Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 32
24 26. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þreyttur! Þreyttur! Þreyttur! Get ekki... Þreyttur! Vaknað... Verð að reyna... Að opna augun... Er hann sofandi? Þetta var draumur! Ég vona að þetta hafi verið draumur! Ég held að hann sofi! Ég er í vand- ræðum! Þú ert búinn að keyra tvo hringi í kringum húsið... Nú má ég keyra! Allt í lagi! Ég keyri upp að gangstéttinni. Kallarðu þetta að leggja samhliða gangstéttinni? Þetta er stór heimur. Hann hlýtur að vera samhliða einhverju. Skrifstofa klám- iðnaðarins Ég er að skrifa bók um líf mitt. Hvernig gengur það? Það er skemmtilegt. Ég vona að hún klárist aldrei. Svo þú ert að fara í afmælisveislu með gistingu yfir nótt? Já, heima hjá Ragga. Það verður klettaklifur og laser-tag og allt mögulegt! Oh, hvað ég er heppin! Þú ert ekki að fara! Nei, ég er heppin að sleppa við þig svona einu sinni. Do Do Ef einhverjir hafa fylgst gaumgæfilega með þessum pistlum mínum muna hinir sömu kannski að fyrir fjórtán dögum kvaddi ég klakann til að takast á hendur svaðilför til heimalands Pútíns, vodka og loðhúfa. Ferðin var hin skemmti- legasta. Ég ræktaði túristann í mér og fór ekki út úr húsi án þess að flagga túristabók og myndavél og var með aurapyngju um hálsinn. Ég naut alls þess besta sem Pétursborg hafði upp á að bjóða, fór á ballettsýningu, skoðaði salina í Vetrarhöllinni, borðaði kavíar og drakk bæði kampavín og vodka. Ég er afskaplega ánægð með loðhúfuna mína og myndi kalla hana bestu uppfinningu Rússanna ef ég hefði ekki komist í tæri við enn meiri snilld þar á bæ, nokkuð sem ég held að myndi ekki síður virka hér á landi. Eins og flugvöllurinn ber vitni um hafa Rússar ákaflega gaman af því að láta fólk fylgja reglum og standa í röðum. Verðirnir í vegabréfs- skoðuninni, sem gerðu sitt ítrasta til að taka blásaklausa Íslendinga á taugum, áttu þó ekkert í það úrvalslið gamalla kvenna sem vakir haukfránum augum yfir kirkjum, safnasölum og öðrum merkum stöðum þar í landi. Túristabókin sem ég flaggaði svo oft nefndi þetta herlið „babuska police“, eða ömmulögguna. Ef ein tá var farin fram yfir línu á gólfi voru þrjár fjólubláhærðar ömmur mættar með vísifingur á lofti og vel valin, og óskiljanleg, skammaryrði í eyra glæpamannsins. Túrhestunum virtist öllum vera í blóð borin sama virðing fyrir ömmum og mér. Að minnsta kosti þorði enginn annað en hlýða og brosa blítt til þeirra fjólubláhærðu. Ég hef fulla trú á því að íslenskar ömmur hafi sömu áhrif og þær rússnesku og það er því spurning um að virkja þessa auðlind. Ef þessu er eins farið hér og í Pétursborg gæti til dæmis eitt „svei þér!“ ásamt ásakandi bendingum frá ömmu með sjal og lopahúfu haft meiri áhrif á pissandi fyllibyttur niðri í bæ en heil sérsveitardeild. Allir hlýða ömmum. STUÐ MILLI STRÍÐA Óvirkjuð auðlind SUNNU DÍS MÁSDÓTTIR DREYMIR UM AÐ KOMA Á LAGGIRNAR ÖMMULÖGGU Í RÚSSNESKUM ANDA 30. mars - uppselt 3. april 4. april 10. april 11. april 17. april 18. april 23. april 24. april Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Viltu breyt’eikkurru? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg 50MB frítt myndasvæði! Búðu til myndaalbúm á síðunni þinni! Ný útlit í viku hverri! Búðu til eigið útlit eða veldu tilbúið! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.