögn. Í garði er þó eins gott að sitja sem fastast á þeim því þau eru mjög létt. Húsgögnin fást í ýmsum litum frá Cappellini. - rat

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.