Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 26. mars 2008 23 Nafnið mitt er Jódís Káradóttir. Pabbi hafði heyrt nafnið og fannst það mjög fallegt. Mamma var sammála honum og fannst nafnið einstaklega ljóðrænt. Forskeytið Jó- kemur af jór sem þýðir hestur og dís hefur meyjarmerkingu, þannig að nafnið þýðir í raun hestadís. Svo fann ég aðra merkingu fyrir nafnið mitt í gamalli nafnabók hjá ömmu minni og þar er merk- ingin systir. Þessi merking kemur úr Ylfinga- tali og þykir mér mjög vænt um þá merk- ingu. „Mögulegt er að þessi merking sé nunnuleg, ég veit það ekki en mér finnst hún mjög falleg,“ segir Jódís. Ég hef alltaf verið mjög ánægð með nafnið mitt í heild. Mér var lítið strítt af nafninu mínu þegar ég var krakki, helst var það Jódís Pódís. Svo þegar ég varð eldri voru nokkrir strákar sem tóku upp á því að kalla mig jógúrtís, en mér fannst það alls ekkert slæmt þar sem mér fannst sá ís nokkuð góður. Það eru ekki margir sem heita þessu nafni og alls ekki í minni nánustu fjöl- skyldu. Amma fann einhverja Jódísi langt aftur í ættir en það var ekki fyrr en eftir að ég var skírð að við komumst að því. Frænka mín hringdi svo í mig fyrir ekki svo löngu og tilkynnti mér að barnabarn bróður ömmu minnar ætti að fá nafnið Inga Jódís og mér fannst mikill heiður að fá nöfnu í ættina. NAFNIÐ MITT: JÓDÍS KÁRADÓTTIR Nafnið getur táknað hestadís ALLTAF VERIÐ ÁNÆGÐ Jódís var stundum köll- uð jógúrtís og fannst það ekkert slæmt. Enda er Jódís bara hrifin af jógúrtís. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, dóttur og ömmu, Rannveigar Baldursdóttur Einilundi 8e, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun. Baldur Guðnason Þórarinn Guðnason Kristín Sigurgeirsdóttir Birkir Hólm Guðnason Fríða Dóra Steindórsdóttir Hólmfríður Guðnadóttir Halldór Kristjánsson Sigurbjörg H. Wium og ömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Vigdís Ingibergsdóttir, áður til heimilis að Njálsgötu 86, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju á morgun, fimmtudaginn 27. mars kl. 15.00. Katrín Karlsdóttir Sigurbjörn Víðir Eggertsson Kristján E. Karlsson Lilja Ívarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Valdemarsdóttir lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fimmtudaginn 20. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Valdemar Valdemarsson Helga Ingólfsdóttir og fjölskylda. Faðir minn og bróðir okkar, Steindór Zóphóníasson fyrrverandi bóndi, Ásbrekku í Gnúpverjahreppi, andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbaravogi aðfaranótt 17. mars. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju 27. mars kl.13.30. Jarðsett verður í Stóra- Núpskirkjugarði þann sama dag. Ingveldur Sigrún Steindórsdóttir og systkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Árni Stefánsson fv. hótelstjóri, Höfn í Hornafirði, lést að morgni páskadags, 23. mars. Svava Sverrisdóttir Hjördís Árnadóttir Sigurbjörg Árnadóttir Kristín Þóra Kristjánsdóttir Gísli Sverrir Árnason Guðrún Baldursdóttir Guðlaug Árnadóttir Hólmgrímur Elís Bragason Gauti Árnason Ragnheiður Rafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Inga S. Kristjánsdóttir áður Fagrabæ 1, lést á Grund föstudaginn 14. mars. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, miðvikudaginn 26. mars kl. 13.00. Þórir Guðmundsson Sigurbirna Oliversdóttir Jóhanna S. Guðmundsdóttir Guðmundur Örn Einarsson Sigurjón Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný Ingibjörg Bjarnadóttir Vallargötu 7, Sandgerði, sem lést mánudaginn 17. mars verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði, föstudaginn 28. mars kl. 14.00. Jón Ásmundsson Helga Karlsdóttir Kristín Ásmundsdóttir Jón Árni Ólafsson Ragnheiður Ásmundsdóttir Magnús Árnason barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðni Karlsson, Sólvöllum, Eyrarbakka, áður til heimilis að Egilsbraut 9 Þorlákshöfn, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 21. mars. Hann verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, laugar- daginn 29. mars kl. 14.00. Guðrún Guðnadóttir Jón Dagbjartsson Helga Guðnadóttir Sæmundur Gunnarsson Þorsteinn Guðnason Lovísa R. Sigurðardóttir Katrín Guðnadóttir Sigurður Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Kvaran, Sóleyjargötu 9, Reykjavík, sem lést laugardaginn 15. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28. mars kl. 15.00. Guðrún Kvaran Jakob Yngvason Vilhjálmur B. Kvaran Helga Pála Elíasdóttir Einar B. Kvaran Böðvar B. Kvaran Ásta Árnadóttir, Hjörleifur B. Kvaran Anna Kristín Ólafsdóttir Gísli B. Kvaran Anna Alfreðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Nílsína Þórunn Larsen Garðvangi, Garði, andaðist laugardaginn 22. mars á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 27. mars kl. 14.00. Þórdís Ólafsdóttir Sigurbjörg Ólafsdóttir Einar S. Guðjónsson Egill Ólafsson Jóna G. Bjarnadóttir Bjarni Þór Ólafsson Ragna Ólafs Lirot Henry R. Lirot Ólafur Högni Ólafsson Gunnar Guðmundsson Sóley Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Magnúsar Þorvarðarsonar Fannafold 127a, Reykjavík. Hólmfríður Gísladóttir Rósa Magnúsdóttir Pétur Eysteinsson Þ. Hjalti Magnússon Sigríður María Sverrisdóttir Steinunn Magnúsdóttir Georg Eggertsson og afabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, Vigdísar Kristjánsdóttur Smáratúni 20b, Selfossi. Rannveig þórðardóttir Örlygur Jónasson María Kristín Örlygsdóttir Þórdís Örlygsdóttir Jónas Örlygsson Ingvar Örlygsson Jakobína Lind Jónsdóttir Þórður Kr. Jónsson tengdabörn og barnabarnabörn. AFMÆLISBÖRN VÍKINGUR KRISTJÁNS- SON LEIKARI 35 ÁRA. HAUKUR HÓLM FRÉTTA- MAÐUR 52 ÁRA. KEIRA KNIGHTLEY LEIKKONA 23 ÁRA. JÓNÍNA BENEDIKTS- DÓTTIR ATHAFNA- KONA 51 ÁRS.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.